Síða 1 af 1
Sharp LCD það besta?
Sent: Fös 11. Apr 2008 08:55
af GuðjónR
Það var lítill fugl að hvísla því að mér að Sharp 46" LCD tækin væru þau bestu í dag, hefur einhver eitthvað um það að segja?
Nánar tiltekið
þetta tæki.
Re: Sharp LCD það besta?
Sent: Fös 11. Apr 2008 13:45
af Xyron
Fínir specar svosem, en specar segja bara hálf söguna .. En það að þetta séu "bestu" tækin á markaðinum í dag? veit nú ekki alveg með það, var hann sem sagði þér þetta kannski þá að meina þetta sem svona "carslberg, bestir í heimi"
Annars ef þú ert ekki með mjög bjarta stofu, þá tæki ég nú persónulega plasma tækin framyfir lcd, er oftast nær betri mynd í þeim sem ég hef séð.. en ef þér finnst flott mynd í þessu tæki þá ekki láta neinn stoppa þig, við erum nú mismunandi mannskepnan og erum hrifin af missmunandi upplifunum (og sjónvörpum).
Annars bara þetta klassíska:
*græðir ekkert á því að fara í fullHD ef þú situr x langt í burtu
*100 hertz-a tækin eru betri að vinna hraðar hreyfingar
*millisec, skipta ekki öllu máli, frekar að sjónvarpið sé með góða proccesing tölvu með góðum algorithmum (sem þú sérð ekki á speccum, bara horfa á tækið) en það er reyndar oft á tíðum sem þetta fylgist að, því betri specar, því betri umgjörð á öllu öðru.
* .. þetta klassíska lcd vs plasma
* dynamic contrast vs Intelligent dynamic contrast/brightness , sum tæki scala brightness og contrastinn, önnur bara contrastin ..
*etc.
Re: Sharp LCD það besta?
Sent: Fös 11. Apr 2008 15:25
af Windowsman
Ég fór í Ormsson einhver tíman í Febrúar og sá þetta sjónvarp með HD útsendingu eða alla vega held ég að þetta sé það.
Allavega þetta er rosalega flott og góðir litir í því. Mæli samt með að þú skoðir
http://www.Simnet.is/Plasma það eru topptæki.
Re: Sharp LCD það besta?
Sent: Fös 11. Apr 2008 19:22
af axyne
vill benda á síðuna
http://www.hdtvtest.co.uk/mjög góð review sem höfundur skrifar.
Re: Sharp LCD það besta?
Sent: Lau 12. Apr 2008 02:09
af coldcut
Windowsman skrifaði:Allavega þetta er rosalega flott og góðir litir í því. Mæli samt með að þú skoðir
http://www.Simnet.is/Plasma það eru topptæki.
ég vann nú í raftækjabúð hérna uppá Skaga í jólafríinu sem er einmitt með tækin frá Ormsson og mér fannst alltaf mun betri litir í Sharp tækjunum heldur en Samsung tækjunum...þangað til að ég fór að stilla contrastið og fleira á Samsung tækjunum og eftir það sá ég hreinlega ENGAN mun!
langaði bara að benda á þetta
Re: Sharp LCD það besta?
Sent: Lau 12. Apr 2008 10:53
af Windowsman
Ég skoðaði líka Samsung sjónvarp sem var 46" eða 50" og það var enginn munur nema það var sérstök Samsung útsending eða eitthvað þannig.
En ég efast um að eitthvað eitt merki sé best í LCD. Það hafa öll merki sína kosti og galla.
Einnig fer þetta mikið eftir kröfum ef maður er aðeins að horfa á TV útsendingar þá þarf maður ekkert svaka sjónvarp en fyrir gamer sem er með Xbox, Playstation 3 og fleiri þá þarf betri kröfur og helst 100/120hz tæki.
Ég hef líka heyrt að Thosiba tækin séu mjög sterk og einnig Samsung.
Ég myndi hiklaust skoða 100hz tæki ef þú ert að spila tölvuleiki eða ert til dæmis að horfa á HD.
Re: Sharp LCD það besta?
Sent: Sun 13. Apr 2008 16:15
af GuðjónR
Ég hélt að 60hertz væru standard í LCD.
Re: Sharp LCD það besta?
Sent: Sun 13. Apr 2008 18:12
af Windowsman
Þetta er að hækka núna.
Ef þú ert í Sjónvarpspælingum þá mæli ég með
http://www.avsforum.com þar er ALLT sem að þú getur hugsað þér um sjónvörp.
Reyndar er það á mínum TVum þá er ég ekki með þessa nýju tækni en það er þægilegt ef þú ert að horfa á íþróttir eða spila tölvuleiki.
Einnig hef ég verið að heyra eitthvað um 24p sem að ég er ekki örrugur á hvað er en það tengist eitthvað að geta spilað myndir frá Blu-Ray spilurum höktfrítt.
Ég er var líka að lesa eitthvað um að það ætti
helst að vera 10-Bit panel eða eitthvað í staðinn fyrir 8-Bit.
10-Bit gefur betri lit heldur en 8-Bit.
En avsforum.com allt sem þú þarft að vita er þar.