Síða 1 af 1

Aðstoð við val á sjónvarpi

Sent: Mið 29. Des 2010 15:54
af Meso
Daginn Vaktverjar,

Mig vantar smá ráðleggingar varðandi sjónvarp, ég er með eldgamlan 42" plasma sem er kominn til ára sinna,
mig langar í stærra og að sjálfsögðu full HD, budgetið er upp að ~350k, er svolítið heitur fyrir Panasonic G20 50"
Það sem ég nota það mest í er horfa á þætti og myndir í gegnum PS3 vélina og svo spila GT5.

Þar sem GT5 er í 3d hef ég verið að gæla við 3d sjónvarp en held að ég sé búinn að afskrifa það, en megið reyna sannfæra mig :)

Á maður að skella sér á G20 eða eru einhver fleiri sjónvörp sem maður ætti að skoða?

Er kannski LED málið frekar en plasminn?
t.d. LG 47" 47LE530N sem er á 320k í elko

Allar ábendingar vel þegnar.

Re: Aðstoð við val á sjónvarpi

Sent: Mið 29. Des 2010 16:36
af mind
Það er rosalega erfitt að finnast ekki G20 tækin flott, myndin er bara svakalega góð í þeim.

Hef ekki séð þetta LG tæki en skoðaði
http://www.ht.is/index.php?sida=vara&vara=46PFL5605H
Og fannst það líta líka mjög vel út ef maður vill frekar LCD.
Mér fannst samt myndin í G20 betri.

Veit ekki um sterkari tæki miðað við stærð, verð og gæði í þessu bili.

Re: Aðstoð við val á sjónvarpi

Sent: Mið 29. Des 2010 17:03
af Meso
mind skrifaði:Það er rosalega erfitt að finnast ekki G20 tækin flott, myndin er bara svakalega góð í þeim.

Hef ekki séð þetta LG tæki en skoðaði
http://www.ht.is/index.php?sida=vara&vara=46PFL5605H
Og fannst það líta líka mjög vel út ef maður vill frekar LCD.
Mér fannst samt myndin í G20 betri.

Veit ekki um sterkari tæki miðað við stærð, verð og gæði í þessu bili.


Ætla að skoða þetta Philips tæki takk, en já G20 á að vera mjög gott og er það sá kostur sem ég tel líklegastann eins og er.

Re: Aðstoð við val á sjónvarpi

Sent: Fim 30. Des 2010 00:35
af Pandemic
Plasminn er málið

Re: Aðstoð við val á sjónvarpi

Sent: Fim 30. Des 2010 03:39
af dadik
Ég var mjög heitur fyrir G20. Fór svo að lesa umræðurna á avforums.com og hætti eiginlega við eftir það. Víst búið að vera vesen á sumum tækjunum, image retention, etc.

Endaði á að kaupa Sony 503 sem er fínt.

Re: Aðstoð við val á sjónvarpi

Sent: Fös 31. Des 2010 10:39
af stebbi23

Re: Aðstoð við val á sjónvarpi

Sent: Lau 01. Jan 2011 17:26
af Meso
stebbi23 skrifaði:Hérna eru tvö mega flott Samsung tæki
http://www.bt.is/vorur/vara/id/13950
http://www.bt.is/vorur/vara/id/11721


Takk fyrir þetta en ég er að leita eftir 46"+ svo seinna tækið er út úr myndinni, en finn voða lítið um reviews og umsagnir um hitt tækið.