Örbylgjuloftnet og Digital Ísland


Höfundur
Bouldie
Græningi
Póstar: 28
Skráði sig: Sun 15. Mar 2009 16:24
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Örbylgjuloftnet og Digital Ísland

Pósturaf Bouldie » Þri 28. Sep 2010 10:57

Jæja nú ætla ég að koma með eina heimskulega fyrirspurn

Ætlaði að panta skjágolf stöðina á skjárinn.is en þá kom upp að myndlykillinn sem ég væri með styddi ekki þessa stöð. Það á að vera því að ég er bara með þetta tengt í venjulegt loftnet. Það er örbylgjuloftnet í íbúðinni minni, þarf ég einhverja sérstaka snúru til þess að tengja við það?




wicket
FanBoy
Póstar: 778
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Reputation: 75
Staða: Ótengdur

Re: Örbylgjuloftnet og Digital Ísland

Pósturaf wicket » Þri 28. Sep 2010 15:05

Tengir bara venjulega coax loftnetssnúru í örbylgjuloftnetið.

oftast í fjölbýlum er örbylgjuloftnetið tengt á sama innanhúss kerfi og venjulega loftnetið. Gæti verið nóg að láta afruglarann leita aftur af stöðvum.




benson
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 330
Skráði sig: Þri 30. Des 2008 21:53
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Örbylgjuloftnet og Digital Ísland

Pósturaf benson » Þri 28. Sep 2010 15:22

Vertu rólegur ég held alveg örugglega að þetta eigi að koma á fléttu 2 á UHF (venjulegt loftnet). Farðu í manual search á Digital Ísland og athugaðu signal á U28 (UHF).

Ég veit ekki hvar þessi stöð er á örbylgju en þú getur tékkað á S13 eða U48 á Digital Ísland hvort þú náir örbylgju signali (Rúv, St2 ofl á þessum muxum).




Höfundur
Bouldie
Græningi
Póstar: 28
Skráði sig: Sun 15. Mar 2009 16:24
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Örbylgjuloftnet og Digital Ísland

Pósturaf Bouldie » Þri 28. Sep 2010 16:26

Sko málið er að þegar ég ætlaði að panta stöðina á skjarinn.is, þá kom að það væri enginn myndlykill skráður á mig sem styddi þessa stöð. Samt er örbylgjuloftnet í íbúðinni og myndlykilinn á náttúrulega að styðja örbylgjuloftnet...




andr1g
Nörd
Póstar: 134
Skráði sig: Lau 29. Nóv 2003 15:58
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Örbylgjuloftnet og Digital Ísland

Pósturaf andr1g » Þri 28. Sep 2010 17:06

SkjárGolf er ekki kominn á fléttu 2 á UHF.

Hinsvegar er útsending hafin gegnum Örbylgju, spurning hvort að þetta sé einhver böggur þegar fólk reynir að panta sjálft.

Myndi einfaldlega hringja í 1414 eða 5956000 og panta símleiðis.