Síða 1 af 1

Færa litlar videospolur á stafrænt form - vantar ráð

Sent: Sun 26. Sep 2010 20:23
af Palm
Ég er með slatta af litlum video-spólum sem ég ætla að færa á stafrænt form.

Hvað þarf ég til að geta gert það?
Ég hafði hugsað mér að spila myndina bara í video-vélinni og færa einhvern veginn inn á tölvuna.

Hvaða tæki þarf ég á milli tölvunnar og video-vélarinnar?

Þarf ég ekki að fá mér sjónvarpskort ef það er ekki í tölvunni - hvernig sjónvarpskort mælið þið með fyrir svona?

Endilega gefið mér góð ráð um þetta allt saman.

Takk
Palm

Re: Færa litlar videospolur á stafrænt form - vantar ráð

Sent: Sun 26. Sep 2010 20:24
af GuðjónR
Þarft ekkert tæki, sennilega bara FireWire snúru og gott forrit.

Re: Færa litlar videospolur á stafrænt form - vantar ráð

Sent: Sun 26. Sep 2010 20:32
af Klemmi
Svona græju:
http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=1607

USB tengt og tengir bara gömlu góðu gul/rauð/hvítu snúruna í þetta og hugbúnaðurinn sem fylgir býður þér þá að taka myndefnið upp (en svo er kannski ekki vitlaust að skoða með einhvern betri hugbúnað í kjölfarið).

Re: Færa litlar videospolur á stafrænt form - vantar ráð

Sent: Sun 26. Sep 2010 20:37
af zdndz
þarft firewire snúru sem tengist frá camerunni og í tölvuna, þarft að checka hvort það er firewire tengi á tölvunni þinni, annars þarftu að kaupa kort með firewire tengi á (t.d. http://www.att.is/product_info.php?products_id=2415&osCsid=2207e2)
og svo forrit sem tekur upp þegar þú spilar video-in, veit ekki um nein frí forrit, (þau eru samt örugglega mörg þarna einhversstaðar)

Re: Færa litlar videospolur á stafrænt form - vantar ráð

Sent: Sun 26. Sep 2010 20:49
af rapport
Það fer eftir vélinni sem þú ert með...

Þú getur(misjafnt eftir vélum líklega) pumpað inn á tölvu í gegnum USB2, Windows movie maker og þá á wmv formati...

Ég hef oftar en ekki notað þá leið bara til að redda mér.

Annars er það bara sérfræðingarnir í verkið=> http://www.mbv.is

Re: Færa litlar videospolur á stafrænt form - vantar ráð

Sent: Sun 26. Sep 2010 21:46
af Palm
takk allir fyrir svörin.

ég er sko með eldgamla video-vél - held hun heiti: "panasonic MC20"

Helt það væri betra að kaupa sjónvarpskort þá gæti ég kannski notað það í eitthvað fleiri en þetta.

Re: Færa litlar videospolur á stafrænt form - vantar ráð

Sent: Sun 26. Sep 2010 23:32
af rapport
Bara spurning um að finna vél sem les spólurnar yfir á tölvuna og fá þá vél lánaða...

Þessi PAnasonic vél er líklega of gömul...

Re: Færa litlar videospolur á stafrænt form - vantar ráð

Sent: Mán 27. Sep 2010 01:52
af Danni V8
Foreldrar mínir eiga einmitt eina svona eldgamla Panasonic vél, ekki viss hvort það er akkurat MC20, en mjög svipuð í útliti.

Á henni er Video out og Audio Out RCA tengi sem ég notaði til að senda yfir í sjónvarpskort og taka upp í tölvunni. Öll gömlu fjölskyldu myndböndin, frá 1992-2006, eru komin á Digital form. Tók samt nokkuð mörg kvöld að gera þetta.

Re: Færa litlar videospolur á stafrænt form - vantar ráð

Sent: Þri 28. Sep 2010 17:48
af JReykdal
Þetta er VHS vél ef það einfaldar eitthvað pælinguna :)