Síða 1 af 1
Digital og analog
Sent: Mán 22. Jún 2009 12:29
af Dindill
Hæ, smá spurning ég á lcd sjónvarp, ég get horft á skjár einn og rúv í digital en digital ísland bara i gegnum analog stillinguna. Það er rosalegur munur að horfa á stöðvarnar í gegnum digital og analog, sérstaklega þar sem loftnetið mitt er ekki gott. Er hægt að fá Digital Ísland (stöð 2) í digital? Er þetta stillingaratriðið eða er þetta ekki hægt hér á landi?
Re: Digital og analog
Sent: Mán 22. Jún 2009 20:04
af depill
Hmm hvort ertu að tala um að horfa á Stöð 2 í gegnum sjónvarpið þitt í digital. Eða að ná inn digital signali frá Digital Íslands myndlyklinum ? ( sem virkar fyrir fleirra en bara Stöð 2 ? )
Re: Digital og analog
Sent: Mið 24. Jún 2009 09:16
af Dindill
Sæll, takk fyrir að svara mér. Ég var bara að pæla hvort það væri hægt að horfa á stöð 2 og hinar rásirnar í gegnum digital merki á sjónvarpinu.Þegar ég horfi á sjónvarpið í gegnum analog stillinguna á sjónvarpinu þá kemur smá "draugur" og óskýrt mynd. En gegnum digital stillinguna á sjónvarpinu þá eru gæðin frábær. Þarf ég að fá öðruvísi afruglara eða er þetta stillingaratriði?
Re: Digital og analog
Sent: Mið 24. Jún 2009 15:36
af depill
Sko þú ert að taka væntanlega ( nú er ég soldið að giska ) RÚV og S1 í gegnum DVB-T ( Digital ) á sjónvarpinu sem er tandurskýrt. Svo ertu væntanlega með Digital Íslands myndlykil frá Vodafone og þaðana ertu ( aftur er að giska ) með arieal kapal frá DÍ uppí Sjónvarp og ert svo að picka upp væntanlega default rásin 33 í gegnum analog signalið á sjónvarpinu.
Með því að tengja SCART->TV og horfa á EXT merkið í sjónvarpinu þínu, ætti þetta að vera frekar skýrt. Þú nærð svo Stöð 2 í gegnum Digital merkið þegar það er í opinni dagskrá sem ætti ekki að vera mikið skýrara. Ef þú vilt fara alla leið og sleppa því að hafa myndlykil, þá ef sjónvarpið þitt er með innbyggðum conax decodar ( 1% líkur svona u.þ.b ) þá geturðu hent kortinu í það, en ef það sé með CAM-module sloti ættirðu að geta keypt þér CONAX CAM-module ja allavega hef ég séð það í ELKO fyrir tæpan 18 þúsund kall og þá horfðiru og stjórnar öllu með sömu fjarstýringunni.
En ættir að ná svipuðum árangri með því að horfa á Digital Ísland myndlykilin í gegnum SCART ( án auka kostnaðar ( fyrir utan kannski scart kapalinn sem Vodafone lætur ekki með myndlyklinum ( en Skjárinn gerir það ) ) )
:Þ
Re: Digital og analog
Sent: Mið 01. Júl 2009 14:07
af Dindill
Stöð 2 er aðeins óskýr hjá mér í gegnum DÍ. Í 42" lcd tækinu mínu þá er frekar mikill munur á milli DÍ og RÚV og S1 í gegnum DVB-T. Ég bý í neðri hæð í einbýlishúsi þannig að merkið tapast þá kannski í að fara í gegnum húsið um gamlar loftnetslínur.
Ég held að ég verði þá bara að bíða eftir að DÍ bíður upp á 1080p útsendingu.
Re: Digital og analog
Sent: Fim 02. Júl 2009 22:23
af axyne
Vera með myndlykilinn scart tengdan við LCD tækið og hafa stillt á RGB
ferð í menu, pin er 0000
finna þar stillingu sem breytir úr composide yfir í RGB.