Síða 1 af 1
HD Ready og Full HD
Sent: Þri 09. Nóv 2010 22:27
af Fylustrumpur
Sko, ég á svona sjónvarp:
http://www.lcd-compare.com/televiseur-V ... 32IE11.htmog þarna stendur að þetta er "HD Ready" og ég hef séð sjónvörp sem eru "Full HD" og ég var að pæla, hver er munurinn?
Re: HD Ready og Full HD
Sent: Þri 09. Nóv 2010 22:31
af vesley
HD ready er yfirleitt sjónvarp með upplausnina 1360x768.
Full HD er yfirleitt sjónvarp með upplausnina 1920x1080
Re: HD Ready og Full HD
Sent: Þri 09. Nóv 2010 22:38
af AntiTrust
Þér til huggunar þá er oftast erfitt að sjá mun á 720p og 1080p í 32" og minna. Ég hef alveg séð tæki sem sýna greinilegan mun, en það eru yfirleitt mikið gæðameiri tæki.
Re: HD Ready og Full HD
Sent: Þri 09. Nóv 2010 22:42
af Fylustrumpur
Þið meinið. þannig að ef ég tengi flakkara sem styður og spilar HD þá kemur ekki "Full HD" bara svona "semi HD"
Re: HD Ready og Full HD
Sent: Þri 09. Nóv 2010 22:49
af AntiTrust
Fylustrumpur skrifaði:Þið meinið. þannig að ef ég tengi flakkara sem styður og spilar HD þá kemur ekki "Full HD" bara svona "semi HD"
Tjah, þú færð 720p mynd, sem er í flokknum "HD" gæði. Þegar kemur að myndefni á 32" tæki sem horft er á í 2.5m+ fjarlægð er afar erfitt að gera greinarmun á 720p og 1080p efni - í sumum tækjum jafnvel ekki hægt, þótt þau séu FullHD.
Sem dæmi, þá er ég með skjávarpa sem er FullHD, er að varpa í 120" í ca 3.5m fjarlægð frá sófanum, og ég set ekkert fyrir mig að horfa á 720p efni fremur en 1080. Jú, vissulega sé ég mun og eltist við að sækja 1080p efni, en meira segja á svona stórum skjáfleti er munurinn ekki böggandi, og btw - ég er viðbjóðslega pikkí á mynd- og hljóðgæði.
"Semi" HD myndi vera 576p, sem er upplausn sem er aðeins í "HD" gæðaflokk í Ástralíu síðast þegar ég vissi.
Re: HD Ready og Full HD
Sent: Þri 09. Nóv 2010 23:02
af Fylustrumpur
AntiTrust skrifaði:Fylustrumpur skrifaði:Þið meinið. þannig að ef ég tengi flakkara sem styður og spilar HD þá kemur ekki "Full HD" bara svona "semi HD"
Tjah, þú færð 720p mynd, sem er í flokknum "HD" gæði. Þegar kemur að myndefni á 32" tæki sem horft er á í 2.5m+ fjarlægð er afar erfitt að gera greinarmun á 720p og 1080p efni - í sumum tækjum jafnvel ekki hægt, þótt þau séu FullHD.
Sem dæmi, þá er ég með skjávarpa sem er FullHD, er að varpa í 120" í ca 3.5m fjarlægð frá sófanum, og ég set ekkert fyrir mig að horfa á 720p efni fremur en 1080. Jú, vissulega sé ég mun og eltist við að sækja 1080p efni, en meira segja á svona stórum skjáfleti er munurinn ekki böggandi, og btw - ég er viðbjóðslega pikkí á mynd- og hljóðgæði.
"Semi" HD myndi vera 576p, sem er upplausn sem er aðeins í "HD" gæðaflokk í Ástralíu síðast þegar ég vissi.
Ok, takk, þetta svaraði spurningini minni
Re: HD Ready og Full HD
Sent: Mið 10. Nóv 2010 09:16
af appel
720p er alveg nóg. Ég er með 50" skjá og 720p er bara mjög gott. Auk þess nenni ég ekki að downloada 1080p vídjóskrám, þær eru svo gígantískar stórar miðað við 720p.
Re: HD Ready og Full HD
Sent: Fös 12. Nóv 2010 12:05
af stebbi23
ef ég man rétt þá stendur HD Ready fyrir það að sjónvarpið er með einhver ákveðin tengi og getur spilað í gegnum þau í hd gæðum, þar af leiðandi eru öll Full HD sjónvörp líka HD Ready
Re: HD Ready og Full HD
Sent: Fös 12. Nóv 2010 12:20
af AntiTrust
stebbi23 skrifaði:ef ég man rétt þá stendur HD Ready fyrir það að sjónvarpið er með einhver ákveðin tengi og getur spilað í gegnum þau í hd gæðum, þar af leiðandi eru öll Full HD sjónvörp líka HD Ready
.. Nei? Lastu ekkert af þessu sem búið er að segja hérna f. ofan?
Re: HD Ready og Full HD
Sent: Fös 12. Nóv 2010 15:29
af Hauksi
Full-HD: orð sem er/var notað af framleiðendum sjónvarpa sem hluti af þeirra markaðssetningu.
Í Evrópu eru sjónvörp skilgreind sem HD-ready og HD-ready 1080p.
http://www.answers.com/topic/hd-readyEftir einhver x mörg ár þá mun 1080p ekki þykja merkilegt!
http://www.ultrahdtv.net/
Re: HD Ready og Full HD
Sent: Fös 12. Nóv 2010 15:34
af stebbi23
AntiTrust skrifaði:stebbi23 skrifaði:ef ég man rétt þá stendur HD Ready fyrir það að sjónvarpið er með einhver ákveðin tengi og getur spilað í gegnum þau í hd gæðum, þar af leiðandi eru öll Full HD sjónvörp líka HD Ready
.. Nei? Lastu ekkert af þessu sem búið er að segja hérna f. ofan?
jújú ég las það sem var fyrir ofan og er ekki sammála því, má ég það ekki annars ?
fékk þessar upplýsingar hjá starfsmanni LG og sýnist nú þegar ég kíki á wikipedia að þetta sé nokkurnvegin rétt hjá mér.
http://en.wikipedia.org/wiki/Hd_ready
Re: HD Ready og Full HD
Sent: Fös 12. Nóv 2010 15:50
af AntiTrust
stebbi23 skrifaði:jújú ég las það sem var fyrir ofan og er ekki sammála því, má ég það ekki annars ?
fékk þessar upplýsingar hjá starfsmanni LG og sýnist nú þegar ég kíki á wikipedia að þetta sé nokkurnvegin rétt hjá mér.
http://en.wikipedia.org/wiki/Hd_ready
Jú ok, auðvitað er þetta að vissu leyti rétt hjá þér, þetta var samt frekar mikil einföldun þegar það eru komnar ítarlegri upplýsingar hér f. ofan
Það sem tæki þarf að uppfylla til þess að flokkast offically sem HD-Ready er að geta birt 720 vertical línur í widescreen aspect ratio. Það þarf ekki einu sinni að geta tekið inn digital signal, þar sem e YPbPr HD getur framkallað HD Ready mynd með analog tækni.
Re: HD Ready og Full HD
Sent: Fös 12. Nóv 2010 17:44
af stebbi23
já mundi ekki alveg hvernig þetta var, rámaði eitthvað svona í þetta
Re: HD Ready og Full HD
Sent: Fös 12. Nóv 2010 18:47
af biturk
var ekki hd ready alltaf bara helmingurinn af skjánum í hd mynd? birtis hd myndir sem lítill kassi bara
er þannig allavega á nokkrum sjónvörpum sem ég hef séð
Re: HD Ready og Full HD
Sent: Fös 12. Nóv 2010 19:24
af hakon78
Sælir drengir.
Munurinn á HD-Ready og Full-HD er ekki flókinn.
Hd-ready sjónvörp þurfa að geta sýnt 720 línur af mynd.
Full-HD sýnir 1080 línur. Báðar týpur þurfa að hafa HDMI.
Þetta er ekki flóknara en það.
Varðandi 32" og full-HD þá þarftu að sitja innan við 1.1 meter frá til að sjá alla upplausnina.
Góður hlekkur hér um upplýsingar um fjarlægð
http://s3.carltonbale.com/resolution_chart.htmlEn það eru miklu mikilvægari hlutir en upplausn þegar kemur að góðri mynd, þá er contrast þar efst í flokki.
Bestu kveðjur
Hákon