Síða 1 af 1
Varðandi gæði á ADSL TV
Sent: Sun 12. Sep 2010 20:54
af fallen
Sælir drengir.
Ég fékk mér svona Sjónvarp Símans um daginn og er nokkuð ósáttur með gæðin sem þetta er að outputta.
Ég er með 40" Sony Bravia 40W4000 tæki sem skilar gjörsamlega mögnuðum myndum frá PS3 eða TviX HD flakkaranum mínum (hvort sem það sé dvd eða bluray), þannig að sjónvarpið er stendur alveg fyrir sínu.
Gaurarnir sem tengdu þetta sögðu að ég væri að fá nýjari gerð af myndlykli sem væri með bæði HDMI og SCART, þannig að ég skellti náttúrulega bara HDMI snúru í kvikindið og keyrði þetta í gang. Fyrsta vandamálið þar er að outputið er 576p og ég finn enga options valmynd til að breyta því. Hitt er að myndgæðin í þeirri upplausn eru alveg ömurleg og áhorf er mjög "ó-smooth".
Ég prófaði þá að tengja scartið og það var strax betra, en ég er samt ekki sáttur. Sportrásirnar hjá mér fylla ekki út í skjáinn (svartir rammar að ofan og neðan) og maður getur auðveldlega séð pixlana í útsendingunni. Ég var t.d. að horfa á fótboltaleik og það var ekki sjens að greina andlitin á leikmönnunum nema þegar það skiptist um myndavél sem zoomaði mjög nálægt þeim.
Mín spurning er því sú hvort ég geti gert eitthvað til að fá betri gæði í áhorfið mitt? Svo sem að geta valið output resolution.
Ég hélt að það væru ákveðin mannréttindi að fá stillinga möguleikann á raftækjunum í staðinn fyrir að það sé eitthvað "one size fits all" preset á þessu.
Re: Varðandi gæði á ADSL TV
Sent: Sun 12. Sep 2010 20:59
af AntiTrust
Sammála. Ég var ekki lengi að segja upp öllum þessum stöðvum sem ég var með í gegnum DSL TV þegar ég sá 1970's gæðin sem ég var að fá. Til hvers í fjandanum að vera með HDMI myndlykla ef þetta eru gæðin sem maður fær, í alvöru.
Það er hægt að fá fokking fótbolta í HD, en ekki stöðvar eins og National Geographic, Discovery (Nema jú í gegnum vodafone), animal Planet, etc. Fokking fáránlegt að búa á stórtæknivædda landinu Íslandi árið 2010 og þurfa að búa við þetta þegar önnurhver manneskja er komin með HD ready eða FullHD tæki heim til sín.
En það sem böggaði mig hvað allra, allra mest var að geta ekki breytt output signal ratio-inu í 16:9! Það er enginn með 4:3 nema þeir sem eru ennþá með túbusjónvörp! Þessi tæki bjóða örugglega upp á marg-margfalt fleiri möguleika frá framleiðanda, en auðvitað þarf að limmita þetta allt, sbr. þessi viðbjóðslegu íslensku viðmót sem eru farin að koma á routerana frá sumum ISP.
Re: Varðandi gæði á ADSL TV
Sent: Sun 12. Sep 2010 21:06
af Nariur
Þetta er ekki HD mynd sem þú ert að fá... deal with it
Re: Varðandi gæði á ADSL TV
Sent: Sun 12. Sep 2010 21:10
af AntiTrust
Nariur skrifaði:Þetta er ekki HD mynd sem þú ert að fá... deal with it
Useful comment.
Það er bara kjánalegt að það sé í boði að fá eina eða tvær stöðvar í HD, og eins og er er bara hægt að fá Discovery í HD hjá vodafone síðast þegar ég vissi. Það er greinilega hægt og í boði fyrir ISPana hérna heima að taka inn HD stöðvar, afhverju ekki að gera það? Línurnar hjá mörgum ef ekki flestum höndla það, tala nú ekki um þegar allir á höfuðborgarsvæðinu geta verið á ljósi innan 18 mánaða.
Það er ekki eins og við séum að borga e-ð klink fyrir þessar stöðvar.
Re: Varðandi gæði á ADSL TV
Sent: Sun 12. Sep 2010 21:23
af fallen
@AntiTrust
Ætli þeir séu að senda öll merkin út í 4:3 þá eða? Það er náttúrulega aftaka vitleysa ef svo er. Var að fikta í screen settings og þar er 4:3 valmöguleiki sem skilar mér pínulitlum kassa fyrir miðjunni á þetta stórum skjá. Lítur alveg ágætlega út þegar maður er búinn að minnka myndina svona mikið, en þegar ég vel "widescreen" þá lookar þetta allt bara hálf blörrað.
@Nariur
Ég geri mér fullvel grein fyrir því að ég sé ekki að fá HD mynd, hinsvegar er ég að fá myndlykil með HDMI tengi. By default ætti ég að geta stillt á 1080p upplausn ef ég vildi. Það er algjör fásinna að láta þetta outputta 576p þótt maður sé bara með non-HD stöðvarnar því það dregur svo svaðalega úr gæðunum. Slepptu svo þessum hroka eða vertu annarsstaðar.
Re: Varðandi gæði á ADSL TV
Sent: Sun 12. Sep 2010 21:32
af Revenant
fallen skrifaði:Ég geri mér fullvel grein fyrir því að ég sé ekki að fá HD mynd, hinsvegar er ég að fá myndlykil með HDMI tengi. By default ætti ég að geta stillt á 1080p upplausn ef ég vildi. Það er algjör fásinna að láta þetta outputta 576p þótt maður sé bara með non-HD stöðvarnar því það dregur svo svaðalega úr gæðunum. Slepptu svo þessum hroka eða vertu annarsstaðar.
HDMI segir bara að þú getur fengið
allt að 1920×1200p60 mynd í gegnum kapalinn (m.v. fyrstu útgáfu). Tæki gæti þessvegna haft HDMI tengi en sent út 320x288 pixla vegna þess að það er ódýrara að hafa svoleiðis tengi heldur en tengi X.
Re: Varðandi gæði á ADSL TV
Sent: Sun 12. Sep 2010 21:37
af AntiTrust
fallen skrifaði:@AntiTrust
Ætli þeir séu að senda öll merkin út í 4:3 þá eða? Það er náttúrulega aftaka vitleysa ef svo er. Var að fikta í screen settings og þar er 4:3 valmöguleiki sem skilar mér pínulitlum kassa fyrir miðjunni á þetta stórum skjá. Lítur alveg ágætlega út þegar maður er búinn að minnka myndina svona mikið, en þegar ég vel "widescreen" þá lookar þetta allt bara hálf blörrað.
Ætli stöðvarnar séu ekki bara send út í 4:3? Mig minnir það, það var ein og ein stöð sem ég gat sett í 16:9 (eða var send út í 16:9?) man það hreinlega ekki. Ég sagði þessu upp um leið og þessir þrír fríu mánuðir sem ég fékk voru liðnir, fæ nákvæmlega ekkert útúr því að horfa á þessar stöðvar sem mig langar að horfa á í 576p 4:3 gæðum í gegnum FullHD varpa sem er að varpa í 120".
Re: Varðandi gæði á ADSL TV
Sent: Sun 12. Sep 2010 21:38
af AntiTrust
Revenant skrifaði:HDMI segir bara að þú getur fengið allt að 1920×1200p60 mynd í gegnum kapalinn (m.v. fyrstu útgáfu). Tæki gæti þessvegna haft HDMI tengi en sent út 320x288 pixla vegna þess að það er ódýrara að hafa svoleiðis tengi heldur en tengi X.
Hann gerir sér örugglega grein fyrir því - hinsvegar myndi 1080p/i output þýða að aspect ratio-ið væri "rétt".
Re: Varðandi gæði á ADSL TV
Sent: Sun 12. Sep 2010 22:06
af KLyX
Ég er með HD afruglara frá sjónvarpi símans og ég gat breytt upplausninni sem er send út í sjónvarpstækið með því að ýta á menu takkann og svo rauða takkann merktan "A" á fjarstýringunni. Þar eru einnig valkostir um aspect ratio ofl.
Ég er amk. alveg sáttur við gæðin sem ég fæ eftir að hafa breytt upplausninni, allt annað en default upplausnin.
Re: Varðandi gæði á ADSL TV
Sent: Sun 12. Sep 2010 22:09
af AntiTrust
KLyX skrifaði:Ég er með HD afruglara frá sjónvarpi símans og ég gat breytt upplausninni sem er send út í sjónvarpstækið með því að ýta á menu takkann og svo rauða takkann merktan "A" á fjarstýringunni. Þar eru einnig valkostir um aspect ratio ofl.
Ég er amk. alveg sáttur við gæðin sem ég fæ eftir að hafa breytt upplausninni, allt annað en default upplausnin.
Geturu gert það á öllum stöðvum eða bara nokkrum ákveðnum?
Re: Varðandi gæði á ADSL TV
Sent: Sun 12. Sep 2010 22:36
af KLyX
AntiTrust skrifaði:KLyX skrifaði:Ég er með HD afruglara frá sjónvarpi símans og ég gat breytt upplausninni sem er send út í sjónvarpstækið með því að ýta á menu takkann og svo rauða takkann merktan "A" á fjarstýringunni. Þar eru einnig valkostir um aspect ratio ofl.
Ég er amk. alveg sáttur við gæðin sem ég fæ eftir að hafa breytt upplausninni, allt annað en default upplausnin.
Geturu gert það á öllum stöðvum eða bara nokkrum ákveðnum?
Þetta gildir þá um allar stöðvar, en þær sem senda einungis út í 4:3 verða þá með svarta kanta sitthvorum megin, eins ef stakir dagskrárliðir eru í 4:3.
Re: Varðandi gæði á ADSL TV
Sent: Sun 12. Sep 2010 22:50
af Nariur
fallen skrifaði:@Nariur
Ég geri mér fullvel grein fyrir því að ég sé ekki að fá HD mynd, hinsvegar er ég að fá myndlykil með HDMI tengi. By default ætti ég að geta stillt á 1080p upplausn ef ég vildi. Það er algjör fásinna að láta þetta outputta 576p þótt maður sé bara með non-HD stöðvarnar því það dregur svo svaðalega úr gæðunum. Slepptu svo þessum hroka eða vertu annarsstaðar.
Hvaða hroka? Ég greini mun meiri hroka í þér en nokkurntíma í mér. Ég var bara að benda á að vandamálið er eitthvað sem þú kemst aldrei nálægt því að laga. Þetta er allt sem þú færð, með tímanum verður svo byrjað að senda út HD, vertu bara þolinmóður.
Re: Varðandi gæði á ADSL TV
Sent: Sun 12. Sep 2010 23:01
af appel
Það eru gagnlegar stillingar í Menu-Rauður (A). Mjög misjafnt eftir sjónvörpum hvaða stilling er best. Sjálfur er ég bara með mpeg2 lykil og nota scart->composite, á 50" sjónvarpi. Þessi valmynd er eingöngu notuð af tæknimönnum til að laga hjá vv. með vandamál, og er því ekki "supported" sem slík. Þú getur fengið svartan skjá, en getur ýtt á gulan (C) til að lagfæra.
Annars er þetta vandamál með HD innleiðinguna, að mínu mati, íslensku sjónvarpsstöðvunum, RÚV, Stöð2, S1, að kenna. Þær hafa ekki viljað leggja út í þá fjárfestingu sem felst í HD, og nú þegar kreppa ríkir þá er HD innleiðing mjög aftarlega í forgangsröðinni. Þær hefðu átt að nýta fjármunina sem þær sólunduðu í gróðærinu til að uppfæra tækjabúnað, en spreðuðu frekar í fína fréttagauka.
Dreifingartæknin er komin, Síminn, Vodafone, o.fl., geta miðlað þessu efni. Mpeg4 myndlyklar voru komnir í dreifingu fyrir mörgum árum, svo og útsendingar á einstökum rásum. Það vantar bara íslensku stöðvarnar, þá myndi HD væðingin byrja af alvöru.
Einnig er HD efni selt sem premium efni og selt á mun hærra verði en SD efni, þetta er bara svona erlendis og lítið sem íslenskir aðilar geta gert í því.
Af öllum þessum ástæðum gæti SD verið enn í gangi á Íslandi eftir 10 ár.
Re: Varðandi gæði á ADSL TV
Sent: Mán 13. Sep 2010 00:24
af AntiTrust
appel skrifaði:Einnig er HD efni selt sem premium efni og selt á mun hærra verði en SD efni, þetta er bara svona erlendis og lítið sem íslenskir aðilar geta gert í því.
Af öllum þessum ástæðum gæti SD verið enn í gangi á Íslandi eftir 10 ár.
Eftir 10 ár verður HD efni eins og við þekkjum það í dag ekki lengur premium, eftir 10 ár verður "HD þess tíma" 4k eða 8k. Svo ætli þetta snúist ekki að e-rju leyti um hvenær HD hættir að heita premium og verður normið erlendis.
Re: Varðandi gæði á ADSL TV
Sent: Mán 13. Sep 2010 00:32
af appel
AntiTrust skrifaði:appel skrifaði:Einnig er HD efni selt sem premium efni og selt á mun hærra verði en SD efni, þetta er bara svona erlendis og lítið sem íslenskir aðilar geta gert í því.
Af öllum þessum ástæðum gæti SD verið enn í gangi á Íslandi eftir 10 ár.
Eftir 10 ár verður HD efni eins og við þekkjum það í dag ekki lengur premium, eftir 10 ár verður "HD þess tíma" 4k eða 8k. Svo ætli þetta snúist ekki að e-rju leyti um hvenær HD hættir að heita premium og verður normið erlendis.
Fyrir 5 árum hélt ég að HD-bylting á Íslandi væri rétt handan við hornið, enda HD sjónvarpstæki að streyma á markaðinn.
Staðan á Íslandi hvað útsendingu á HD efni varðar er á sama stað og fyrir 5 árum. það kæmi mér ekki á óvart að a.m.k. RÚV muni senda áfram eingöngu út í SD næstu 10 árin.
Ég vil ekki vera algjörlega bölsýnn, sennilegast væri það Stöð 2 eða SkjárEinn sem myndi ríða á vaðið og senda út íslenskt upptekið efni, sennilega Stöð2 þar sem bankarnir bakka upp það apparat, svo og er það vænt markaðslega séð að vera fyrsta áskriftarstöðin sem sendir út í HD.
Fyrir RÚV skiptir ekki máli hvort þeir sendi út í HD, SD eða svarthvítu, þeir fara ekki út í
ónauðsynleg fjárútlát.
Re: Varðandi gæði á ADSL TV
Sent: Mán 13. Sep 2010 00:48
af fallen
@KLyX
Takk kærlega fyrir þetta. Það fylgdi stórt spjald með myndlyklinum sem díteilaði hvað takkarnir á fjarstýringunni gera og að sjálfsögðu standa þessar upplýsingar ekki á honum.
Þetta er allt annað líf eftir að hafa sett í 16:9, eina sem böggar mig núna er bara það að sjá pixlana í útsendingunum. Einn af gaurunum sem setti þetta upp sagði að þessi fyrirtæki gætu hæglega hækkað gæðin (sem væri þá bitrate? eða er þetta ekki 'stream'?) í þessum útsendingum, en gerðu það ekki.
Ég prófaði að tengja aftur með HDMI kaplinum og það er mjög misjafnt hvernig sjónvarpið höndlar þessari mismunandi upplausnir sem eru í boði. Allar 1920x1080 og 1280x720 líta mjög illa út. Hinsvegar lookar 720x576i@50 mjög vel, en það er eina upplausnin sem ég fæ ekki hljóð með. Einhver sem veit eitthvað um það?
Annars sé ég lítinn sem engan mun á því að vera með þetta í SCART eða HDMI eftir að hafa sett þetta í 16:9. Þetta er flott með SCARTinu og ég næ hljóðinu þar allavega.
@appel
Hárrétt hjá þér varðandi þennan trega að innleiða HD.
Ég var með aðgang að Sky boxi í gömlu vinnunni minni og það var svolítið spes að sjá Bretana meðtaka HD. Allt í einu komu endalausar auglýsingar að segja frá HD boxinu frá þeim og HD rásunum. Núna 4 árum seinna eru þeir með möguleika á því að fá næstum því allar stöðvarnar í HD. Allar sportrásirnar eru í HD og meiraðsegja Sky Sports News er í HD. Ekki það að ég verði að horfa á kvöldfréttirnir á Stöð 2 í HD, en come on Ísland. Við erum svo langt eftirá.
Það nýjasta úti núna eru útsendingar í 3D. Ekki myndi ég voga mér að setja eitthvern tímaramma á íslenskan innflutning á því.
@Nariur
Ef ég hefði tekið þínu ráði og bara 'dílað við þetta' þá væri ég ekki kominn með skýrari mynd á tækið hjá mér. Ég var ekki að byðja um að fá BluRay gæði í gegnum myndlykilinn minn, ég var aðeins að leitast eftir því að fá stillingamöguleikana. Sem ég fann. Sem þú sagðir að væru ekki hluti af pakkanum sem ég ætti bara að sætta mig við að vera með.
Re: Varðandi gæði á ADSL TV
Sent: Mán 13. Sep 2010 01:03
af Nariur
fallen skrifaði:
@Nariur
Ef ég hefði tekið þínu ráði og bara 'dílað við þetta' þá væri ég ekki kominn með skýrari mynd á tækið hjá mér. Ég var ekki að byðja um að fá BluRay gæði í gegnum myndlykilinn minn, ég var aðeins að leitast eftir því að fá stillingamöguleikana. Sem ég fann. Sem þú sagðir að væru ekki hluti af pakkanum sem ég ætti bara að sætta mig við að vera með.
Þá hef ég misskilið vandamálið þitt, þú hljómaðir eins og að þú værir að kvarta yfir að upplausnin væri svo lág
Re: Varðandi gæði á ADSL TV
Sent: Mán 13. Sep 2010 01:08
af fallen
@Nariur
fallen skrifaði:Mín spurning er því sú hvort ég geti gert eitthvað til að fá betri gæði í áhorfið mitt? Svo sem að geta valið output resolution.
Segjum þetta gott.
Re: Varðandi gæði á ADSL TV
Sent: Mán 13. Sep 2010 08:33
af BjarkiB
Ísland er ekki einu sinni byrjað að senda út HD þegar Bretland og fleiri lönd eru komnar með nokkrar stöðvar í 3D.
Re: Varðandi gæði á ADSL TV
Sent: Mán 13. Sep 2010 10:54
af appel
fallen skrifaði:Þetta er allt annað líf eftir að hafa sett í 16:9, eina sem böggar mig núna er bara það að sjá pixlana í útsendingunum. Einn af gaurunum sem setti þetta upp sagði að þessi fyrirtæki gætu hæglega hækkað gæðin (sem væri þá bitrate? eða er þetta ekki 'stream'?) í þessum útsendingum, en gerðu það ekki.
ADSL tengingin og bandvídd skiptir ekki miklu máli hér. Í öllum tilfellum eru straumarnir í 4mbitum, þó er RÚV í aðeins hærri bitahraða. Hægt væri að auka strauminn í 6mbit, en lítil aukning myndi verða á gæðum.
Það er þrennt sem verður að hafa í huga:
1) Það skiptir miklu máli hver gæði "source" merkisins er, t.d. er mikill munur milli SkyNews og BBC LifeStyle, Star eða ARD. Einsog einhver sagði,
garbage in, garbage out. Þetta gæti batnað á sumum stöðvum ef við fáum betri source.
2) Í framtíðinni verður bitahraði ekki aukinn, heldur verður hann minnkaður! Þá verður MPEG2 skipt út fyrir MPEG4, og gæðin munu jafnframt aukast við það! Þó er nokkuð óljóst hvenær þetta verður.
Við höfum gert tilraunir með að uppskala SD rás sem HD, þ.e. úr SD (í mpeg2) yfir í HD (í mpeg4), og broadcasta sem HD. Það kemur betur út heldur en SD broadcast. Ekki er ljóst hvort við munum senda út SD rásir sem HD, það eru allskyns vandamál tengt þessu... ég ætla þó að tjékka.
3) Sjónvarpið sjálft skiptir miklu máli. Flestir sem kvarta undan pixelation eru að fara úr c.a. 28" túbusjónvarpi yfir í c.a. 42" LCD. Það er ekki hægt að bera þetta tvennt saman. Við erum með hérna niðri í vinnu allskonar tæki, og það er mikill munur á myndgæðum milli einhvers ódýrs 42" LCD tækis, eða high-end 42" Philips tækis með motion-perfect, pixel-perfect og allskyns leiðréttingaralgorithmum og filteringu.
Re: Varðandi gæði á ADSL TV
Sent: Mán 13. Sep 2010 14:54
af appel
Ekki er ljóst hvort við munum senda út SD rásir sem HD, það eru allskyns vandamál tengt þessu... ég ætla þó að tjékka.
Ég tjékkaði á þessu. Þetta er "can of worms". Við eigum allar græjur til að gera þetta, og getum tæknilega gert þetta með litlum tilkostnaði, en íslensku stöðvarnar hafa ekki áhuga á þessu, því þetta kostar eitthvað. Ekki getum við gert þetta ókeypis, því þá bannar Póst- og Fjar. okkur það af samkeppnisástæðum. Allskonar þannig bjúrókratískt rugl í kringum þetta. Semsagt, HD væðing á Íslandi deadlocked í svona bulli.
Held að ríkið þurfi að koma inn í þetta og leysa deadlockinn með einhverskonar fjárstuðningi við HD-væðinguna, bæði fyrir sjónvarpsstöðvar og dreifingaraðila.
Re: Varðandi gæði á ADSL TV
Sent: Mán 13. Sep 2010 20:29
af fallen
@appel
Takk fyrir þessar útskýringar.
Framtíðin lítur ekkert of vel út varðandi HD á Íslandi, sem er nokkuð sorglegt. Ég efast samt um að það sé mjög stór hópur sem lítur á það þannig.
Kommarnir í ríkisstjórninni eru náttúrulega ekki að fara raða þessu málefni ofarlega á lista hjá sér, þ.e.a.s. ef þetta myndi rata inn á borð hjá þeim.
Eina leiðin til þess að næla sér í HD stöðvar í dag virðist þá vera í gegnum skydigital.is, en m.v. gengið á pundinu í dag þá er það vægast sagt mjög óhagstætt.