Síða 1 af 2
Apple TV sniðug kaup ?
Sent: Fös 19. Nóv 2010 19:12
af Glazier
Foreldrar mínir eru í USA, pabbi var að skoða eitthvað sem kallast Apple TV og er að spá í að kaupa svoleiðis..
Það sem mig vantar að vita er hvort þetta sé eitthvað sniðugt tæki ?
Hvað er hægt að gera í þessu ?
Get ég tengt þetta við borðtölvuna mína og sett inná þetta Full HD bíómyndir og spilað svo í sjónvarpinu ?
Ef einhver hér hefur reynslu af þessu eða getur frætt mig eitthvað um þetta væri það snilld
Kann ekkert allt of mikið í ensku svo eina sem ég gat skoðað á google voru myndir
-Geta fengið þetta á 12.000 kr. þarna úti
Re: Apple TV sniðug kaup ?
Sent: Fös 19. Nóv 2010 19:23
af Revenant
Þetta er tæki til að streama þætti og bíómyndir úr iTunes (Store) eða frá Netflix. Í raun sjónvarpsflakkari mínus harður diskur (sem getur ekki spilað það mörg formats).
Video formats
* H.264 video up to 720p, 30 frames per second, Main Profile level 3.1 with AAC-LC audio up to 160 Kbps per channel, 48kHz, stereo audio in .m4v, .mp4, and .mov file formats
* MPEG-4 video, up to 2.5 Mbps, 640 by 480 pixels, 30 frames per second, Simple Profile with AAC-LC audio up to 160 Kbps, 48kHz, stereo audio in .m4v, .mp4, and .mov file formats
* Motion JPEG (M-JPEG) up to 35 Mbps, 1280 by 720 pixels, 30 frames per second, audio in ulaw, PCM stereo audio in .avi file format
Re: Apple TV sniðug kaup ?
Sent: Fös 19. Nóv 2010 19:26
af Glazier
Ojj hljómar ekki nógu vel fyrir mig
Re: Apple TV sniðug kaup ?
Sent: Fös 19. Nóv 2010 19:31
af Hjaltiatla
Mæli með Boxee box ef þú villt spila af tölvunni þinni
http://www.amazon.com/D-Link-DSM-380-Boxee-Box-by/dp/B0038JE07O/ref=sr_1_1?ie=UTF8&qid=1290194902&sr=8-1Þetta er að mínu mati sniðugasta græjan ef þú ætlar ekki að nýta þér að streama t.d af itunes og netflix.
Re: Apple TV sniðug kaup ?
Sent: Fös 19. Nóv 2010 19:38
af Glazier
Hljómar ágætlega..
Get ég tengt venjulegann flakkara við þetta í gegnum USB tengin og spilað af honum Full HD bíómyndir ?
Eða er þetta eingöngu ætlað til þess að spila af PC tölvunni og engu öðru ?
Re: Apple TV sniðug kaup ?
Sent: Fös 19. Nóv 2010 19:51
af Hjaltiatla
Þessi græja er með 2Xusb port.Já gætir tengt usb lykil eða flakkara við græjuna.
Þetta er svipuð græja og Apple tv og Google tv.En hún er að spila Video Formats: Adobe Flash 10.1, FLV/On2 VP6 (FLV/FV4/M4V), H.264 AVC (TS/AVI/MKV/MOV/M2TS/MP4), VC-1 (TS/AVI/MKV/WMV), MPEG-1 (DAT/MPG/MPEG), MPEG-2 (MPG/MPEG/VOB/TS/TP/ISO/IFO), MPEG-4 (MP4/AVI/MOV), DivX 3/4/5/6 (AVI/MKV), Xvid (AVI/MKV), WMV9 (WMV/ASF/DVR-MS) Sem er mun betra en google tv og apple tv supporta.
En þetta on demand tv er ekki allveg jafn öflugt hjá Boxee box.Fín fjarstýring með lyklaborði fylgir græjunni svo það er hægt að couch surfa á netinu líka
Smá review um græjuna:
http://www.youtube.com/watch?v=06PcGuf_mug
Re: Apple TV sniðug kaup ?
Sent: Fös 19. Nóv 2010 19:55
af Glazier
Snilld.
Veistu um einhverja búð í Seattle sem selur þessa græju ?
Þau koma heim á mánudags morgun svo það er ekki tími til að panta þetta á Amazon og senda á hótelið, finn þetta ekki hjá Bestbuy.com veit um svo fáar verslarnir þarna úti :/
Re: Apple TV sniðug kaup ?
Sent: Fös 19. Nóv 2010 20:07
af Hjaltiatla
Hmmm..ekki viss
Veit bara að Amazon er með þetta.
Re: Apple TV sniðug kaup ?
Sent: Fös 19. Nóv 2010 20:53
af ZoRzEr
Re: Apple TV sniðug kaup ?
Sent: Fös 19. Nóv 2010 20:56
af Glazier
ZoRzEr skrifaði:http://www.tested.com/apple-tv-2nd-generation-review/47-176/
Skoðaðu þetta. Virðist ekkert vera nein ofur græja.
Er allveg kominn inn á það að þetta Apple TV er ekki eitthvað sem ég er að leita að -.-
Þetta Boxee Box sem hjalti benti á hljómar hinsvegar vel, ég bara finn þetta hvergi í USA nema í netverslun, mamma og pabbi fara í flug á sunnudaginn svo það er ekki hægt að panta í gegnum netverslun
Re: Apple TV sniðug kaup ?
Sent: Fös 19. Nóv 2010 23:04
af FreyrGauti
Re: Apple TV sniðug kaup ?
Sent: Fös 19. Nóv 2010 23:59
af appel
SkjárBíó er betra.
Auk þess er ýmislegt að koma þar sem ég get ekki sagt frá enn. Big things.
Re: Apple TV sniðug kaup ?
Sent: Lau 20. Nóv 2010 00:09
af CendenZ
appel skrifaði:SkjárBíó er betra.
Auk þess er ýmislegt að koma þar sem ég get ekki sagt frá enn. Big things.
Loksins, bara 8 árum á eftir Bandaríkjunum
Re: Apple TV sniðug kaup ?
Sent: Lau 20. Nóv 2010 00:48
af Glazier
CendenZ skrifaði:appel skrifaði:SkjárBíó er betra.
Auk þess er ýmislegt að koma þar sem ég get ekki sagt frá enn. Big things.
Loksins, bara 8 árum á eftir Bandaríkjunum
Lol'd
Eins gott að það fari þá að koma e'ð almennilegt í staðinn fyrir þetta SkjárBíó, vonandi að þeir fari að bjóða upp á Full HD efni?
Re: Apple TV sniðug kaup ?
Sent: Lau 20. Nóv 2010 00:49
af Hjaltiatla
appel skrifaði:
SkjárBíó er betra.
Auk þess er ýmislegt að koma þar sem ég get ekki sagt frá enn. Big things.
Það er allveg jákvætt.
Finnst samt verðið hjá Skjábíó í dag ekki vera í takt við það sem t.d netflix og önnur erlend sambærileg fyrirtæki bjóða uppá. Ef þetta er í boði á réttu verði þá mun ég klárlega nýta mér þessa þjónustu hjá Skjábíó.
Re: Apple TV sniðug kaup ?
Sent: Lau 20. Nóv 2010 01:14
af appel
Nýjustu myndirnar eru á um 625 kr. í SkjáBíó.
Eldri á 425.
Og mikið af ókeypis efni.
Bara bensínkostnaður í að fara sækja og skila mynd á leigu er um 400-500 kall, allavegana. Þar fyrir utan er leigukostnaður bara sambærilegur og í SkjáBíó og á leigunum. Ég hef aldrei skilið hví fólk kvartar undan þessu verði þegar maður hugsar um hvað hitt er óþægilegt og kostar bara sama.
Netflix og Apple TV er ekki aðgengilegt fyrir Ísland, og mun aldrei verða það, þar sem löndum er skipt upp í markaðssvæði, og höfundarréttaraðilar taka aldrei í mál að eitt fyrirtæki geti dreift/miðlað svona efni alþjóðlega, þeir díla alltaf við fyrirtæki innan hvers lands/svæðis fyrir sig. Auk þess myndi netið hér á Íslandi aldrei bera slíka traffík, hvorki útlanda né innanlandssambandið. Voru einhverjir bretar að prófa þetta Apple TV dæmi í Bretlandi, og þeir þurftu að bíða í 6 klst til að hlaða inn háskerpumynd.
Þar fyrir utan er ekkert sjónvarp í þessu, Apple TV, bara vídjóleiga.
Þó það sé margt mjög áhugavert að gerast í dreifingu og miðlun á afþreyingarefni og svo gagnvirku sjónvarpi, þá eru ýmis praktísk atriði sem er ekki enn búið að leysa.
En það er rétt, Ísland er allavegana 10 árum á eftir, a.m.k. hvað varðar háskerpuvæðingu. Notkun á gagnvirku sjónvarpi og VOD er langmest hér í heiminum, hlutfallslega.
Torrent er í dag langvinsælasta aðferðin til að horfa á kvikmyndir í dag á Íslandi.
Re: Apple TV sniðug kaup ?
Sent: Lau 20. Nóv 2010 02:11
af Hjaltiatla
appel skrifaði:
Bara bensínkostnaður í að fara sækja og skila mynd á leigu er um 400-500 kall, allavegana. Þar fyrir utan er leigukostnaður bara sambærilegur og í SkjáBíó og á leigunum. Ég hef aldrei skilið hví fólk kvartar undan þessu verði þegar maður hugsar um hvað hitt er óþægilegt og kostar bara sama.
Er nú ekki að bera Skjábíó við videoleigur hér á landi,aðeins við fyrirtæki í líkingu við Netflix.
Það er mín skoðun og tel mig ekki vera að kvarta , bara nýti mér ekki þessa þjónustu ef mér líkar ekki verðið.
Re: Apple TV sniðug kaup ?
Sent: Lau 20. Nóv 2010 02:24
af Tiger
appel skrifaði:Netflix og Apple TV er ekki aðgengilegt fyrir Ísland, og mun aldrei verða það, þar sem löndum er skipt upp í markaðssvæði, og höfundarréttaraðilar taka aldrei í mál að eitt fyrirtæki geti dreift/miðlað svona efni alþjóðlega, þeir díla alltaf við fyrirtæki innan hvers lands/svæðis fyrir sig. Auk þess myndi netið hér á Íslandi aldrei bera slíka traffík, hvorki útlanda né innanlandssambandið. Voru einhverjir bretar að prófa þetta Apple TV dæmi í Bretlandi, og þeir þurftu að bíða í 6 klst til að hlaða inn háskerpumynd..
Síðan hvenær hefur þannig lagað [svæðaskipting] stoppað netverja í að fá það sem þeir vilja. Ég er með nýja Apple TV og horfi á og leigi mér það sem mig langar í þegar mig langar í. Og segja að háskerpu mynd sé 6 klst að hlaðast sýnir bara vanþekkingu á málinu. Ég leigði mér mynd áðan sem ekki er komin í bíó hérna heima ennþá og á innan við 2 mínútum gat ég byrjað að horfa og engir hnökrar og HD (meira að segja í gegnum Wi-Fi), þannig að ég hlusta ekki á svona bull.
Re: Apple TV sniðug kaup ?
Sent: Lau 20. Nóv 2010 02:26
af appel
Hjaltiatla skrifaði:appel skrifaði:
Bara bensínkostnaður í að fara sækja og skila mynd á leigu er um 400-500 kall, allavegana. Þar fyrir utan er leigukostnaður bara sambærilegur og í SkjáBíó og á leigunum. Ég hef aldrei skilið hví fólk kvartar undan þessu verði þegar maður hugsar um hvað hitt er óþægilegt og kostar bara sama.
Er nú ekki að bera Skjábíó við videoleigur hér á landi,aðeins við fyrirtæki í líkingu við Netflix.
Það er mín skoðun og tel mig ekki vera að kvarta , bara nýti mér ekki þessa þjónustu ef mér líkar ekki verðið.
We're not sure you will be able to sign up
for Netflix from your area.
You will need a valid U.S. mailing address to sign up for Netflix. Also, you will only be able to watch instantly if you are in the 50 United States or Washington, D.C. It looks like you are outside the United States. If this is incorrect, please contact your Internet provider for help. We are sorry for any inconvenience.
http://www.netflix.com/
Er hægt að bera Netflix við Skjábíó þegar Netflix er ekki aðgengilegt hér á landi?
ps. er ekkert að lesa þennan þráð sem kvörtun eða slíkt, bara skemmtilegt spjall.
Re: Apple TV sniðug kaup ?
Sent: Lau 20. Nóv 2010 02:44
af Hjaltiatla
appel skrifaði:
Er hægt að bera Netflix við Skjábíó þegar Netflix er ekki aðgengilegt hér á landi?
Mér finnst allt í lagi að bera tvær svipaðar þjónustur saman. Þá sleppir maður einfaldlega að leigja myndir hér á landi,Það getur líka hentað ef manni finnst það skárri kostur.
Re: Apple TV sniðug kaup ?
Sent: Lau 20. Nóv 2010 13:55
af Glazier
Jæja strákar..
Eigum við að halda okkur on topic ?
Mig vantar tæki sem gerir svipað/sama gagn og þetta Boxee Box by D-Link sem Hjalti benti á, eitthvað sérstakt sem menn mæla með ?
Ekki benda mér á SkjárBíó eða annað álíka drasl ég vil geta spilað Full HD bíómyndir sem ég hef downloadað sjálfur í sjónvarpinu mínu !
Það gerir maður ekki með SkjárBíó eða þessu bulli sem þið eruð að tala um
Re: Apple TV sniðug kaup ?
Sent: Lau 20. Nóv 2010 15:39
af FreyrGauti
Glazier skrifaði:Jæja strákar..
Eigum við að halda okkur on topic ?
Mig vantar tæki sem gerir svipað/sama gagn og þetta Boxee Box by D-Link sem Hjalti benti á, eitthvað sérstakt sem menn mæla með ?
Ekki benda mér á SkjárBíó eða annað álíka drasl ég vil geta spilað Full HD bíómyndir sem ég hef downloadað sjálfur í sjónvarpinu mínu !
Það gerir maður ekki með SkjárBíó eða þessu bulli sem þið eruð að tala um
WD TV Live er til þess að stream'a úr tölvunni hjá þér í sjónvarpið, spilar flest allar skráatípur. Síðan geturu líka skoðað PlayOn! HD og PlayOn! HD mini, er sjálfur með mini og mjög sáttur, eina sem mér finnst WD spilarinn hafa framm yfir hann er að geta browse'að youtube.
Re: Apple TV sniðug kaup ?
Sent: Lau 20. Nóv 2010 15:46
af Glazier
Þetta hérna tæki lookar hellvíti vel..
http://www.wdc.com/en/products/Products.asp?DriveID=891En mér sýnist ekki vera neitt USB tengi á því, sem er stór ókostur fyrir mig.. hefði viljað geta tengd flakkara/USB kubb við USB tengið á svona tæki og spilað full hd efni beint af flakkara/usb kubb
Svo væri auðvitað lang best ef þið getið bent mér á eitthvað í BestBuy
Auðvelt fyrir foreldra mína að labba þangað inn og segja bara nafnið á því sem þeim vantar kaupa og labba út í staðinn fyrir að þurfa að leita að búðum og svo að skoða tækið í búðunum þá get ég bara verið búinn að finna rétta tækið
Re: Apple TV sniðug kaup ?
Sent: Lau 20. Nóv 2010 16:37
af FreyrGauti
Það eru tvö USB 2.0 tengi á þessu, eitt að aftan og eitt að framan.
Re: Apple TV sniðug kaup ?
Sent: Sun 21. Nóv 2010 00:42
af Glazier
FreyrGauti skrifaði:Það eru tvö USB 2.0 tengi á þessu, eitt að aftan og eitt að framan.
Talaði við pabba áðan og þá var hann búinn að kaupa akkurat þetta tæki
Nú er bara að bíða fram á mánudag og sjá hvernig græjan virkar
Þessi USB tengi geta þau lesið .mkv fæla af USB kubb eða flakkara og spilað í full hd upplausn í sjónvarpi ?
Ef svo er þá er þetta beisikklí sama græjan og þetta Boxee box bara með HDD