Síða 1 af 1

Hugbúnaður f. Media Center -

Sent: Fim 28. Okt 2010 12:21
af fannar82
Afsakið ef þetta er Re-Post, en ég skimaði yfir fyrstu tvær síðurnar og gat ekki séð að það væri til almennilegur þráður um þetta.


en Hér er málið.


Með minnkandi eftirspurn á borðtölvuni minni er ég að pæla í að breyta henni í Media Center
en þar sem ég hef aldrei sett up eða kynnt mér Media Center þá datt mér í hug að þetta væri hinn fullkomni staður til að spurja spurninga :megasmile

Hvaða Forritum mæliði með ?
Eina forritið sem ég er búinn að detta á og finnst sniðugt er XBMC . http://xbmc.org
En það er kanski vert að taka það framm að þetta á að vera standalone player ég er ekki að fara nota vélina í neitt nema CENTER.

Og þarf maður ekki að vera grand á því og vera með einhverskonar fjarstýringu ?
það er varla good practice að vera með lyklaborð háf hangandi úr sjónvarpsskápnum.

Þá datt mér í hug þessi fjarstýring sem ódýr og góð lausn http://www.kisildalur.is/?p=2&id=1000


En endilega ef einhver hér er búinn að setja upp MC og getur\nennir að leiðbeina mér þá væri það frábært :happy

Re: Hugbúnaður f. Media Center -

Sent: Fim 28. Okt 2010 12:26
af Cascade
Að mínu mati kemur ekkert annað til greina en XBMC

Settu upp XBMC Live, það er xbmc á hráu ubuntu og er ekkert annað nema XBMC, bootar beint í xbmc (semsagt standalone eins og þú biður um)

Re: Hugbúnaður f. Media Center -

Sent: Fim 28. Okt 2010 12:28
af hagur
Ég hugsa að flestir hérna myndu mæla einmitt með XBMC.

Sjálfur nota ég MediaPortal. Það er rosalega configurable, en þegar maður er búinn að configga það eins og maður vill hafa það þá er það mjög smooth.

Varðandi fjarstýringar, þá hugsa ég að þessi sem þú bendir á sé svona með ódýrari kostum sem þú finnur. Ef hún virkar vel, þá bara gott mál.

Sjálfur er ég að nota Harmony One fjarstýringu sem er reyndar orðin alveg skuggalega dýr. Ég vil nota Harmony því að ég nota þessa fjarstýringu til að stýra ÖLLUM græjunum í stofunni, þar á meðal lýsingunni. Til að nota Harmony fjarstýringar með PC tölvum þarf maður reyndar smá auka vesen, þú þarft IR móttakara fyrir tölvuna og svo eitthvað software til að mappa skipanir yfir í keyboard-presses.

Re: Hugbúnaður f. Media Center -

Sent: Fim 28. Okt 2010 12:29
af FriðrikH
Ég er í svipuðu fiffi þessa dagana. Er búinn að setja upp Mythbuntu og ætla að fá mér svona:

http://www.amazon.co.uk/Rii-Wireless-Keyboard-Touchpad-Pointer/dp/B003UE52ME/ref=sr_1_1?ie=UTF8&qid=1288268779&sr=8-1

Fínt að hafa takkaborð þó svo að maður noti það frekar lítið, þú ert þó e.t.v. ekki að sækjast eftir því.

Re: Hugbúnaður f. Media Center -

Sent: Fim 28. Okt 2010 15:09
af AntiTrust
Ég er búinn að prufa nokkur "HTPC" forrit og finnst XBMC bera af. Boxee er þokkalegt reyndar en það er hugsanlega skárra fyrir þá sem vilja fá meira af uppl. inn auto, finnst XBMC gefa meiri advanced stjórn.

Ég er með Ember media manager (EMM) sett upp á servernum og nota það forrit til að dæla inn info, posters, fanart, covers og fleiru á myndir/þætti - og læt svo XBMC sækja það af servernum frekar en að láta það sækja það automatískt, þar sem ég vill hafa meiri stjórn á því hvaða myndir eru valdar.

XBMC styður líka GPU video playback acceleration, allavega á Nvidia kortum. Veit ekki hvernig hin kerfin standa að því.

Hvað varðar fjarstýringar er ég að nota tvær eins og er heima (einn fyrir XBMC í stofunni og önnur fyrir XBMC inní svefnherbergi.

Önnur er ósköp "standard" Mediacenter fjarstýring sem er í rauninni ekki optimal fyrir XBMC, en sleppur þó fyrir basic playback. Hinsvegar þyrfti að keymappa slatta af tökkum til að hafa þessa advanced glugga/options fyrir hendi með slíkri fjarstýringu.

Svo er ég með svona inní stofu, fékk hana í tæknibæ á klink :
Mynd

Hinsvegar er skortur á alt, tab, Win button og fleiri fítusar að skemma fyrir og pirra mig, svo ég er að fara að skipta yfir í Logitech DiNovo eða Logitech DiNovo Mini.