Síða 1 af 1

Vantar uppl./ráðl. um 42" Philips LCD sjónvarp ASAP!

Sent: Lau 22. Maí 2010 00:28
af DoofuZ
Það var nýlega smá vesen með sjónvörp hja famelíunni, fórum úr einni gamallri 28" túbu yfir í aðra á stuttum tíma og enduðum svo í eldgömlum 15" grip sem virðist bara endast og endast annað en þessi tvö 28" sem dóu bara bæði :roll:

Allavega þá er núna planið hjá pabba að skella sér í Sjónvarpsmiðstöðina á morgun og kaupa 42" LCD Pixel Precise HD Breiðtjaldssjónvarp frá Philips og þó að bæði fyrirvarinn sé mjög stuttur og litlar sem engar áhyggjur af minni hálfu yfir kaupunum þar sem ég horfi hvort sem er lítið sem ekki neitt á sjónvarp að þá vil ég samt endilega fá einhverjar upplýsingar/ráðleggingar frá ykkur :) Eru þetta góð kaup? Eitthvað sem vantar sem önnur tæki hafa? Eitthvað annað tæki á svipuðu verði sem er betra?

Svo var pabbi eitthvað að tala um að skila myndlyklinum okkar og kaupa í staðinn eitthvað box sem er bara tengt beint við tækið svo myndlykillinn sé bara í tækinu, einhver sem veit hvað það er? Á víst að kosta um 6 þúsund í Vodafone :-k

Re: Vantar uppl./ráðl. um 42" Philips LCD sjónvarp ASAP!

Sent: Lau 22. Maí 2010 02:11
af Máni Snær
Þetta tæki, 8404, er drauma tækið mitt mv. verð svo ég mæli hiklaust með því !

Re: Vantar uppl./ráðl. um 42" Philips LCD sjónvarp ASAP!

Sent: Lau 22. Maí 2010 02:31
af DoofuZ
Já, eftir að hafa skoðað manualið þá er ég bara orðinn frekar spenntur fyrir því að tengja og fikta í því! :D Og verðið á þessu er nú ekki alveg rétt þarna því það er búið að lækka aðeins meira, það kostar nefnilega bara rétt um 250 þúsund núna eins og sjá má t.d. hjá Elko, þetta er bara gjafaverð! ;)

Re: Vantar uppl./ráðl. um 42" Philips LCD sjónvarp ASAP!

Sent: Lau 22. Maí 2010 11:03
af Máni Snær
Það er á tilboði á 249.900,- hjá SM líka :) Skellið ykkur á þetta tæki, þið sjáið ekki eftir því.

Re: Vantar uppl./ráðl. um 42" Philips LCD sjónvarp ASAP!

Sent: Lau 22. Maí 2010 12:00
af mind
er SM ekki umboðsaðilinn.... held það.

Miðað við gæðin á þessu tæki veit ég ekki um neitt betra fyrir peninginn. Það væri þá ekki nema þú vildir frekar plasma en það er allt annar handleggur.

Re: Vantar uppl./ráðl. um 42" Philips LCD sjónvarp ASAP!

Sent: Lau 22. Maí 2010 17:11
af Gothiatek
DoofuZ skrifaði:Svo var pabbi eitthvað að tala um að skila myndlyklinum okkar og kaupa í staðinn eitthvað box sem er bara tengt beint við tækið svo myndlykillinn sé bara í tækinu, einhver sem veit hvað það er? Á víst að kosta um 6 þúsund í Vodafone :-k

Það er stafrænn móttakari í tækinu, þannig að með þessu boxi er hægt að stinga korti beint í til að "afrugla" stöðvar í staðinn fyrir að vera með myndlykil. Hef samt ekkert skoðað þetta nánar og er ekki með þetta svona sjálfur, en þetta er víst hægt.

Re: Vantar uppl./ráðl. um 42" Philips LCD sjónvarp ASAP!

Sent: Lau 22. Maí 2010 17:35
af DoofuZ
Já, er búinn að lesa mér aðeins til um það, þetta er callað CAM (Conditional Access Module) og á að vera hægt að smella í tækið að aftan. Pabbi kaupir svoleiðis á þriðjudaginn :)

En nú er ég búinn að setja það upp og hef verið að fikta fram og til baka og er núna að stússast eitthvað með netfídusinn á tækinu. Hef meðal annars prófað að kíkja inná Youtube en það virkaði ekki og Dailymotion fraus bara á logoinu með load bar fullann :? Svo er ég núna að reyna að streyma myndbönd eða tónlist á sjónvarpið frá Windows 7 en það er bara engan veginn að ganga :| Hvernig er einfaldast að græja það? Ég er búinn að gera enable á allt sharing dót í Media Player og svo prófaði ég að senda streymi frá vlc á ip-tölu sjónvarpsins en það virkar ekki heldur. Sjónvarpið finnur samt tölvuna mína en segir alltaf að það séu engin myndbönd inná henni en samt hef ég prófað að setja myndbönd í video library og svo er ég með haug af möppum shared. Er ég kannski ekki að fara rétt að þessu?

Re: Vantar uppl./ráðl. um 42" Philips LCD sjónvarp ASAP!

Sent: Sun 23. Maí 2010 15:49
af DoofuZ
*BÖMP* 8-[

Re: Vantar uppl./ráðl. um 42" Philips LCD sjónvarp ASAP!

Sent: Sun 23. Maí 2010 19:46
af viddi
Myndi prufa að nota TVersity

http://tversity.com/home

Re: Vantar uppl./ráðl. um 42" Philips LCD sjónvarp ASAP!

Sent: Sun 23. Maí 2010 23:26
af DoofuZ
Takk viddi! TVersity virkar 110%! Algjört snilldarforrit! :D