Síða 1 af 1
Hjálp!! Tól til að senda mynd/hljóð gegnum veggi?
Sent: Mán 16. Nóv 2009 20:31
af Aimar
þá er maður að fara að panta sér áskrift á stod2 eða skjánum. Núna er málið ef maður ætlar sér að nota fleiri en 1 stk sjónvarp á heimilinu undir gláp, þá verður maður að leigja annan lykil. það er á bilinu 900kr til 1100kr. Það gerir 12 - 14þús á ári.
Þá hugsa ég mer að búnaður til að flytja mynd og hljóð hljómi helviti vel því hann kostar á þessu bili.
En hvaða búnaður?
Ég fann þennan
http://www.elko.is/hljod_og_mynd/onnur_taeki/videosendar/Keypti hann í dag, því það er ekki málið að skila honum ef maður er ekki fullkomnlega sáttur. nú hef ég prufað hann og ég er ekki alglaður.
Spurningin til ykkar er þessi. Hafið þið einhverja reynslu af svona þráðlausum búnaði? einhver sem er ánægður og sáttur með starfshæfni hans?
Mig langar til að fara þessa leið en vil það ekki ef ég er ekki sáttur.
ps. Ef ég vil nota ADSL þá verð ég að nota svona búnað því að maður fær bara 1stk af myndlykli fyrir svoleiðis sendingu.
Re: Hjálp!! Tól til að senda mynd/hljóð gegnum veggi?
Sent: Mán 16. Nóv 2009 23:10
af andribolla
notaðu frekar svona mótara og sendu merkið í gegnum coax
Terra MT29 stereó mótari
http://eico.is/?item=185&v=item
Re: Hjálp!! Tól til að senda mynd/hljóð gegnum veggi?
Sent: Þri 17. Nóv 2009 00:16
af Gísli
Ef þú vilt senda hljóð og mynd þráðlaust og hafa það gott skaltu frekar fá þér auka lykil því þú verður aldrei sáttur með þráðlausrlausnir.
Coax verður alltaf lausnin sem virkar og dugar.
Get mælt mælt með Terra MT29 mjöggóður og þessi frá elnet
http://www.elnet.is/xodus_product.aspx? ... tID=999308 er senilega sá besti undir 30þ. Elnet var líka með alveg eins mótara og MT29 en bara frá Digiality ef ég man rétt á er eini munurinn á þessum tvemur að þessi frá Elnet fer upp í 112dbuv.
Það eru til minni og ódýrar sterio mótara sem duga vel á 2- til 4-falda deila og ef þú ert bara fara í gegnum vegg og ekki með neitt annað rf merki duga þeir vel.
ef þú er með Amino lykilin frá Vodafon er þolanlegur mótari í honum, ef þú velur digital ísland taktu þá bara 2 lykla
ps. ekki fara í elko farðu í Elnet eða Eico með spurningar um loftnetsmál persónulega mæli ég með Elnet.
Re: Hjálp!! Tól til að senda mynd/hljóð gegnum veggi?
Sent: Þri 17. Nóv 2009 07:30
af Aimar
Get mælt mælt með Terra MT29 mjöggóður og þessi frá elnet
http://www.elnet.is/xodus_product.aspx? ... tID=999308 er senilega sá besti undir 30þ. Elnet var líka með alveg eins mótara og MT29 en bara frá Digiality ef ég man rétt á er eini munurinn á þessum tvemur að þessi frá Elnet fer upp í 112dbuv.
Hvernig fer ég að deila ef ég er í fjölbýli? þarf maður þá ekki að fara út fyrir íbúðina og deila þar? til að ná í öll tengin í íbúðinni.
Re: Hjálp!! Tól til að senda mynd/hljóð gegnum veggi?
Sent: Þri 17. Nóv 2009 12:27
af Gísli
Fer allt eftir hvernig Coax kerfið er upp byggt í húsinu!!! og þá er helst að líta á aldur húsins og vandvirkni hönnuðs og iðnaðarmansins.
Annars er gott að hugsa þetta eins og pípulagnir straumurinn fer bara í eina átt.
Ef húsið er um 30ára eða eldra gæti verði geggnumgangur í því öllu (ein lína í gegnum allar íbúðir) og þá ef þú ert ekki síðastur á línuni er það vont.
10 til 30 ára blokk er oft gegnum gangur með stjörnukerfi þá er oft box frami á gangi fyrir 1 til 2 hæðir í einu og er á línuni skipt inna hverja íbúð fyrir sig (getur farið í 2 íbúðir eða jafnvel meira).
Í svona tilvikum helst ekki gera neit látta fagman um verkið.
nýrri hús eru oft og eiga (samkvæmt reglugerðum) að vera með stjörnu kerfi á fer ein lína í hverja íbúð inní töfluskáp/smáspennuskáp og þaðan í stjörnu í alla tengla. þá er best að draga Mix í aðal tengillinn (þar sem afruglari er) tvær línur, INN og út (best er 3 línur) inn, út, inn!
Í öllum tilvikum mæli ég með fagmanni maður með loftnetsmæli og reynslu er alltaf margfalt fljótari að leisa svona mál.
Þetta er langt frá því að vera tæmandi upplýsingar um hús kerfi þau eru næstum jafn misjöfn og eru mörg og oftast nær ekki í lag (vantar fagmensku/þekkingu bæði í hönnun og frágang)
Re: Hjálp!! Tól til að senda mynd/hljóð gegnum veggi?
Sent: Þri 17. Nóv 2009 12:31
af andribolla
get ekki betur séð að Eico séu með þennan mótara á 23 þusund
en hvað varðar tenginuna á þessu,
þá fer þetta eftir þvi hvort þetta sé raðtengt eða í stjörnu.
líklegast er þetta tengt með raðtenginu innan íbúða í blokk en í stjörnu inn á hverja íbúð.
þannig að þu ættir að getað farið inn á kapalinn þar sem hann kemur inn í íbúðina og deilt þessu þaðan og inn á hina tenglana í íbúðini.
Re: Hjálp!! Tól til að senda mynd/hljóð gegnum veggi?
Sent: Mið 18. Nóv 2009 21:43
af Aimar
Jæja, þá er það ákveðið. það verða 2x lyklar teknir. Hitt er ekki að ganga því að ég er í fjölbýli og of mikið vesen með þetta háaloftsdæmi.
en allavegana. Nú er bara að velja fyrir skjá 1.
er það síminn eða og vodafone?
er lyklarnir jafn góðir? ég hef verið með digital ísland og hann hefur það átt til að endurræsa sig... sem er svo sem í lagi mín vegna. en ég er að spá í mynd og hljóð.
einhverjar hugmyndir?
Re: Hjálp!! Tól til að senda mynd/hljóð gegnum veggi?
Sent: Þri 24. Nóv 2009 19:39
af Gísli
2 lyklar er Góð lausn hvort vildu versla við Símann eða vodafone það er eiginlega málið.
ég er samt ekki viss að Vodafone bjóði uppa 2 lykla nema um ljósleiðara þú þarft að athuga það!!!
Hvorugt IP-boxana er sérstök gæðavara mér fynnst minna vesen með Amino (vodafone) en síminn bíður uppá HD lykil en vodafon bara á ljósi.
Annað er verður skjár 1 frelsi á báðum stöðum og öfugt með stöð 2 frelsi eða kemur maður til með að þurfa að velja.
já og 2 lyklar yfir ADSL getur haft áhrif á netið!!!
Re: Hjálp!! Tól til að senda mynd/hljóð gegnum veggi?
Sent: Þri 24. Nóv 2009 22:39
af Aimar
ég skoðaði þetta og tók digital ísland, ogvodafone.
ég ætlaði í breiðbandið en þeirra lyklar eru uppseldir þangað til á næsta ári.