Síða 1 af 1

Verslun með hátalarastanda

Sent: Mið 23. Sep 2009 10:22
af Gothiatek
Er að vinna í að koma mér upp almennilegu heimabíói...meðan ég bíð eftir að magnarinn komi til landsins er ég að koma hátölurunum fyrir.

Er að spá hvað sé best að gera fyrir bakhátalarana. Hefur einhver rekist á verslun sem selur hátalarastanda...bakhátalarnir mínir eru 213x300 mm og 10 kg, þannig að þetta þarf að vera almennilegur standur. Bý ekki á höfuðborgarsvæðinu og nenni ekki að hringja í allar verslanir sem mér dettur í hug..

Allar ábendingar um staði sem gætu selt svona vel þegnar. Einnig ef menn hafa ferskar hugmyndir um hvernig sé hægt að gera þetta, t.d. rekist á góða hillu með veggfestingu sem höndlar svona flykki...

Re: Verslun með hátalarastanda

Sent: Mið 23. Sep 2009 10:43
af viddi
Myndi prófa Sjónvarpsmiðstöðina og Hljóðfærahúsið