Síða 1 af 1

Besta HTPC/Sjónvarpsflakkari?

Sent: Mið 02. Jún 2010 22:55
af Cascade
Ég er að fara flytja til Danmerkur og nenni ekki að taka risa tölvukassann minn sem ég nota núna sem HTPC/Server og er því að skoða aðrar lausnir til að nota sem HTPC.

Tölvan sem ég er að nota núna er með Nvidia 9600gt og ég er að keyra ubuntu og XBMC og tölvan tengd við Plasmann með DVI -> HDMI snúru. Ég er að fýla þetta setup í tættlur, finnst XBMC algjör snilld, t.d. að geta spilað RAR-aða skrár er bara snilld.


En eins og ég sagði áðan þá nenni ég ekki að taka kassan með svo ég er að skoða aðrar lausnir, það sem mér líst best á núna er Acer Aspire Revo 1600/3610 og keyra XBMC á því. Myndi nota utanáliggjandi usb disk með stórum disk væntanlega til að geyma allt stuffið. Þetta er lausn sem getur spilað allt án vandræða, rar-aða skrár og notað sem server til að keyra torrent/ftp og allt þetta dót

Svo var ég að spá í "sjónvarpsflökkurum" eins og Popcorn hour og fleiri, en ég þekki þá ekki nógu vel. Ég t.d. býst við að ég gæti aldrei spilað RAR-aða skrár á þeim, sem er eiginlega algjör dealbreaker.

Svo finnst mér algjört must að geta með lappanum sótt torrent skrár, sett í "watch file" á servernum og þá eftir smá stund eða þegar ég kem aftur er það sem ég sótti tilbúið á servernum(HTPC) og ég get horft á það. Er það ekki komið í þessa popcorn hour og þá alla?



Er ég kannski búinn að svara spurningunni með því að vilja ekki að þurfa að un-RARa skrám, það er enginn sjónvarpsflakkari sem getur spilar RAR-aðar skrár?
Er einhver sem á Acer Aspire Revo 1600/3610 sem gæti sannreynt fyrir mig að spila 720p/1080p RAR-aða skrá í XBMC?

Ætti ég að skoða fleiri tölvur en Revo? Mér finnst ASROCK bara allt of dýr meðað við spekka, eða ég sé amk ekki hvað ég fæ meira í honum heldur en Revo


En endilega, endilega kommentið hérna hvað ykkur finnst besta lausnin til að spila HD dót á sjónvarpi

Re: Besta HTPC/Sjónvarpsflakkari?

Sent: Fim 03. Jún 2010 04:14
af Leviathan
Afhverju er svona mikið mál að unrara?

Edit: Nevermind :P

Re: Besta HTPC/Sjónvarpsflakkari?

Sent: Fim 03. Jún 2010 04:46
af kubbur
erfið ákvörðun, hugsa að þú sért best settur með að nota bara ferðavélina ? og tengja þá hana við sjónvarpið ef þú ætlar að taka það með þér út

svo nottla ef þú finnur gamla moddaða xbox tölvu þá var xbmc upphaflega hannað fyrir þá vél

Re: Besta HTPC/Sjónvarpsflakkari?

Sent: Fim 03. Jún 2010 07:51
af Cascade
Það er svosem ekki mesta mál í heimi að unrara, en þegar þú venst því að þurfa ekki að gera það, þá er erfitt að fara til baka. T.d ef maður sækir heilar sjónvarpsseríur

Mér finnst ekki nógu góð lausn að nota lappan, það væri svosem ágætis kreppulausn. T.d. myndi ég helst vilja geta downloadað/uploadað og fleira þótt lappinn væri ekki í gangi, eða ég úti með lappann

Re: Besta HTPC/Sjónvarpsflakkari?

Sent: Fim 03. Jún 2010 09:39
af mind
Besta sem ég hef fundið er heil tölva eða Zotac Mag(hef ekkert að gera við geisladrif) & XBMC
Aðrar lausnir virka bara frumstæðar í samanburði.

http://www.zotacusa.com/zotac-mag-hd-nd01.html
Spilar 720 & 1080 svo lengi sem þú notar VDPAU.

Veit ekki um neinn sjónvarpsflakkara sem spilar RAR.

En ég skil ekki alveg áráttuna með að spila RAR, ef þú ert með alvöru torrent forrit þá geturðu látið það afpakka eftir download. Svo geturðu látið endurnefna skráina, flokka inní safnið þitt ásamt því að uppfæra XBMC library. Allt sjálfkrafa.

Vissulega meira vandamál að setja upp en á móti er það meiri langtímalausn.

Re: Besta HTPC/Sjónvarpsflakkari?

Sent: Fim 03. Jún 2010 12:54
af GuðjónR
Ég get ekki fullyrt hvað er best þar sem ég hef ekki prófað allt :)
En ég er búinn að vera með þessa tölvu síðan í ágúst og hún er æði!

Re: Besta HTPC/Sjónvarpsflakkari?

Sent: Fim 03. Jún 2010 16:29
af corflame
En af hverju viltu taka þetta með þér? Myndi halda að væri betra að kaupa eftir að þú ert kominn til .dk

Re: Besta HTPC/Sjónvarpsflakkari?

Sent: Fim 03. Jún 2010 18:02
af Cascade
corflame skrifaði:En af hverju viltu taka þetta með þér? Myndi halda að væri betra að kaupa eftir að þú ert kominn til .dk


Sé ekki í fljóti bragði að ég hafi sagt það, planið er að selja kassann hérna og kaupa aðra græju til að replace-a hann úti

Re: Besta HTPC/Sjónvarpsflakkari?

Sent: Fim 03. Jún 2010 21:42
af corflame
Cascade skrifaði:
corflame skrifaði:En af hverju viltu taka þetta með þér? Myndi halda að væri betra að kaupa eftir að þú ert kominn til .dk


Sé ekki í fljóti bragði að ég hafi sagt það, planið er að selja kassann hérna og kaupa aðra græju til að replace-a hann úti


Sorry, ég misskildi þig greinilega.

En þegar þú ert búinn að ákveða hvað þú ætlar að fá þér, þá er gott að skoða þessa síðu: http://www.edbpriser.dk/