Síða 1 af 1

Sjónvarpsflakkari og Mac - vandamál

Sent: Mið 21. Apr 2010 22:45
af Ruffi
Var að kaupa mér TVIX R-3300. Plöggaði kvikindið við makkann minn; ræsti Disk Utility, formattaði, dældi inn á'ann kvikmyndum, plöggaði við sjónvarpið, sé notendaviðmótið en finn ekkert efni (þ.e. efnið sem ég setti inn á'ann). Get hins vegar séð efni á venjulegum flakkara sem ég tengi við sjónvaprsflakkarann með USB. Veit einhver hvernig á að leysa þetta?

Með fyrir fram þökk!

Re: Sjónvarpsflakkari og Mac - vandamál

Sent: Mið 21. Apr 2010 22:54
af AntiTrust
Þú hefur örugglega sett hann upp á vitlausu file system-i með Disk Utility.

Re: Sjónvarpsflakkari og Mac - vandamál

Sent: Mið 21. Apr 2010 23:19
af Ruffi
Oh, takk fyrir þetta - en hvað á maður að velja í Disc-Utility til að dæmið gangi upp?

Re: Sjónvarpsflakkari og Mac - vandamál

Sent: Mið 21. Apr 2010 23:21
af AntiTrust
Ruffi skrifaði:Oh, takk fyrir þetta - en hvað á maður að velja í Disc-Utility til að dæmið gangi upp?


Ætli það velti ekki á flakkaranum? Hvaða format varstu með hann í? Annars ætti þetta að ganga upp með FAT nema þú sért að setja HD myndir inná hann, efast um að þú getir formattað disk í NTFS í gegnum Mac disk utility þar sem Mac er ekki með native NTFS stuðning.