Síða 1 af 1

Panasonic plasma sjónvarp með pixla rendur

Sent: Sun 05. Sep 2010 12:40
af Dazy crazy
Góðan daginn
Amma keypti panasonic sjónvarp fyrir held ég 2,5 árum og núna eru komnar rendur í það lóðrétt, alveg frá toppi og niðurúr, 1 er spes og 3 eru bláar, hver rönd er bara 1 pixlaröð. þessi sem er spes sést ekki þegar myndin er hvít eða svört, en sést vel á lituðum bakgrunni en er samt ekki alltaf eins á litinn held ég.
Þetta sjónvarp hefur aldrei orðið fyrir neinu hnjaski, var að spá hvort það væri eitthvað lengri pixlaábyrgð á sjónvörpum eins og sumum tölvuskjám og þá hvort þetta væri algengt. Og já, það er aldrei kveikt á því að óþörfu af því að gömlu eru mjög eldhrædd svo það hefur engin stillimynd brennt sig inní tækið.
týpan er th-37px70e
ef það hjálpar.

Kv. Dagur