Síða 1 af 3

Fringe (og aðrir sjónvarpsþættir) (spoiler-alert)

Sent: Sun 26. Sep 2010 21:46
af appel
Hverjir eru að fylgjast með Fringe?

Þriðja season er byrjað þar vestra. Drullugóður fyrsti þátturinn. Sennilega bestu þættir í sjónvarpi í dag.

Re: Fringe

Sent: Sun 26. Sep 2010 21:47
af AntiTrust
Ég byrjaði að horfa á fyrstu seríu, datt svo út. Fannst þetta alltaf e-ð svo B-klassalegt. Kannski maður fari að glápa aftur á þetta.

Re: Fringe

Sent: Sun 26. Sep 2010 21:49
af vesley
Mjög fínir þættir . Sumar kenningarnar eru samt svo hræðilega fáránlegar að ég get nánast ekki gert annað en að hlægja.

Re: Fringe

Sent: Sun 26. Sep 2010 21:49
af andribolla
Ég horfði á fyrsta þáttin í fyrstu seríu, nokkuð spennandi
svo var þetta frekar Down hill from there .... kláraði samt að horfa á alla seríuna.

frekar slakir þættir mæli fremar með Sons of Anarchy
http://eztv.it/shows/255/sons-of-anarchy/
það eru eru þættir sem er algjör Drulla

Re: Fringe

Sent: Sun 26. Sep 2010 21:50
af GuðjónR
Ég horfði líka á fyrsti seríu, byrjaði á annari og datt út.
Gafst upp á Torchwood líka, fékk líka leið á Dollhouse og The Mentalist...

Re: Fringe

Sent: Sun 26. Sep 2010 21:50
af CendenZ
1. Ég horfði alltaf á X-files, og fer stundum og horfi á nokkra þætti.
2. Ég reyndi að horfa á fyrstu 3 þættina af Fringe í 1. seríu.
3. Ég gafst upp, hvaða della er þetta
4. ERU KOMNAR 3 SERÍUR AF ÞESSARI DELLU????


My 4 points, hefur þetta eitthvað skánað ??

Þegar kallinn kom út úr tölvuskjánum sagði ég stopp, hingað og ekki lengra :| -> sennilega 3 eða 4 þáttur í 1. seríu

Re: Fringe

Sent: Sun 26. Sep 2010 21:52
af vesley
CendenZ skrifaði:1. Ég horfði alltaf á X-files, og fer stundum og horfi á nokkra þætti.
2. Ég reyndi að horfa á fyrstu 3 þættina af Fringe í 1. seríu.
3. Ég gafst upp, hvaða della er þetta
4. ERU KOMNAR 3 SERÍUR AF ÞESSARI DELLU????


My 4 points, hefur þetta eitthvað skánað ??

Þegar kallinn kom út úr tölvuskjánum sagði ég stopp, hingað og ekki lengra :| -> sennilega 3 eða 4 þáttur í 1. seríu



Þetta verður verra með tímanum ;) það deyja sumir, En samt ekki og fólk fer að flakka á milli heima hægri vinstri og fleira.

Re: Fringe

Sent: Sun 26. Sep 2010 21:53
af GuðjónR
CendenZ skrifaði:1. Ég horfði alltaf á X-files, og fer stundum og horfi á nokkra þætti.
2. Ég reyndi að horfa á fyrstu 3 þættina af Fringe í 1. seríu.
3. Ég gafst upp, hvaða della er þetta
4. ERU KOMNAR 3 SERÍUR AF ÞESSARI DELLU????


My 4 points, hefur þetta eitthvað skánað ??

Þegar kallinn kom út úr tölvuskjánum sagði ég stopp, hingað og ekki lengra :| -> sennilega 3 eða 4 þáttur í 1. seríu


Nei, þetta versnaði bara.

Re: Fringe

Sent: Sun 26. Sep 2010 21:54
af Zaphod
Alveg ágætis þættir svona allavega miðað annað svona sci-fi sem er í gangi núna.

Re: Fringe

Sent: Sun 26. Sep 2010 21:56
af appel
Hvaða rugl er þetta mar... Fringe rokkar ](*,)

Þetta byrjar að verða áhugaverðara og áhugaverðara, sérstaklega seinniparts season tvö.

Just ENDURE!! :megasmile


En já, ég er að fylgjast með mörgum þáttum, en Fringe ber af.

Re: Fringe

Sent: Sun 26. Sep 2010 21:57
af GuðjónR
appel skrifaði:Hvaða rugl er þetta mar... Fringe rokkar ](*,)

Þetta byrjar að verða áhugaverðara og áhugaverðara, sérstaklega seinniparts season tvö.

Just ENDURE!! :megasmile


En já, ég er að fylgjast með mörgum þáttum, en Fringe ber af.

Spurning um að kíkja á S03E01 ...

Re: Fringe

Sent: Sun 26. Sep 2010 21:58
af appel
GuðjónR skrifaði:
appel skrifaði:Hvaða rugl er þetta mar... Fringe rokkar ](*,)

Þetta byrjar að verða áhugaverðara og áhugaverðara, sérstaklega seinniparts season tvö.

Just ENDURE!! :megasmile


En já, ég er að fylgjast með mörgum þáttum, en Fringe ber af.

Spurning um að kíkja á S03E01 ...


Blahh... það er einsog að stökkva bara inn í bls. 200 á 300 bls. skáldsögu. :catgotmyballs Verður að vera búinn að horfa á undanfarana.

Re: Fringe

Sent: Sun 26. Sep 2010 21:59
af coldcut
Fylgist með Fringe og finnst þeir skemmtilegir. Ég vona að það sé enginn sem fylgist með Fringe útaf því að tæknin og vísindin eigi við rök að styðjast, því þá er hann á villigötum.
Aðalmálið með Fringe er að mér finnst hann svo vel skrifaður, JJ Abrams er snillingur!
...svo er ekki leiðinlegra að hafa gátu í hverjum þætti.

Ég meina, ekki horfði ég (og ég vona ekki Cendenz) á X-Files því að vísindin væru svo spot on!

Re: Fringe

Sent: Sun 26. Sep 2010 22:06
af CendenZ
verst finnst mér CSI Miami og Leverage.

omg hvað leverage er mikið bull, ég fæ alveg FUUUUUUUUUUUHH RAGE þegar svarti gaurinn byrjar að hacka sig eitthvað eða gera eitthvað í tölvunni. :evil:

coldcut skrifaði:Ég meina, ekki horfði ég (og ég vona ekki Cendenz) á X-Files því að vísindin væru svo spot on!



Sko.. X-files eru ALLT öðruvísi þættir, miklu meira samsæriskenningar og eiginlega fullt af einhverju sem gæti actually gerst. (svona að einhverju leiti)

Re: Fringe

Sent: Sun 26. Sep 2010 23:03
af johnnyb
Mér fynnst Fringe góðir hafa haldið mér við efnið

En mér fanst flash forward rosalega góðir og spennandi en ekki viss að önnur sería mundi virka

annars er The Event að lofa góðu

Re: Fringe

Sent: Sun 26. Sep 2010 23:14
af appel
Er að horfa á Smallville, 10x01. Ég er bara gáttaður á því hví þeir láta leikarana ganga í gegnum þetta bull. Þeir hefðu átt að enda þetta í fimmta season.

Lex Luthor drapst víst í 8x season (leikarinn nennti þessu ekki lengur og hætti), en svo hafa þeir resurectað hann, en bara annar leikari, var víst klónaður og lítur ekki alveg rétt út :)

Bleh. Þessir þættir snúast 50% um að redda söguþræðinu og 50% um lélega dialoga. Það var tími sem mér fannst Smallville góðir, en þeir dagar eru löngu liðnir.

Re: Fringe

Sent: Sun 26. Sep 2010 23:17
af hauksinick
CendenZ skrifaði: Leverage.
omg hvað leverage er mikið bull, ég fæ alveg FUUUUUUUUUUUHH RAGE þegar svarti gaurinn byrjar að hacka sig eitthvað eða gera eitthvað í tölvunni. :evil:


Það er ekkert nema bara bull! ](*,)

Re: Fringe

Sent: Sun 26. Sep 2010 23:53
af GuðjónR
appel skrifaði:Er að horfa á Smallville, 10x01. Ég er bara gáttaður á því hví þeir láta leikarana ganga í gegnum þetta bull. Þeir hefðu átt að enda þetta í fimmta season.

Lex Luthor drapst víst í 8x season (leikarinn nennti þessu ekki lengur og hætti), en svo hafa þeir resurectað hann, en bara annar leikari, var víst klónaður og lítur ekki alveg rétt út :)

Bleh. Þessir þættir snúast 50% um að redda söguþræðinu og 50% um lélega dialoga. Það var tími sem mér fannst Smallville góðir, en þeir dagar eru löngu liðnir.


Þetta er sápuópera fyrir ameríska unglinga.

Re: Fringe

Sent: Mán 27. Sep 2010 09:18
af Daz
Ég er nýlega farinn að horfa á Fringe (eftir meðmæli vina) og er alls ekki viss um að ég nenni að halda þetta út (búinn með 5 eða 6 þætti). Ég þoli orðið ekki seríur sem hafa yfirhangandi "úberspúkiofurshitbadghostthing" (Lost, x-files, þið skiljið?). Því oftar en ekki er engin alvöru söguþráður á bak við, eða það er dregið í 7 seríur að klára að segja frá öllu (hóst hóst Lost). Þá er Leverage betra, því það er B-mynda þáttur dauðans (takið eftir sumum tæknibrellunum :D ) og yfirplottið er svo lapþunnt að það heldur manni ekkert, bara að sjá hvaða kjánagang þeim dettur í hug fyrir hvern þátt. Annars horfi ég aðalega á Dexter, House og Leverage. Læt Skjá1 duga mér með að fylgjast með því.

Re: Fringe

Sent: Mán 27. Sep 2010 09:21
af Zaphod
Svo er Stargate að byrja aftur fljótlega :) Nýja serían byrjaði nú ekkert alltof vel en skánaði eftir því sem leið á.

Re: Fringe

Sent: Mán 27. Sep 2010 09:23
af GuðjónR
Zaphod skrifaði:Svo er Stargate að byrja aftur fljótlega :) Nýja serían byrjaði nú ekkert alltof vel en skánaði eftir því sem leið á.

Já, ég var alveg að fíla þessa seríu, frekar augljóst samt að þeir voru að stela "Battlestar Galactica".

Re: Fringe

Sent: Mán 27. Sep 2010 11:20
af appel
Daz skrifaði:Ég er nýlega farinn að horfa á Fringe (eftir meðmæli vina) og er alls ekki viss um að ég nenni að halda þetta út (búinn með 5 eða 6 þætti). Ég þoli orðið ekki seríur sem hafa yfirhangandi "úberspúkiofurshitbadghostthing" (Lost, x-files, þið skiljið?). Því oftar en ekki er engin alvöru söguþráður á bak við, eða það er dregið í 7 seríur að klára að segja frá öllu (hóst hóst Lost). Þá er Leverage betra, því það er B-mynda þáttur dauðans (takið eftir sumum tæknibrellunum :D ) og yfirplottið er svo lapþunnt að það heldur manni ekkert, bara að sjá hvaða kjánagang þeim dettur í hug fyrir hvern þátt. Annars horfi ég aðalega á Dexter, House og Leverage. Læt Skjá1 duga mér með að fylgjast með því.


Það eru aðeins 2 season búin, og strax mikið búið að gerast. Þeir liggja ekkert á leyndardómnum, heldur upplýsist hann, og verður sífellt ljósari.

Ég get ekki sagt að þetta sé sambærilegt og Lost þar sem söguþráðurinn er teygður út í hið óendanlega, eða X-Files þar sem hetjurnar eru látnar eltast við drauga sem eru ekki þar.

Vissulega eru leyndardómar, en í Fringe upplýsast þeir. Svo virðist sem JJ Abrams hafi ekki viljað endurtaka Lost.



Stargate Universe er krappí sería að mínu mati. Ég elskaði og dáði SG-1 fram að season 9, en þegar Ben Browder kom þá fór allt niður. (Elskaði FarScape btw.). Atlantis var orðið að froðu, en alltílagi að horfa á þó. Stargate heimurinn er bara orðinn ofmjólkaður, of þróaður og ekki spennandi lengur að horfa á. Var skemmtilegra þegar stargeitið var nýtt og maðurinn var ekki með geimskip og laserbyssur.

Re: Fringe

Sent: Mán 27. Sep 2010 12:20
af Daz
Ætli maður verði þá ekki að gefa Fringe séns í nokkra þætti í viðbót.

Svona Lost/X-Files/Heros/(flash forward?) þættir þar sem einhver stóri-sannleikur er falinn allann tímann til að skapa einhverja spennu pirrar mig samt alveg gríðarlega í sjónvarpsþáttum, í það minnsta ef verið er að byggja upp spennu í gegnum margar seríur.

Re: Fringe

Sent: Mán 27. Sep 2010 22:44
af intenz
Ég horfði á fyrsta þáttinn af Fringe í gær úr 1. seríu and I like! Auk þess er Agent Dunham heit. :megasmile

Re: Fringe

Sent: Mán 27. Sep 2010 23:40
af Frost
Ég horfi ekki nú oft á þessa þætti en þegar ég næ þeim í sjónvarpinu er ég alveg límdur við sófann.