Síða 1 af 1
Spurning vegna Amino afruglara
Sent: Þri 20. Okt 2009 23:07
af joker
Góða kvöldið
Getur einhver frætt mig um hvernig ég tengi Amino afruglara inn á sjónvarpskerfið í húsinu mínu ?
Re: Spurning vegna Amino afruglara
Sent: Þri 20. Okt 2009 23:25
af benson
Þarft að skrúfa f-tengi til að geta tengt venjulega loftnetssnúru á out tengið. Eða þá fá þér loftnetssnúru með tengi sem skrúfast upp á amino. Ef þú ert með deili í smáspennutöflunni þá þarftu að breyta honum þannnig að amino fari inn og restin út þar sem þú ætlar að tengja sjónvörp inn á.
Re: Spurning vegna Amino afruglara
Sent: Þri 20. Okt 2009 23:51
af joker
Takk fyrir þetta
benson skrifaði:Þarft að skrúfa f-tengi til að geta tengt venjulega loftnetssnúru á out tengið. Eða þá fá þér loftnetssnúru með tengi sem skrúfast upp á amino. Ef þú ert með deili í smáspennutöflunni þá þarftu að breyta honum þannnig að amino fari inn og restin út þar sem þú ætlar að tengja sjónvörp inn á.
Re: Spurning vegna Amino afruglara
Sent: Mið 21. Okt 2009 08:26
af benson
No prob, gleymdi að taka það fram að þegar þú leitar á hinum sjónvörpunum þá er amino á ch 33 (567mhz). Þú getur breytt því í stillingum undir útgangsrás.