Hvaða margmiðlunarspilari / sjónvarpsflakkari?
Sent: Lau 30. Okt 2010 13:50
Sælir.
Nú er ég að leita mér að spilara fyrir sjónvarpið.
Það er ýmislegt sem þarf að hafa í huga:
1. Þarf að komast inn á windows share.
2. Þarf að vera hljóðlaus (engin vifta eða slíkt)
3. Þarf að vera fyrirferðalítill
4. Þarf að spila í 720p yfir HDMI.
5. Þarf ekki að vera með innbyggðan disk, enda er ég helst að leita að spilara.
Kostur ef hann býður upp á að tengja disk með USB og með optical out.
Verðþak, 30 þúsund.
Miðað við þessa lýsingu hef ég helst horft á WDTV Live flakkarann sem er á flestum stöðum í boði á 29.000 krónur. Ég er núna með eldri gerðina af WDTV sem hefur reynst mér vel og hefur spilað mest allt það sem ég hef horft á, hefur verið með fallegt og gott notendaviðmót og komið inn á allt ofantalið fyrir utan nettenginguna.
Er eitthvað annað og betra í boði sem menn geta mælt með?
Nú er ég að leita mér að spilara fyrir sjónvarpið.
Það er ýmislegt sem þarf að hafa í huga:
1. Þarf að komast inn á windows share.
2. Þarf að vera hljóðlaus (engin vifta eða slíkt)
3. Þarf að vera fyrirferðalítill
4. Þarf að spila í 720p yfir HDMI.
5. Þarf ekki að vera með innbyggðan disk, enda er ég helst að leita að spilara.
Kostur ef hann býður upp á að tengja disk með USB og með optical out.
Verðþak, 30 þúsund.
Miðað við þessa lýsingu hef ég helst horft á WDTV Live flakkarann sem er á flestum stöðum í boði á 29.000 krónur. Ég er núna með eldri gerðina af WDTV sem hefur reynst mér vel og hefur spilað mest allt það sem ég hef horft á, hefur verið með fallegt og gott notendaviðmót og komið inn á allt ofantalið fyrir utan nettenginguna.
Er eitthvað annað og betra í boði sem menn geta mælt með?