Síða 1 af 1

32" Sjónvarp á 130k budgeti

Sent: Sun 21. Nóv 2010 13:42
af snaeji
Jæja hvað segjiði hvað eru bestu kaupin á sjónvarpi 32" í 130 þúsund rammanum ?

Endilega komið með hugmyndir

Re: 32" Sjónvarp á 130k budgeti

Sent: Sun 21. Nóv 2010 21:56
af stebbi23

Re: 32" Sjónvarp á 130k budgeti

Sent: Sun 21. Nóv 2010 22:03
af Glazier
stebbi23 skrifaði:Samsung 32" C535
http://www.bt.is/vorur/vara/id/12880

Samsung 32" C575
http://www.bt.is/vorur/vara/id/12245

Er ég blindur eða taka þeir ekki einu sinni fram hvaða tengund tækið er ?

Annars myndi ég skoða sjónvarp annarstaðar en hjá BT þeir eru snillingar í að koma sér undan ábyrgðum og svo ekkert sérstakleag ódýrir, eiginlega bara með þeim dýrari í bransanum.

Myndi skoða hjá Max raftæki, Elko eða http://www.sm.is ;)


Þetta er tæki sem ég færi að skoða ef ég væri að pæla í 32" sjónvarpi ;)
Lækkað úr 160 þús. Full HD 100hz
http://sm.is/index.php?sida=vara&vara=32PFL5405H

Re: 32" Sjónvarp á 130k budgeti

Sent: Mán 22. Nóv 2010 00:27
af IkeMike
Getur skoðað eitt Philips sjónvarp í Elko, 130k, 100hz og sweet myndgæði.

32PFL5405H

Re: 32" Sjónvarp á 130k budgeti

Sent: Mán 22. Nóv 2010 00:44
af Glazier
IkeMike skrifaði:Getur skoðað eitt Philips sjónvarp í Elko, 130k, 100hz og sweet myndgæði.

32PFL5405H

Sama tæki og ég linkaði á ;)
Full HD, 100hz og er Philips (þekkt merki, annað en þetta þarna á bt.is þar taka þeir ekki einu sinni fram hvaða merki þetta er)

Re: 32" Sjónvarp á 130k budgeti

Sent: Mán 22. Nóv 2010 07:43
af audiophile
Glazier skrifaði:
stebbi23 skrifaði:Þetta er tæki sem ég færi að skoða ef ég væri að pæla í 32" sjónvarpi ;)
Lækkað úr 160 þús. Full HD 100hz
http://sm.is/index.php?sida=vara&vara=32PFL5405H


Sammála. Þetta er 5 seríu tæki frá Phillips með frábæra specca á góðu verði. Mikið að spá í þessu sjálfur.

Re: 32" Sjónvarp á 130k budgeti

Sent: Mán 22. Nóv 2010 10:42
af Hauksi
Bestu kaupin!
Ef þú notar tækið mest til að horfa á SD-efni t.d RUV-Skjá1-stöð2-DVD
Mitt val, Panasonic 32TXLC20 110.000kr

Ef tækið sé mest notað fyrir HD-efni t.d tengt við tölvu-leikjatölvu
Mitt val, Philips 32PFL3605 100.000kr

Ef þú ert tilbúinn í aðeins dýrara og stærra tæki 40"
MItt val, Toshiba 40XV733 140.000kr
:-k

Re: 32" Sjónvarp á 130k budgeti

Sent: Mán 22. Nóv 2010 19:31
af stebbi23
sé ekki betur en að það standi þarna "SAMSUNG" í stórum stöfum ?
þekkt merki ? Samsung er stærsta rafeindamerki í heiminum(http://en.wikipedia.org/wiki/Samsung), stærsti LCD framleiðandi í heiminum og miklu þekktara merki en Philips :(
Góðar upplýsingar um LCD sjónvörp http://www.squidoo.com/lcd-televisions og þarna neðst er vote um hvaða merki fólki finnst best.

Hérna er review um annað tækið sem ég sendi inn link á LE32C535, hitt er nánast sama tækið fyrir utan mismunandi hönnun og Allshare
http://www.hdtvtest.co.uk/news/samsung- ... 813815.htm

Þar sem ég tel það líklegt Glazier að þú sért með eitthvað mikið á móti BT þá vill ég segja þér að ég er starfsmaður BT og hef verið það í 3 ár og gékk í gegnum gjaldþrotið sem átti sér stað 2008. BT er allt annað fyrirtæki í dag og núverandi eigendur Bræðurnir Ormsson gerðu margt og mikið fyrir þá viðskipta vini sem áttu vörur frá fyrir 2008 þó að þeir þyrftu samkvæmt lögum ekki að gera neitt. Þeira hafa einnig margra ára reynslu af sölu sjónvarpa: Samsung, Sharp og fl. og þeir hafa frábært verkstæði fyrir öll þessi tæki.

Það er rétt hjá þér að Philips eru frábær tæki og væri ég sjálfur ekkert á móti því að eiga eitt þannig en þeir eiga það til að setja crappy panela í byrjunartýpurnar hjá sér og 5405 er eimmit byrjunartýpa ef ég man rétt. Svo mæli ég með að slökkva á Perfect Pixel því það á til að breyta myndinni all svakalega og láta hana líta út öðru vísi en hún á að vera, t.d. með því að setja allt í fókus.

Glazier skrifaði:
IkeMike skrifaði:Getur skoðað eitt Philips sjónvarp í Elko, 130k, 100hz og sweet myndgæði.

32PFL5405H

Sama tæki og ég linkaði á ;)
Full HD, 100hz og er Philips (þekkt merki, annað en þetta þarna á bt.is þar taka þeir ekki einu sinni fram hvaða merki þetta er)

Re: 32" Sjónvarp á 130k budgeti

Sent: Mán 22. Nóv 2010 20:08
af OverClocker
Samsung og reyndar Panasonic eru almennt talin bestu merkin í sjónvarpstækjum.
Ég veit ekki betur en að Bræðurnir Ormsson (sem á BT í dag) séu umboðsaðilar Samsung á Íslandi og með verkstæði sem gerir við tækin og því mjög öruggt að versla þessi tæki.