Ég bara verð að segja, þegar maður þarf að vita eitthvað um eitthvað tölvutengt þá eruð þið strákanir með meira vit í hausnum en megnið af þessum "gúrúum" sem þú getur googlað um allan heim. kaplar, codec's software og hardware. ég held að fólk ætti að taka Ísland til fyrirmyndar, fólk hérna veit meira um hlutina sem við erum að nota en fólkið sem hannaði það.
Ég man vel eftir þegar við modduðum Autoexec.bat fælinn þegar Win 98 var nýkomið út til að overclocka Voodoo 2 / Voodoo Banshee kortin okkar. og hvað allir urðu reiðir þegar DDR kom út.. ekki afþví það var meiri hraði heldur því þeir sögðu að þetta væri "266 Mhz" þegar öll önnur forrit sögðu "133 Mhz".. Svo eftir það fór fólk að fatta hvað DDR var.. DDR2 var lengi á leiðinni. P4 örgjörvar voru að ég held, þeir fyrstu sem í raun græddu eitthvað á DDR2. Hærri hraði þýddi hærra Latency.. DDR 400 Mhz á endanum var nánast allt orðið CL 2. .. og í raun er þetta eins í dag. meiri Mhz hraði, minna CL.. ég keypti Geil 2 X 1 GB, 1066 Mhz 5.5.5.15.35 1.8V. og Intel E8400 3.00 Ghz. og mér datt ekki til hugar að keyra þetta á tilskipuðum hraða. Örgjörvinn er á 333 X9.. ég keypti 1066 Mhz minnið í þeim eina tilgangi að keyra það á 800 Mhz seinna á lægra latency. .
og talandi um DDR þá er eins og þið vitið, FSB á Intel "45nm)" örgjörvunum eru keyrðir á Quad FSB.. s.s X4.. ég keypti 1066 minni eingöngu til að geta keyrt það á 800 Mhz seinna, 4.4.4.12.30 +0.2V eftir að ég hækkaði E8400 FSB í 400. S.S 3.6Ghz 1600 FSB, 800 Mhz Memory, 4.4.4.12.25 +0.2V..
Ok nú er ég búinn að babbla sjálfan mig hálf heilalausan .. málið er bara að ég datt aðeins útúr þessum hardware buissnes í nokkur ár. Bios stillingum, latency, og almennt hvað var í boði á þeim tíma. mér leið eins og ég væri að kaupa geimstöð þegar ég kom aftur inní þessa "einföldu" Hardware umræðu. ég meina... draslið sem sem er til í dag.. og að láta allt passa saman og "virka" er e.t.v. ekkert easy job.
Að minni hálfu eruð þið ekkert minna en snillingar í ykkar fagi og áhugamálum, og það er kannski spurning hvort við ættum ekki að stofna "review" heimasíðu um hina og þessa hluti sjálfir?. Skjákort, móðurborð og örgjörvar. Hvort sem það er Anandtech, Tomshardware, Guru3d og fleiri sem eru að tala um þessa hluti sem okkur datt í hug lööööngu áður en þú gast fengið þetta sent í pakka heim til þín.. eins og Vatnskæling.. ég og Óskar félagi minn hérna á Suðureyri bjuggum til vatnskælingu úr koparrörum og vatnskassa úr Subaru Impreza árið 1998.. það tók okkur 6 mánuði og 2 örgjörva.. númer 3 virkaði
tók 2 ár samt.. við byrjuðum á AMD Athlon 900... enduðum á AMD XP 1600, 1400 MHZ.. við gátum ekki einangrað rakan sem safnaðist á milli örgjörvans og móðurborðsins svo við ákváðum að hætta þar til við gátum komið í veg fyrir vandann. þeir sem seinna framleiddu vatnskælingar voru þá búnir að laga þennan vanda áður en við vissum svo það borgaði sig ekki lengur að búa þetta til sjálfur.. ég spilaði Quake 1 og 2 eins og allir. Quake 3 sýndi allavega hverjir gátu eitthvað og hverjir ekki! =) .. Counter Strike var skilið eftir fyrir litlu krakkana.. þessa sem gátu ekki hreyft sig og skotið á sama tíma. Verð samt að segja, CS:Source bauð uppá meira "fair play" eins langt og það nær kannski. Helmingurinn af CS:Source í dag er Anti Cheat forrit.. Cs:Source er magnaður leikur.. sem spilurum tókst að troða niður í skítinn með svindli.. bara fæ mig ekki til að spila þetta af alvöru þegar ég veit að það er 11 ára krakki hinu megin á línunni að hlæga
hehehe
ég fékk fyrst Geforce 3 skjákortið á Íslandi.. viku eftir að það var framleitt. kostaði 59.900 kr frá Tölvulistanum.. sem var nýtt fyrirtæki þá.
Ég veit bara að ef ég er ekki viss um eitthvað þá tékka ég á Guru3d.com og Anandtech.com.. kannski Tomshardware.com , Hothardware.com, Overclockerclub og svo fleirum... svo ef ég er enn í vafa, þá hlusta ég á það sem þið hafið að segja. ég tek meira mark á ykkar skoðunum en allra þeirra til samans..