Kostirnir
-Mjög lítill og nettur kassi
-OSX í stað Windows

-Optical í gegnum mini-jack
Gallar
-Heyrist frekar mikið í geisladrifinu (en þar sem það er ekki Blu-Ray/HD-DVD drif skiptir það svo sem litlu)
-Lítill diskur (80GB eða 120 GB stærst, en alltaf er hægt að streama yfir innra netið)
-Gæti verið vesen fyrir suma að hafa ekki HDMI tengi
Afspilunar forrit:
-OSX XBMC - Eina forritið sem ég hef náð að spila 1080p filea með án hökts, þeir sem hafa notað þetta á XBox ættu sennilega að kannast við flest þarna enda er þetta byggt á XBMC fyrir XBox. Hægt er að nálgast forritið hérna -> http://www.osxbmc.com/
-VLC Player - Ef 1080p er ekki nauðsyn þá er að sjálfsögðu hinn klassíski VLC player snilld, hægt er að nálgast hann hér -> http://www.videolan.org
BitTorrent client:
-Transmission - Lítið og einfalt forrit, eins nálægt og hægt er að komast að uTorrent á OSX. Reyndar er nýjasta útgáfan ekki leyfð á sumum trackerum en sú sem kom á undan er leyfð (og mun þetta líklegast breytast á næstunni). Hægt er að nálgast nýjustu útgáfuna hér -> http://www.transmissionbt.com/
-Azureus - Þarf lítið að kynna þetta forrit, en ég lenti í veseni með nýjustu útgáfuna á OSX með að stilla port og svo er það ansi þungt í vinnslu. Hægt er að nálgast það hér -> http://azureus.sourceforge.net/
Annað sem mætti kannski taka fram er að það heyrist smá í viftunni, en ekkert sem heyrist þegar horft er á mynd.
P.s. Ég mun sennilega grúska aðeins í þessum þræði á næstu dögum, setja hann betur upp og bæta við upplýsingum þannig að ef það er eitthvað endilega komið því á framfæri.