Síða 1 af 1

Veggfestingar og snúrur

Sent: Fös 22. Ágú 2008 17:46
af Harvest
Já. Spurning mín er ss. sú að hvernig feliði snúrurnar úr tækinu ykkar ef þið hafið það hengt á veggnum?

Ég HATA snúrur en er með svo margt sem mig langar að tengja í græjuna.

Re: Veggfestingar og snúrur

Sent: Fös 22. Ágú 2008 18:13
af Blackened
Harvest skrifaði:Já. Spurning mín er ss. sú að hvernig feliði snúrurnar úr tækinu ykkar ef þið hafið það hengt á veggnum?

Ég HATA snúrur en er með svo margt sem mig langar að tengja í græjuna.


Ef að það er gifsveggur(bara holur að innan veggur).. þá höfum við oft þegar við setjum upp svona tæki bara borað gat með dósabor fyrir aftan sjónvarpið og síðan á bakvið skápinn og þrætt bara allar lagnir inní vegginn
Kemur alltaf mjög vel út

Annars eru fáar aðrar leiðir en að fá bara einhverja smekklega álrennu eða eitthvað upp og niður ef að þetta er steinveggur

Re: Veggfestingar og snúrur

Sent: Fös 22. Ágú 2008 18:17
af Harvest
Annars eru fáar aðrar leiðir en að fá bara einhverja smekklega álrennu eða eitthvað upp og niður ef að þetta er steinveggur


Já, snilld. Þetta er steinveggur... mjög þykkur burðarveggur :P

En ég ætla að skella svona álsúlum sitthvorumegin hugsa ég. Jafnvel smíða festingar (hillur) fyrir tækin á súlurnar.