Síða 1 af 1

Hjálp með val á 42" LCD sjónvarpi

Sent: Mán 12. Júl 2010 14:25
af dabbi12
Svo er mál með vexti að ég ætla að kaupa mér 42" LCD sjónvarp núna um mánaðarmótin, og ætla ég að tengja það við tölvuna mína og spila leiki á því og horfa á HD bíómyndir og þætti, og einnig nota það bara venjulega.

Ég hef verið að pæla í þessu, http://www.elko.is/elko/product_detail/ ... D420N#elko .

Ég vill varla fara yfir 200 þús kr , EN ef það er virkilega þess virði að fara rétt yfir 200 þús kr. þá myndi ég gera það, en persónulega þá lýst mér nokkuð vel á þetta tæki.

Ég hef líka verið að pæla í þessum 50Hz sem sagt er að tækið sé með, mun það hamla mig eitthvað mikið almennt að vera með 50Hz LCD sjónvarp en t.d. 100Hz LCD sjónvarp? Mun ég ekki alveg geta keyrt leiki í gegnum tölvuna í því eðlilega og jafnvel ef mér langar í console (PS3, Xbox 360) seinna einhvertímann munu leikir þá verða eitthvað hrikalega ljótir?

Re: Hjálp með val á 42" LCD sjónvarpi

Sent: Mán 12. Júl 2010 15:37
af Halli25
Ég myndi frekar taka 100Hz tæki í leiki eins og t.d. þetta hérna:
http://sm.is/index.php?sida=vara&vara=TXP42S20

Re: Hjálp með val á 42" LCD sjónvarpi

Sent: Mán 12. Júl 2010 15:41
af dabbi12
Humm ok, einhver sérstök ástæða fyrir valinu?

Ég hef heyrt alveg góða hluti um ný Plasma sjónvörp, öfugt því sem sagt var í gamla daga, að myndin brunni inn með tíma og eitthvað svoleiðis. Þannig að, já þetta lítur alveg þokkalega út þetta sjónvarp.

En geturðu sagt mér hversu mikill munur er á plasma sjónvarpinu og LG sjónvarpinu? Ég er ekkert voðalega vitur í kringum þetta.

Re: Hjálp með val á 42" LCD sjónvarpi

Sent: Mán 12. Júl 2010 17:06
af Halli25
dabbi12 skrifaði:Humm ok, einhver sérstök ástæða fyrir valinu?

Ég hef heyrt alveg góða hluti um ný Plasma sjónvörp, öfugt því sem sagt var í gamla daga, að myndin brunni inn með tíma og eitthvað svoleiðis. Þannig að, já þetta lítur alveg þokkalega út þetta sjónvarp.

En geturðu sagt mér hversu mikill munur er á plasma sjónvarpinu og LG sjónvarpinu? Ég er ekkert voðalega vitur í kringum þetta.

Eina vitlega sem ég veit er að refreshið á myndinni skiptir miklu máli í leikjum svo þú vilt ekki taka 50Hz tæki sem ghostar.
Annað er að sjón er sögu ríkari og sérstaklega í Sjónvarps og skjákaupum. Lang best að skokka niðrí Sjónvarpsmiðstöð eða Elkó og skoða græjurnar í action.

Plasminn er með miklu betri dekkri liti og skerpan er mun betri en í LCD...

Re: Hjálp með val á 42" LCD sjónvarpi

Sent: Mán 12. Júl 2010 18:11
af Carragher23
Í alvöru talað ef að stærð er ekki að hrjá þig gleymdu þessu 42 tommu tæki :)

Ég seldi mitt Full HD 42 phillips tæki og keypti mér 50 tommu plasma tæki frá panasonic og sé ekki eftir því.

Fyrir mér er full hd dáldið ripp off. Vissulega sést smá munur ef þú ferð í búðina og skoðar muninn þá finnst mér persónulega munurinn ekki vera þess virði.

Fyrir þennan pening myndi ég taka þetta: http://www.elko.is/elko/product_detail/ ... oryid=1707

Og ef að full hd er virkilega þitt thing þá þetta:

http://www.elko.is/elko/product_detail/ ... oryid=1706

Eða

http://www.elko.is/elko/product_detail/ ... oryid=1707