Síða 1 af 1

Sjónvarp í tölvuna án útiloftnets

Sent: Mán 14. Sep 2009 20:59
af stekkjastaur
Sælir,
ég er að pæla í að fá mér sjónvarpskort til að geta horft á TV í tölvunni.
Ég vil henda út sjónvarpinu og vildi helst losna við að nota útiloftnet. Og eitt enn. Ég vil ekki downloada þessu gegnum netið v. niðurhalstakmarkana.

Kort eins og þetta hér:

http://www.computer.is/vorur/1989

hvernig virkar þetta? Tengi ég þetta bara í USB og svo þetta litla loftnet sem fylgir með og er þá komið sjónvarp í tölvuna líkt og ég sé að downloada streymi af t.d. ruv.is?

Hefur einhver hérna reynslu af hvernig sambandið er í svona lítil loftnet?

Aukaókeypisstöðvarnar eru bara bónus fyrir mig. Mig vantar aðallega þessar íslensku.

Re: Sjónvarp í tölvuna án útiloftnets

Sent: Mán 14. Sep 2009 21:55
af AngryMachine
Svona kort virkar þannig að þú tengir það í gegnum USB, setur upp viðeigandi rekla og svo er einhver hugbúnaður sem höndlar merkið úr kortinu. En hugbúnaðurinn er þá 'sjónvarpið' þitt, þar stillir þú inn stöðvarnar, stjórnar upptöku og hvaðeina.

Ég hef notað tvær mismunandi tegundir af svona USB TV kortum. Báðar voru með ca. 25 cm. útdraganlegu inniloftneti og ég verð að segja að reynslan hefur verið ansi góð. Ég næ RÚV og S1 í fínum gæðum, ekkert hökt eða önnur leiðindi, næ einhverjum útvarpsstöðvum líka. Það eru væntanlega margir mismunandi þættir sem hafa áhrif á það hversu gott signal þú færð, þannig að ég get bara sagt hvernig þetta hefur virkað hjá mér. Einn fyrirvari með svona kort er að þeir setja nokkuð álag á cpu. Reyndi að keyra þetta með 4. ára gamlan lappa og hann var ekki að höndla það.

Stærsti vandinn hefur verið að finna nothæfan hugbúnað, en forritin sem fylgja með þessum kortum (og ég hef notað Asus og Hauppauge kort) eru samkvæmt minni reynslu frekar glötuð. Eftir mikla leit endaði það með því að nú nota ég MediaPortal og er vel sáttur.

Re: Sjónvarp í tölvuna án útiloftnets

Sent: Fim 17. Sep 2009 23:15
af stekkjastaur
Takk fyrir þetta.
Ég er að pæla í að hella mér bara út í þetta.