Síða 1 af 1
50Hz og 100Hz
Sent: Lau 06. Nóv 2010 18:51
af silenzer
Er einhver verulegur munur á 50Hz og 100Hz í skotleikjum og kvikmyndum?
Re: 50Hz og 100Hz
Sent: Lau 06. Nóv 2010 18:53
af Gúrú
Kvikmyndum: Nei, varla neinn, kvikmyndir eru oftast teknar upp í 23fps og sýndar í 23fps
Tölvuleikjum: Þegar ég er í FPS leikjum sem krefjast gríðarlegrar snerpu og viðbragða(Surf_Greatriver í CS:S sem dæmi)
hef ég oft verið með fps_max í 40 og ekki séð neinn mun á því og fps_max 100 í 100Hz túbu - enda flestir á 60Hz flatskjám hvort sem er.
Re: 50Hz og 100Hz
Sent: Lau 06. Nóv 2010 18:56
af silenzer
Flott er, takk fyrir þetta!
Re: 50Hz og 100Hz
Sent: Lau 06. Nóv 2010 20:06
af FriðrikH
Ég var einmitt að ræða þetta við félaga minn sem þekkir þessi mál mjög vel og hann var á því að 100hz væri waste of money nema að maður væri fótboltabuff.
Re: 50Hz og 100Hz
Sent: Lau 06. Nóv 2010 20:17
af Gúrú
FriðrikH skrifaði:Ég var einmitt að ræða þetta við félaga minn sem þekkir þessi mál mjög vel og hann var á því að 100hz væri waste of money nema að maður væri fótboltabuff.
Ef þú ætlar að nýta þér 3D þá þarftu 120hz skjá.
Re: 50Hz og 100Hz
Sent: Lau 06. Nóv 2010 21:21
af AntiTrust
Ósammála ykkur hér f. ofan.
Búinn að eiga 100hz tæki og það er ALLTAF munur að horfa á það, skiptir engu máli hvort það er þáttur, kvikmynd eða tölvuleikur. Mesti munurinn er í leikjum en það er líka gífurlegur munur á bíómyndum.
Flest tæki, eins og þetta sem ég átti eru með motion enchancer og því verða 24fps myndir mikið, mikið meira smooth, þar sem tækið emulate-ar rammana sem vantar til að gera myndina 100hz. Svo er hægt að stilla þau flest á 24p mode - en eftir að ég vandist því að horfa á allt með motion enhancer, þá er eins og öll sub-100hz tæki laggi. Allir félagar mínir voru sammála þessu eftir að hafa horft á mynd hjá mér.
Ég neyddist til að fara í 60hz tæki þar sem ég fór í 1080p varpa - en sakna 100hz sárt.
Re: 50Hz og 100Hz
Sent: Lau 06. Nóv 2010 21:24
af Gúrú
100Mhz hljómar eins og draumur miðað við lýsingarnar.
Re: 50Hz og 100Hz
Sent: Lau 06. Nóv 2010 21:28
af AntiTrust
Gúrú skrifaði:100Mhz hljómar eins og draumur miðað við lýsingarnar.
Leiðrétt.
En já, 100hz+ tæki eru draumur.
Re: 50Hz og 100Hz
Sent: Lau 06. Nóv 2010 21:39
af vesley
AntiTrust skrifaði:Gúrú skrifaði:100Mhz hljómar eins og draumur miðað við lýsingarnar.
Leiðrétt.
En já, 100hz+ tæki eru draumur.
Þannig 600hz plasmi er bara SNILLD.
Manni fer að langa í nýtt sjónvarp
Re: 50Hz og 100Hz
Sent: Lau 06. Nóv 2010 21:57
af stebbi23
Miða við þær upplýsingar sem ég hef frá Samsung þá er 600Hz á Plösmum svipað og 100Hz í öðrum tækjum.
Ef það er yfir 200 þá heitir þá yfirleitt eitthvað annað en Hz einsog t.d. hjá Samsung þá eru Plasma tækin með 600CMS(Clear Motion Rate) = 100Hz
3D tækin eru líka yfirleitt 200Hz því það er einfaldara að gera það heldur en 120Hz, 50*2 = 100, 100*2 = 200
Re: 50Hz og 100Hz
Sent: Lau 06. Nóv 2010 22:16
af Gúrú
stebbi23 skrifaði:3D tækin eru líka yfirleitt 200Hz því það er einfaldara að gera það heldur en 120Hz, 50*2 = 100, 100*2 = 200
Það er líka auðveldara að ýta bara á C og svo skrifa inn 120 en að gera 50*2*2 en hvað erum við að tala um?
Re: 50Hz og 100Hz
Sent: Lau 06. Nóv 2010 22:20
af FriðrikH
En þar sem að bíómyndir eru ekki skotnar nema í 24 fps, þá eru einhver forrit að fylla upp í "eyðurnar" í 100hz tækjunum, það er því verið að breyta myndunum og þær ekki spilaðar eins og ætlunin hjá framleiðendum væri.
Svo er náttúrulega annað mál með leikina, íþróttir og fleira sem er sennilega miklu flottara í 100 riðum.
Er ekki alger vitleysa að vera að fjárfesta í einhverjum 3D ready tækjum núna? Enginn staðall kominn á það, mismunandi gleraugu fyrir mismundi framleiðendur o.s.fv. Ég mundi allavega ekki láta mér detta í hug að eyða peningum í það í dag (eða næstu árin).
Re: 50Hz og 100Hz
Sent: Lau 06. Nóv 2010 22:27
af AntiTrust
FriðrikH skrifaði:En þar sem að bíómyndir eru ekki skotnar nema í 24 fps, þá eru einhver forrit að fylla upp í "eyðurnar" í 100hz tækjunum, það er því verið að breyta myndunum og þær ekki spilaðar eins og ætlunin hjá framleiðendum væri.
Svo er náttúrulega annað mál með leikina, íþróttir og fleira sem er sennilega miklu flottara í 100 riðum.
Er ekki alger vitleysa að vera að fjárfesta í einhverjum 3D ready tækjum núna? Enginn staðall kominn á það, mismunandi gleraugu fyrir mismundi framleiðendur o.s.fv. Ég mundi allavega ekki láta mér detta í hug að eyða peningum í það í dag (eða næstu árin).
Tjah, nei þær eru ekki spilaðar eins og framleiðandinn ætlaði. Þær verða mikið flottari
Allt sjónvarpsefni verður mikið, mikið meira smooth. Fólk þarf bara að setjast niður og horfa á myndir í 100hz til að upplifa muninn.
Persónulega, hvað varðar 3D tækni, ætla ég að bíða eftir því að þetta gleraugnabuisness detti út og 3D án hjálpartækja verði standardinn. Getur varla verið svo langt, fyrstu non-gleraugna 3D sjónvörpin eru að fara í umferð í Japan í haust.
stebbi23 skrifaði:3D tækin eru líka yfirleitt 200Hz því það er einfaldara að gera það heldur en 120Hz, 50*2 = 100, 100*2 = 200
Hmm, ertu ekki að rugla e-ð?
Minnir að þetta sé vegna þess að USA sjónvörp voru standard 60hz sem leiddi af sér 120/240hz tæki, og önnur tæki voru standard 50hz og urðu því 100/200hz.
Re: 50Hz og 100Hz
Sent: Lau 06. Nóv 2010 22:54
af Revenant
Eins og stendur
hérMany high-end LCD televisions now have a 120 or 240 Hz (current and former NTSC countries) or 100 or 200 Hz (PAL/SECAM countries) refresh rate. The rate of 120 was chosen as the least common multiple of 24 frame/s (cinema) and 30 frame/s (NTSC TV), and allows for less distortion when movies are viewed due to the elimination of telecine (3:2 pulldown). For PAL at 25 frame/s, 100 or 200 Hz is used as a fractional compromise of the least common multiple of 600 (24 x 25). Until a 600 Hz refresh rate becomes available, PAL video will speed up cinema by a small percentage (currently 1 to 4 percent). These higher refresh rates are most effective from a 24p-source video output (e.g. Blu-ray Disc), and/or scenes of fast motion.
Re: 50Hz og 100Hz
Sent: Lau 06. Nóv 2010 23:27
af Hauksi
Það besta við góð 100/120hz sjónvörp er að
það er hægt að slökkva á þeim fídus.
Það er að segja slökkva á frame-interpolation hlutanum, sér
í lagi þegar horft er á bíómyndir.
Re: 50Hz og 100Hz
Sent: Sun 07. Nóv 2010 00:07
af ronneh88
Sæll
Já það er verulegur munur á 50 og 100hz í skotleikjum. 100hz í skotleikjum ef þú vilt vera pro
.
Re: 50Hz og 100Hz
Sent: Sun 07. Nóv 2010 00:35
af Cascade
Farið í sjónvarpsbúð og biðjið um að sjá munin á 100hz og 50hz, þá (amk í góðum búðum) ætti þeir að spila fyrir ykkur video þar sem er pan-að mikið, þá sjáiði að 50hz tv-in lagga fáránlega mikið meðan 100hz tækin eru smooth
Re: 50Hz og 100Hz
Sent: Sun 07. Nóv 2010 01:13
af stebbi23
AntiTrust skrifaði:Hmm, ertu ekki að rugla e-ð?
Minnir að þetta sé vegna þess að USA sjónvörp voru standard 60hz sem leiddi af sér 120/240hz tæki, og önnur tæki voru standard 50hz og urðu því 100/200hz.
Heyrði það bara frá Samsung gæja að ástæðan fyrir því að 3D tækin væru 200Hz í evrópu væri útaf 50Hz og það væri auðveldara að doubl'a en semsagt 50x2x2 en að fá 50x2+20 til að fá næg hz fyrir 3D