Síða 1 af 1
S/PIDF í RCA
Sent: Lau 27. Nóv 2010 21:20
af urban
S/PIDF í RCA er þetta hægt ?
annað er auðvitað digital merki og hitt analog merki
er eitthvað til sem að skiptir þarna á milli ?
málið er að foreldrarnir voru semsagt að fá sér nýtt sjónvarp og eru með ódýrt heimabíó kerfi sem að mamma neitar að skipta út þrátt fyrir að henni hafi verið bennt á það að það vanti tengimöguleika þarna.
en það er semsagt S/PIDF út a´sjónvarpinu og RCA inn á heimabíóinu
ekkert S/PIDF á heimabíó og ekkert RCA hljóð út á sjónvarpinu.
vitið þið vaktarar einhver ráð ?
Re: S/PIDF í RCA
Sent: Lau 27. Nóv 2010 22:20
af ljoskar
Re: S/PIDF í RCA
Sent: Lau 27. Nóv 2010 22:55
af urban
Er eitthvað svona til á íslandi ?
vita menn það ?
Re: S/PIDF í RCA
Sent: Lau 27. Nóv 2010 23:45
af hagur
Ef þetta fæst hér á landi, þá eru mestar líkur á að finna þetta í Íhlutum eða Miðbæjarradíó held ég.
Re: S/PIDF í RCA
Sent: Lau 27. Nóv 2010 23:51
af gutti
hvering græjur er þau með bara forvitni
Re: S/PIDF í RCA
Sent: Lau 27. Nóv 2010 23:56
af eythor511
Er líka með heimabíó með einungis rca og jack teingi.. rugl er það að kaupa sér 5.1 hátalara kerfi og geta síðan einungis notað með dvd diskum
Re: S/PIDF í RCA
Sent: Sun 28. Nóv 2010 11:27
af Hauksi
Ef myndlykill sé í spilinu...taka hljóðið þaðan.
Taka hljóðið út um scart-tengi á sjónvarpinu.
Re: S/PIDF í RCA
Sent: Sun 28. Nóv 2010 18:41
af kjarrig
Ef þið eruð með Videotæki, eða DVD-spilara með móttakara fyrir sjónvarp, þá loftnetið úr vegg í afruglara, úr honum í DVD eða videotækið, og taka hljóðið þaðan í heimabíókerfið. Scart-tengi úr DVD (Video) í sjónvarpið. Var með þetta svona tengt fyrst hjá mér. Setti hljóðið í sjónvarpinu niður í 0, og notaði fjarstýringuna fyrir afruglarann til að stjórna hljóði og rásum.
Re: S/PIDF í RCA
Sent: Sun 28. Nóv 2010 21:07
af urban
Strákar.. video tæki er eitthvað sem að er löngu útrunnið
og DVD spilarinn er í þessu blessaða 5,1 kerfi.
þetta er spurning um vodafone adsl afruglara og dvd heimabíó í sjónvarpið, það er komið og er ekkert mál.
mig vantar að ná hljóði úr úr sjónvarpi og til baka í heimabíó.
og ég sé ekki betur en að þetta sé eina leiðin til þess, það er spidf -> rca
hugsa að þetta endi á því að ég láti þau bara fá sér nýtt heimabíó kerfi
Re: S/PIDF í RCA
Sent: Sun 28. Nóv 2010 22:06
af gutti
gutti skrifaði:hvering græjur er þau með bara forvitni
Re: S/PIDF í RCA
Sent: Sun 28. Nóv 2010 23:14
af rapport
Þú gætir lika bara claimað
þetta og þa getur þu tengst nánast hverju eða hverjum sem er...
Re: S/PIDF í RCA
Sent: Sun 28. Nóv 2010 23:45
af urban
gutti skrifaði:gutti skrifaði:hvering græjur er þau með bara forvitni
ahh ég man ekkert hvað þetta heitir, skal tékka á því næst þegar að ég kíki á þau