Síða 1 af 1

Media Center fjarstýring

Sent: Þri 26. Maí 2009 20:44
af Biggisteinn
Sælir/sælar, ég hef verið að leita mér að þægilegri fjarstýringu á media center-inn hjá mér, og ekki fundið neina við mitt hæfi, þarf að geta forritað nokkra hnappa á henni, t.d. þannig að einn hnappurinn framkvæmi Ctrl+F8, eitthver sem lumar á góðum hugmyndum hér?

Smá aukaspurning líka: er eitthvað media center forrit til, sem er hægt að runna k!tv gegnum? s.s. ekki þurfa loka media center til að horfa gegnum k!tvþ

Re: Media Center fjarstýring

Sent: Þri 26. Maí 2009 22:02
af hagur
Ég veit ekki hversu sveigjanleg standard MCE fjarstýringin er frá Microsoft, en hún er ódýr kostur.

Svo eru auðvitað til flottari græjur eins og Harmony línan frá Logitech.

Svo er annar möguleiki, og það er leiðin sem ég fór. Ég keypti mér USB-UIRT frá http://www.usbuirt.com. Þetta er basically lítill USB tengdur infrared sendir og móttakari fyrir tölvur. Svo náði ég mér í forrit sem heitir EventGhost sem virkar með þessu. Svo nota ég bara fjarstýringuna sem fylgdi heimabíómagnaranum mínum til að stýra tölvunni. Það virkar þannig að þú bara ýtir á hnappana sem þú vilt nota og EventGhost forritið pickar upp skipanirnar í gegnum USB-UIRT apparatið, svo seturðu bara upp macro-a. T.d þannig að ef þessi ákveðna skipun kemur inn í gegnum USB-UIRT, þá vil ég að ákveðið keystroke sé emulerað, t.d <ENTER> hnappurinn, eða <ESC> o.sv.frv. Ég er semsagt búinn að setja þetta þannig upp að þegar heimabíómagnarinn er stilltur á sjónvarpstölvu-inputtið, þá stýrir fjarstýringin MediaPortal-inu hjá mér á þennan hátt. Ég er búinn að mappa örvahnappana, escape, enter og alla helstu playback takkana yfir í keystrokes sem framkalla réttu aðgerðirnar.

Að hafa USB-UIRT unitið opnar líka ýmsa aðra möguleika t.d þá að láta tölvuna stýra græjunum sínum, sem er mjög töff :8) Ég skrifaði forritasafn til þess gera svona hluti, t.d get ég stýrt öllum græjunum heima í stofu hvaðan sem er í gegnum Internetið. Ég nota þetta mikið t.d þegar ég er inní herbergi að horfa á sjónvarpið remotely í gegnum SageTV, þá get ég stýrt græjunum inní stofu í gegnum Windows forrit sem er hluti af forritasafninu mínu. Þannig get ég t.d skipt um stöðvar, hækkað og lækkað eða svissað á milli inputta á magnaranum. Þetta virkar líka í gegnum vafra þannig að ég get t.d notað IPod touch-inn minn sem universal fjarstýringu á allt draslið.

Fyrir forvitna er hægt að sjá meira um þetta hér: http://rc.hot.is/

En já ... til að summera upp og svara spurningunni þinni: Með USB-UIRT tækinu og EventGhost forritinu geturðu notað bara hvaða IR fjarstýringu sem er til að stjórna tölvunni. Það er auðvitað háð því að þú eigir einhverja góða fjarstýringu sem þú ert ánægður með.

Re: Media Center fjarstýring

Sent: Þri 26. Maí 2009 22:40
af Biggisteinn
þakka fyrir gott svar,
ég á nefnilega MCE fjarstýringuna frá microsoft, og er alls ekki ánægður með hana.. en ætla tjekka á þessu USB-UIRT og EventGhost.

Re: Media Center fjarstýring

Sent: Þri 26. Maí 2009 22:59
af dos
ÉG á svona media center fjarstýringu og móttakara, sem ég nota með mediaportal er ekki hægt að nota augun sem fylgja móttakarunum (þau eru tvö) í staðin fyrir svona uirt móttakara.

Síðan sá ég að það eru einhverjar stillingar fyrir serial kapal í mediaportal setupinu, spurning um hvort það sé hægt að tengja tölvunna við sjónvarpið eða magnarann í gegnum serial og stjórna því þannig. Í LinuxMCE er þetta serial notað.