Síða 1 af 1

Sjónvarpsflakkarar

Sent: Þri 20. Jan 2009 21:03
af GTi
Með hverju mælið þið sem sjónvarpsflakkara.
Hvað eigið þið og hvernig líkar ykkur við hann?

Re: Sjónvarpsflakkarar

Sent: Þri 20. Jan 2009 21:44
af depill
MacMini C2D 1,83 Ghz 1 GB RAM. Er að keyra núna OSXBMC á honum en hef líka verið að keyra Plex á honum. Vona að Plex fari að gera eithvað meira töff en þeir eru að endurbæta núna, vegna þess að mér finnst OSXBMC vera gera betri hluti @ the moment.

Þetta er ossom, get bætt svona allt að því ótakmörkuðu storage ( USB, FireWire, Network ), get alltaf uppfært softwareið ef það kemur nýtt software, fjarstýringin er mjög fín, og ég get notað hann líka sem d/l vél ( sem og ég geri ).

Helsti gallinn við þetta setup er að það var svona fairly dýrt þegar ég keypti það ( samt ekkert of, gengið var mjög fínt þá ), en er ÓGEÐSLEGA dýrt í dag :(

Re: Sjónvarpsflakkarar

Sent: Þri 20. Jan 2009 22:38
af mind
Nota mest Mediagate og Western Digital sjónvarpsflakkarana.

WD dótið er svona aðeins notendavænna fyrir fólk ókunnugt sjónvarpsflökkurum.

Mér finnst hins vegar Mediagate vera betri.

Re: Sjónvarpsflakkarar

Sent: Þri 20. Jan 2009 23:10
af antono
hvaða tungumál er þetta? held að hann meini meira svona notaru , icybox,unicorn, osfrv..

Re: Sjónvarpsflakkarar

Sent: Mið 21. Jan 2009 10:13
af coldcut
Mitt svar er IcyBox mp-303 og hefur hann reynst mér vel. Hann er stílhreinn, fer lítið fyrir honum og með því að tússa með svörtum túss yfir "On" ljósið og taka viftuna úr sambandi er þetta frábær sjónvarpsflakkari ;)

antono skrifaði:hvaða tungumál er þetta? held að hann meini meira svona notaru , icybox,unicorn, osfrv..


Algjör óþarfi að vera með einhver leiðindi, þetta er jú einu sinni síða sem fjallar nær eingöngu um tölvutengd raftæki og þráðahöfundur hlýtur að búast við svona svörum.
Menn eru bara að segja sína skoðun og upplýsa þráðarhöfund svo meiri líkur séu á því að hann velji gæðavöru.

Re: Sjónvarpsflakkarar

Sent: Mið 21. Jan 2009 10:35
af Halli25
Er með WD spilarann sem ég hreinlega elska, þarf aldrei að aftengja hann þar sem það er enginn diskur í honum. 2x usb upload á honum.

er á tilboði núna í TL með 640GB flakkara á 49.990 :)

FULL HD með HDMI tengi