Dvico vs Sarotech?


Höfundur
Daði29
Nörd
Póstar: 111
Skráði sig: Þri 06. Mar 2007 00:02
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Dvico vs Sarotech?

Pósturaf Daði29 » Sun 10. Ágú 2008 13:26

Daginn/kvöldið.
Er að spá í að fá mér sjónvarpsflakkara og ég hef fundið svona helst þessa tvo til að velja úr.

Annars vegar þessi, DVICO TVIX M-4100SH HDTV Nettengdur MM spilari Fyrir Sata 3.5 T Diska, og hann kostar tæpan 35.000 kall.
Mynd

Hins vegar þessi, Sarotech 570X 3.5'' Sata abigs 1080P HD Multimedia hýsing H.264, og hann kostar einnig tæpan 35.000 kall.
Mynd

- Ég vildi bara fá svona ykkar skoðun á þessu um það hvor er betri, eða ef þér líst ekkert alltof vel á báða, hvaða sjónvarpsflakkara ert þú með í huganum?



Skjámynd

andribolla
Bara að hanga
Póstar: 1544
Skráði sig: Þri 01. Júl 2008 00:00
Reputation: 17
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Dvico vs Sarotech?

Pósturaf andribolla » Sun 10. Ágú 2008 13:36

ég á allavegana svona DVICO TVIX M-4100SH ... og er ekkert smá ánægður með hann ;)

forritið í honum er mjög skemtilegt. og upfæranlegt.
netshare forritið fyrir hann stiður allt að 4 hdd
og spilar hd yfir lanið mjög vel.

annas hef eg enga reinslu af hinum spilaranum
eg veit að bróðir minn á Sarotech en ekki þessa típu
en það er annas alveg ágætur spilari.
hann gerir reyndar ekki sömu kröfur og eg ;)




halldorjonz
</Snillingur>
Póstar: 1006
Skráði sig: Þri 11. Des 2007 21:23
Reputation: 19
Staðsetning: Heima
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Dvico vs Sarotech?

Pósturaf halldorjonz » Sun 10. Ágú 2008 13:49

ég á svona sarotech.. ég tengdi harðadiskinn og setti hann eitthvernveginn á flakkarann.. og kveikti.. þá fór harðidiskurinn greinilega í eitthvða í flakkaranum og BOOM ragmagnið af húsinu, harðidiskurinn (320gb) og flakkarinn ónýtt!! 30þús kjell farinn á nokkrum vikum í ekki neitt. Spurning hvort það sé hægt að fara með hann í ábyrgð eða? keypt hjá tæknibæ




Höfundur
Daði29
Nörd
Póstar: 111
Skráði sig: Þri 06. Mar 2007 00:02
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Dvico vs Sarotech?

Pósturaf Daði29 » Mán 11. Ágú 2008 19:19

Andri, hefuru prófað að spila .mkv fæla (svona HD-fælar eða x264) sem eru yfir 1GB í stærð á Tvix 4100 spilaranum? Langar að vita hvort þeir spilast smooth á honum því ég er með nokkrar svona HD-DvD rip kvikmyndir sem eru í .mkv fælum.



Skjámynd

andribolla
Bara að hanga
Póstar: 1544
Skráði sig: Þri 01. Júl 2008 00:00
Reputation: 17
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Dvico vs Sarotech?

Pósturaf andribolla » Mán 11. Ágú 2008 19:40

heirðu já .... eg var einmitt að horfa á myndina Daylight með Stalone um daginn sem er í svona mkv formati. og sú mynd er örugla 1.4gb
og hun var að renna alveg fínt í gegn... reyndar er eg ekki með hd tv. og eg var að keira þetta i gegnum lanið

en i vetur áður en það kom upfærsla fyrir spilarann þa gekk þetta ekki, hvorki i gegnum lanið né usb.

en eg var hja felaga minum um daginn, og hann er með hd-tv og hdmi kapal a milli
og við kíktum á 2-3 myndir í mkv formatti. í gegnum lanið og þessar mínótur sem við spiluðum komu bara mjög vel út,
það er að segja myndin var ekkert að pixlast eða lagga.....

vonandi kom eg því frá mer sem þu vildir vita ;)




ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2542
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Reputation: 43
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Re: Dvico vs Sarotech?

Pósturaf ÓmarSmith » Fim 14. Ágú 2008 13:30

Ég er með fullann 500GB disk í svona TVIX 4100 flakkara og Bara myndir í 720P og 1080P, allt frá 4.4GB upp í 14GB pr. Mynd og ég hef ekki orðið var við neitt lagg á neinni mynd ennþá amk.

Það skiptir líka held ég ekki máli hvað myndin ( Fællinn ) er stór heldur bara hvernig þjappaður hann er og hvernig þú stillir output á honum.

Ef þú ert ekki með nema 720P TV þá stilliru flakkarann bara á 720P, því annars er hann bvara að skíta á sig.


Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s


Höfundur
Daði29
Nörd
Póstar: 111
Skráði sig: Þri 06. Mar 2007 00:02
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Dvico vs Sarotech?

Pósturaf Daði29 » Fim 14. Ágú 2008 18:01

Eitt samt sem ég er að spá í líka. Ég er bara með svona venjulegt kúpt 28" United sjónvarp sem ég keypti fyrir einhverjum 2-3 árum en ekkert eitthvað HD LCD flatsjónvarp sem kostar háfla milljón eða eitthvað, er ég að fara sjá mun á svona HD fælum eins og .mkv samanborið við venjulega standard .avi fæla sem eru um 700MB? Er ég að fara eyða peningnum í vitleysu með því að kaupa svona HD flakkara eins og þennann þegar ég er bara með svona venjulegt myndlampasjónvarp?



Skjámynd

andribolla
Bara að hanga
Póstar: 1544
Skráði sig: Þri 01. Júl 2008 00:00
Reputation: 17
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Dvico vs Sarotech?

Pósturaf andribolla » Fim 14. Ágú 2008 18:11

færð tátturlega ekki meiri gæði en sjónvarpið bíður upp á.



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Dvico vs Sarotech?

Pósturaf Gúrú » Fim 14. Ágú 2008 20:32

Daði29 skrifaði:Eitt samt sem ég er að spá í líka. Ég er bara með svona venjulegt kúpt 28" United sjónvarp sem ég keypti fyrir einhverjum 2-3 árum en ekkert eitthvað HD LCD flatsjónvarp sem kostar háfla milljón eða eitthvað, er ég að fara sjá mun á svona HD fælum eins og .mkv samanborið við venjulega standard .avi fæla sem eru um 700MB? Er ég að fara eyða peningnum í vitleysu með því að kaupa svona HD flakkara eins og þennann þegar ég er bara með svona venjulegt myndlampasjónvarp?


Já, myndi kalla það rugl að kaupa sér hd flakkara með 28" ekki HD sjónvarp.


Modus ponens


ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2542
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Reputation: 43
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Re: Dvico vs Sarotech?

Pósturaf ÓmarSmith » Fös 15. Ágú 2008 13:16

Hefur ekkert að gera með HD myndefni og Túbutæki, túbutækið styður bara 640x480 í upplausn, eða sirka það en HD myndir eru að lágmarki 1280x720 *( 720P ) þannig að waste of money it is ...

Fáðu þér fyrst LCD/Plasma og rabbaðu svo við okkur.


Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s


Höfundur
Daði29
Nörd
Póstar: 111
Skráði sig: Þri 06. Mar 2007 00:02
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Dvico vs Sarotech?

Pósturaf Daði29 » Fös 15. Ágú 2008 22:22

Einhver sem getur þá mælt með 'standard' sjónvarpsflakkara á góðu verði? Ekkert svakalegt úrvalið af þeim, það er eiginlega helst þessi:

Sarotech Abigs DVP370S fyrir 3.5" SATA - sem kostar 15.000 kall (Hann spilar DivX (3.x/4.x/5.x), XViD, DAT, MPG, VOB, ISO og IFO)
Mynd

- Svo eru þeir hættir að selja flakkarann sem mér leist best á þegar ég leit á þetta fyrir einhverjum mánuðum síðan, þessi hérna:

TVIX M3100U (Hann kostaði nýr ef ég man rétt eitthvað í kringum 15 þúsund kallinn)
Mynd




brynjarf
Græningi
Póstar: 47
Skráði sig: Mán 30. Júl 2007 12:48
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Dvico vs Sarotech?

Pósturaf brynjarf » Lau 16. Ágú 2008 07:42

Dvico = win
Sarotech = fail


Er sáttur með bakað 9800 GTX :)


Yank
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
Reputation: 0
Staðsetning: www.tech.is
Staða: Ótengdur

Re: Dvico vs Sarotech?

Pósturaf Yank » Sun 17. Ágú 2008 14:01

Mæli með þessum sem non HD

viewtopic.php?f=40&t=17559

Twix hefur í gegnum tíðina fengið meira hrós en þeir eiga skilið hér á landi.




Höfundur
Daði29
Nörd
Póstar: 111
Skráði sig: Þri 06. Mar 2007 00:02
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Dvico vs Sarotech?

Pósturaf Daði29 » Sun 17. Ágú 2008 18:05

Fór í Tölvulistann um daginn, hitti þar einhverja sérfræðinga og spurði þá álits um sjónvarpsflakkarana sem þeir væru með, og þeir vildu meina það að TViXinn væri mjög góður og mjög lítið um bilanir, um Sarotechinn höfðu þeir það sama að segja en Icy Boxinn var ekki í uppáhaldi hjá þeim, sögðu hann hafa komið þónokkrum sinnum til þeirra vegna bilana...




brynjarf
Græningi
Póstar: 47
Skráði sig: Mán 30. Júl 2007 12:48
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Dvico vs Sarotech?

Pósturaf brynjarf » Sun 17. Ágú 2008 18:26

tvix er klárlega besti flakkarinn á markaðinum í dag, það er ekki spurning. Þegar fólk er óánægt með hann er það venjulega útaf kunnáttuleysi. Ég vinn við það að selja svona græjur og hef selt yfir 100 svona tvix, hef ekki fengið eitt stykki inn til mín aftur.


Er sáttur með bakað 9800 GTX :)


Höfundur
Daði29
Nörd
Póstar: 111
Skráði sig: Þri 06. Mar 2007 00:02
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Dvico vs Sarotech?

Pósturaf Daði29 » Sun 17. Ágú 2008 22:21

brynjarf skrifaði:tvix er klárlega besti flakkarinn á markaðinum í dag, það er ekki spurning. Þegar fólk er óánægt með hann er það venjulega útaf kunnáttuleysi. Ég vinn við það að selja svona græjur og hef selt yfir 100 svona tvix, hef ekki fengið eitt stykki inn til mín aftur.

En hefuru verið að selja Sarotech(inn)?




brynjarf
Græningi
Póstar: 47
Skráði sig: Mán 30. Júl 2007 12:48
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Dvico vs Sarotech?

Pósturaf brynjarf » Sun 17. Ágú 2008 22:50

Daði29 skrifaði:
brynjarf skrifaði:tvix er klárlega besti flakkarinn á markaðinum í dag, það er ekki spurning. Þegar fólk er óánægt með hann er það venjulega útaf kunnáttuleysi. Ég vinn við það að selja svona græjur og hef selt yfir 100 svona tvix, hef ekki fengið eitt stykki inn til mín aftur.

En hefuru verið að selja Sarotech(inn)?


Já ég hef verið að selja hann og hann er alls ekki að koma nógu vel út. Það er alveg ástæða fyrir afhverju við segjum þetta. Það er ekki að við viljum að þú kaupir dýrari græju, heldur vill maður að kúnninn sé ánægður með það sem hann kaupir. Fátt leiðinlegra en að vera kominn með nýja græju heim og svo fer hún að klikka aðeins seinna.


Er sáttur með bakað 9800 GTX :)

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Dvico vs Sarotech?

Pósturaf urban » Mán 18. Ágú 2008 00:06

brynjarf skrifaði:tvix er klárlega besti flakkarinn á markaðinum í dag, það er ekki spurning. Þegar fólk er óánægt með hann er það venjulega útaf kunnáttuleysi. Ég vinn við það að selja svona græjur og hef selt yfir 100 svona tvix, hef ekki fengið eitt stykki inn til mín aftur.


Reglurnar skrifaði:Menn sem eiga hagsmuna að gæta í umræðum sem þeir taka þátt í skulu taka það fram.
dæmi: Starfsmenn tölvu-, síma- eða annara fyrirtækja sem tengjast því sem spjallað er um.


Taka það fram hvar þú ert að vinna.

og hérna, þú segir kunnáttuleysi
það er nú ekki einsog þetta séu einhver stjarnfræðivísindi að nota þetta.
skella inn mynd, finna mynd, horfa á mynd.

en svona annars þá á ég sarotech spilara einsog er tekið fram þarna einshver staðar og hann hefur virkað bara stórkostlega vel.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


brynjarf
Græningi
Póstar: 47
Skráði sig: Mán 30. Júl 2007 12:48
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Dvico vs Sarotech?

Pósturaf brynjarf » Mán 18. Ágú 2008 09:11

urban- skrifaði:
brynjarf skrifaði:tvix er klárlega besti flakkarinn á markaðinum í dag, það er ekki spurning. Þegar fólk er óánægt með hann er það venjulega útaf kunnáttuleysi. Ég vinn við það að selja svona græjur og hef selt yfir 100 svona tvix, hef ekki fengið eitt stykki inn til mín aftur.


Reglurnar skrifaði:Menn sem eiga hagsmuna að gæta í umræðum sem þeir taka þátt í skulu taka það fram.
dæmi: Starfsmenn tölvu-, síma- eða annara fyrirtækja sem tengjast því sem spjallað er um.


Taka það fram hvar þú ert að vinna.

og hérna, þú segir kunnáttuleysi
það er nú ekki einsog þetta séu einhver stjarnfræðivísindi að nota þetta.
skella inn mynd, finna mynd, horfa á mynd.

en svona annars þá á ég sarotech spilara einsog er tekið fram þarna einshver staðar og hann hefur virkað bara stórkostlega vel.


ég á engra hagsmuna að gæta hvað varðar þetta. mér er alveg sama hvað hann gerir í þessum málum, þetta er bara mín skoðun og reynsla á þessum vörum, frekar skrítið að það skipti máli hvar ég vinn. Ég er bara að miðla því sem mér finnst.

Hvað varðar kunnáttu þá eru tengimöguleikar svo miklir á þessum græjum. Það eru svo margir sem tengja þetta bara með USB í tölvuna sína og svo með RCA í sjónvarpið þar af leiðandi er það fólk ekki að nýta græjuna til fulls.


Er sáttur með bakað 9800 GTX :)