Nariur skrifaði:Ertu alveg örugglega að spila 5.1 efni?
Já
Nariur skrifaði:Ertu alveg örugglega að spila 5.1 efni?
gutti skrifaði:Færð hljóð þegar þú ferð í test tone level ? Í bakhátarlar ?
worghal skrifaði:hvernig ertu með þetta allt tengt aftana í magnarann?
kallikukur skrifaði:Ég hef prófað að vera með mjög flott 5.1 kerfi með onkyo magnara og svo Beosound stage soundbar - það er 10x minna vesen að vera með soundbar og hljóðið er amk 90% myndi ég segja út frá almennu sjónvarpsglápi og spotify tónlistarkeyrslu inn á milli.
Ég datt ansi langt inn í græjupælingar á sínum tíma og endaði á flottu hátalarasetti (beolab 14), bætti við magnara og setti upp eftir kúnstarinnar reglu. Vesenið má helst súmmera í þessum punktum:
1. Snúrur sem voru viðkvæmar og þurfti að koma fyrir aftan sófa - gat komið suð ef að barnið fiktaði í þeim
2. Mjög flókin (ekki hlusta á menn sem segja annað) uppsetning og ef eitthvað klikkaði þá er no way að kærastan nái að kippa því í lag
3. Vesen við tengingu við sjónvarpið - tenging dettur inn og út þrátt fyrir að allt var tengt eftir kúnstarinnar reglu
4. Gestkomandi kunna ekki á neitt og geta lent í bölvuðu basli með margar fjarstýringar/stillingar
5. Of mikið af hljóðstillingum sem gerðu mér ansi erfitt fyrir að fínstilla græjurnar þar sem ég hef enga reynslu af fínstillingu á græjum
6. Bý í blokk svo að bassin gat á stundum verið kvöð
Eftir að ég seldi þetta system og fékk mér beosound stage soundbarinn (sem er vissulega dýr) þá hefur óþarfa stress farið og ég bara nýt þess að horfa á sjónvarp og hlusta á tónlist.
Að þessu sögðu þá er félagi minn með einhvern lg soundbar sem ég man ekki hvað heitir (kostaði um 80 þúsund) og það er að mínu viti bara þyngra og verra hljóð en var í sjónvarpinu hjá honum fyrir svo það þarf að vanda valið og hlusta á þá áður kortinu er rennt.