Innflutningsgjöld á sjónvörpum?

Skjámynd

Höfundur
ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Innflutningsgjöld á sjónvörpum?

Pósturaf ManiO » Þri 16. Nóv 2010 00:43

Hver eru gjöldin á sjónvörpum? Tollar og þess háttar.


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4194
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1338
Staða: Ótengdur

Re: Innflutningsgjöld á sjónvörpum?

Pósturaf Klemmi » Þri 16. Nóv 2010 00:45

http://www.tollur.is/upload/files/calc_netverslun(22).htm

Velur þarna aðrir skjáir og sjónvarpstæki :)

Tollur 7,5%
Vörugjald 25%
Virðisaukaskattur 25,5%



Skjámynd

Höfundur
ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Innflutningsgjöld á sjónvörpum?

Pósturaf ManiO » Þri 16. Nóv 2010 00:52

Snilld, vissi ekki af þessu.

Edit: Hvað telst sem "skjáir eingöngu nothæfir fyrir tölvu"? Eru sjónvörp án móttakara flokkuð sem slíkt?


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,

wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."

Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1903
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 64
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Innflutningsgjöld á sjónvörpum?

Pósturaf emmi » Þri 16. Nóv 2010 08:10

Tæki með móttakara og/eða HDMI tengi eru flokkuð sem sjónvarpstæki eftir því sem mér er sagt. :)



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3120
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 454
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Innflutningsgjöld á sjónvörpum?

Pósturaf hagur » Þri 16. Nóv 2010 08:31

ManiO skrifaði:"skjáir eingöngu nothæfir fyrir tölvu"


Þessi skilgreining hlýtur að ná aðeins yfir þá skjái sem eru monitorar, þ.e skjái sem hafa ekki sjónvarpsmóttakara. Þar ættu tengimöguleikar ekki að skipta neinu máli.



Skjámynd

Halli25
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
Reputation: 67
Staðsetning: Hveragerði
Staða: Ótengdur

Re: Innflutningsgjöld á sjónvörpum?

Pósturaf Halli25 » Þri 16. Nóv 2010 09:19

hagur skrifaði:
ManiO skrifaði:"skjáir eingöngu nothæfir fyrir tölvu"


Þessi skilgreining hlýtur að ná aðeins yfir þá skjái sem eru monitorar, þ.e skjái sem hafa ekki sjónvarpsmóttakara. Þar ættu tengimöguleikar ekki að skipta neinu máli.

Rangt, tollurinn flokkar skjái með hátölurum og með hdmi tengi sem skjái sem hægt er að nota við annað en tölvur og því sömu tollar og á sjónvörp... bjánalegt ég veit #-o


Starfsmaður @ IOD

Skjámynd

Höfundur
ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Innflutningsgjöld á sjónvörpum?

Pósturaf ManiO » Þri 16. Nóv 2010 09:50

faraldur skrifaði:
hagur skrifaði:
ManiO skrifaði:"skjáir eingöngu nothæfir fyrir tölvu"


Þessi skilgreining hlýtur að ná aðeins yfir þá skjái sem eru monitorar, þ.e skjái sem hafa ekki sjónvarpsmóttakara. Þar ættu tengimöguleikar ekki að skipta neinu máli.

Rangt, tollurinn flokkar skjái með hátölurum og með hdmi tengi sem skjái sem hægt er að nota við annað en tölvur og því sömu tollar og á sjónvörp... bjánalegt ég veit #-o



Sem er glatað þar sem að 200þús kr sjónvarp verður 350 þús kr sjónvarp fyrir vikið.


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,

wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Innflutningsgjöld á sjónvörpum?

Pósturaf dori » Þri 16. Nóv 2010 10:17

faraldur skrifaði:Rangt, tollurinn flokkar skjái með hátölurum og með hdmi tengi sem skjái sem hægt er að nota við annað en tölvur og því sömu tollar og á sjónvörp... bjánalegt ég veit #-o

Þá hefur skjárinn minn verið flokkaður svona... Andsk.

Maður verður að fara að leggja sig fram við að finna skjái án hátalara ef þetta er svona. Þar sem skjáhátalarar bjóða uppá ein verstu hljómgæði sem ég veit um (almennt, ég veit að það eru undantekningar).




kjarrig
Ofur-Nörd
Póstar: 273
Skráði sig: Sun 08. Ágú 2010 10:30
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Innflutningsgjöld á sjónvörpum?

Pósturaf kjarrig » Mið 17. Nóv 2010 10:03

Eftir því sem mér er sagt skv. starfsmanni sjónvarpsbúðar, að ef skjárinn er með HDMI tengi, þá verður hann flokkaður sem sjónvarp, skiptir engu hvort að það séu hátalarar eður ei, var mikið að spá í þessu að fá mér monitor, þar sem maður notar ekki "hátalarana" úr sjónvarpinu, en féll frá því vegna þess að skjárinn yrði flokkaður sem sjónvarp útaf HDMI tenginu.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5596
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Innflutningsgjöld á sjónvörpum?

Pósturaf appel » Mið 17. Nóv 2010 12:02

Ég keypti Símnet Plasma með HDMI.

En Símnet Plasma var fluttur inn án HDMI (og tuners), en gæjinn flutti svo HDMI kortin í tækin sér inn og kostaði spjald með 2x hdmi aukalega einhvern 10 þús kall.

Þetta gerði það að verkum að tækið kostaði mun minna en ella.

Maður þarf að kunna á kerfið sko.


Mynd
v
Mynd

Þetta er ekki hægt á venjulegum consumer tækjum úti í búð, þau koma bara forsamsett og óbreytanleg, búið að plasta vel yfir þetta allt saman.


*-*