Fullt af rangfærslum í viðtali um Netflix á RUV

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: Fullt af rangfærslum í viðtali um Netflix á RUV

Pósturaf appel » Mán 22. Sep 2014 13:02

Mér finnst alltaf merkilegt að sjá menn tala um að það séu til þjónustur sem maður geti notað erlendis í einstökum tilfellum. En þetta virðist alltaf vera á einhverju reki. Það þarf alltaf eitthvað hakk, paypal, vpn, o.s.frv. Slíkar lausnir eru auðvitað ónothæfar fyrir almúgann, þó það henti einstökum tæknisérvitringum af og til.

En 10-20 þús heimili með Netflix á Íslandi er ágætis massi, þó Netflix sé óheimilt að veita þeim þessa þjónustu. Einsog AntiTrust bendir á þá er bara tímaspursmál hvenær Netflix þarf að taka til í sínum garði, það gengur ekki upp til lengdar að þeir séu að eyðileggja tekjumódel stúdíóanna í löndum sem þeir hafa ekki leyfi til að dreifa efni í og hafa ekki einu sinni greitt fyrir. Einn daginn munu íslenskir Netflix notendur vakna við það að búið er að loka á allar þessar VPN þjónustur og gáttir sem þeir nota, eða einfaldlega loka á aðgangana út frá kreditkortum. Afhverju ættu íslenskir aðila að kaupa efni til dreifingar hér ef það eru engir kaupendur eftir lengur?
Netflix er ekki komið til að vera, það er komið til að hverfa. Þeir hafa komist upp með þetta í ákveðinn tíma en núna er massinn orðinn slíkur að það er byrjað að skipta máli fyrir alla hagsmunaaðila. Basically, ef Netflix ætlar að vera aðgengilegt á Íslandi þá þurfa þeir að borga og semja.

Mér hefur alltaf fundist athygli SMÁÍS og hagsmunaaðila á Íslandi verið óþarflega beint að neytendum, þegar í raun henni ætti að vera beint til Hollywood. Smáís eru samtök sem eiga að vera staðsett í Hollywood, ekki á Íslandi. En nú eru þessi samtök gjaldþrota, eyddu púðri í einhverjar auglýsingar einsog "Ekki stela" sem íslenskum neytanda er skítsama um og skiluðu engu. Í staðinn hefðu þeir átt að eyða púðri í að skapa íslenskum dreifingaraðilum betri samningsstöðu til þess að fá meira efni og ódýrara svo jú að íslenskur neytandi þurfi ekki að stela.


*-*

Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Fullt af rangfærslum í viðtali um Netflix á RUV

Pósturaf Daz » Mán 22. Sep 2014 13:24

appel skrifaði:Mér finnst alltaf merkilegt að sjá menn tala um að það séu til þjónustur sem maður geti notað erlendis í einstökum tilfellum. En þetta virðist alltaf vera á einhverju reki. Það þarf alltaf eitthvað hakk, paypal, vpn, o.s.frv. Slíkar lausnir eru auðvitað ónothæfar fyrir almúgann, þó það henti einstökum tæknisérvitringum af og til.

Eins og þú veist best sjálfur (vona ég!) þá þarf ekki VPN til að fá aðgang að Netflix. Að kaupa áskrift hjá DNS þjónustu er ekki flóknara en að skrá sig hjá Netflix svo ekki þarf sérvitring til þess. Það þarf sérvitring til að breyta DNS stillingunum eða geta fylgt leiðbeiningum seljanda, sem eru venjulega mjög ítarlegar og svotil idiot-proof.
Ég held líka að ef talan um tugþúsundir heimila með Netflix sé nærri lagi, þá sé það augljóst að hér þarf enga sérvitringa eða fræðinga til. Greinilega er þetta líka þjónusta sem neytendum líkar við.

Ég yrði annars manna glaðastur þegar kæmi íslensk samkeppni við Netflix eða íslensk þjónusta sem myndi líkjast Netflix. Það sem ég er bara hræddastur við er að slík þjónusta muni vera bundin við einhver ytri tæki eða eingöngu í boði í gegnum vefsíður, það er afskaplega þægilegt að hafa bara Netflix app í sjónvarpinu sjálfu. Fyrir svo utan verðið...



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 253
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Fullt af rangfærslum í viðtali um Netflix á RUV

Pósturaf depill » Mán 22. Sep 2014 13:46

AntiTrust skrifaði:
depill skrifaði:Og mér finnst smá fólk gleyma því að 700 kr titil er ekkert brjálað. Raunleiga hefur hrapað í verði.


Það finnst mér nefnilega. Mér fyndist VOD þjónustur hérlendis fyrst bjóðanlegar ef það kæmi sama/svipað módel og Amazon Prime býður upp á, þ.e. að þú borgar fyrir stóra nýja titla fyrstu vikurnar eftir launch, eftir það fer efnið bara inn í hrúguna af þeim titlum sem væru í boði í gegnum SVOD.


Sammála þér með seinni partinn. Og það verður aldrei "fyrstu vikunnar" stúdíóin munu bara ekki samþykkja það með stóra titla eins og Guardians of the galaxy o.s.frv og litlir titlar eins og hafa verið í Græna ljósinu lifa ekkert af því.

Leigan ber 25,5% virðisaukaskatt. Godzilla kostar hér á landi 795 kr. 633 kr án vsk.

Amazon Prime leigir sömu mynd á 602 kr. Verðmunurinn er heilar 31 kr og hér á landi þurfa distribution aðilar að berjast við háan initial kostnað ( sem er á hverjum titli ) þýðingu o.s.frv.
Daz skrifaði:Ég yrði annars manna glaðastur þegar kæmi íslensk samkeppni við Netflix eða íslensk þjónusta sem myndi líkjast Netflix. Það sem ég er bara hræddastur við er að slík þjónusta muni vera bundin við einhver ytri tæki eða eingöngu í boði í gegnum vefsíður, það er afskaplega þægilegt að hafa bara Netflix app í sjónvarpinu sjálfu. Fyrir svo utan verðið...


Annars skal ég vera sammála þér að ég væri til að sjá færri tæki heima hjá mér. Ég er ekki með neitt spinnandi device heima hjá mér núna, en er með Sjónvarp Símans, AppleTV og Sjónvarp ( og meiri segja chromecast sem ég nota aldrei ) og ég væri alveg til í að fækka tækjunum.

Daz skrifaði:
appel skrifaði:Mér finnst alltaf merkilegt að sjá menn tala um að það séu til þjónustur sem maður geti notað erlendis í einstökum tilfellum. En þetta virðist alltaf vera á einhverju reki. Það þarf alltaf eitthvað hakk, paypal, vpn, o.s.frv. Slíkar lausnir eru auðvitað ónothæfar fyrir almúgann, þó það henti einstökum tæknisérvitringum af og til.

Eins og þú veist best sjálfur (vona ég!) þá þarf ekki VPN til að fá aðgang að Netflix. Að kaupa áskrift hjá DNS þjónustu er ekki flóknara en að skrá sig hjá Netflix svo ekki þarf sérvitring til þess. Það þarf sérvitring til að breyta DNS stillingunum eða geta fylgt leiðbeiningum seljanda, sem eru venjulega mjög ítarlegar og svotil idiot-proof.
Ég held líka að ef talan um tugþúsundir heimila með Netflix sé nærri lagi, þá sé það augljóst að hér þarf enga sérvitringa eða fræðinga til. Greinilega er þetta líka þjónusta sem neytendum líkar við.

Þetta er nottulega svo lítið mál fyrir Netflix að loka á þetta. A) Það verður svona 90% drop ef þetta verður svipað flókið og Hulu ( bandarískt kreditkort, það nennti enginn þessum eplakortum ) B) Þeir loka á DNS leiðina, og það er svo auðvelt, þú geoblockar bara strauminn í staðinn fyrir bara authentication.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: Fullt af rangfærslum í viðtali um Netflix á RUV

Pósturaf appel » Mán 22. Sep 2014 14:28

Daz skrifaði:
appel skrifaði:Mér finnst alltaf merkilegt að sjá menn tala um að það séu til þjónustur sem maður geti notað erlendis í einstökum tilfellum. En þetta virðist alltaf vera á einhverju reki. Það þarf alltaf eitthvað hakk, paypal, vpn, o.s.frv. Slíkar lausnir eru auðvitað ónothæfar fyrir almúgann, þó það henti einstökum tæknisérvitringum af og til.

Eins og þú veist best sjálfur (vona ég!) þá þarf ekki VPN til að fá aðgang að Netflix. Að kaupa áskrift hjá DNS þjónustu er ekki flóknara en að skrá sig hjá Netflix svo ekki þarf sérvitring til þess. Það þarf sérvitring til að breyta DNS stillingunum eða geta fylgt leiðbeiningum seljanda, sem eru venjulega mjög ítarlegar og svotil idiot-proof.
Ég held líka að ef talan um tugþúsundir heimila með Netflix sé nærri lagi, þá sé það augljóst að hér þarf enga sérvitringa eða fræðinga til. Greinilega er þetta líka þjónusta sem neytendum líkar við.

Ég yrði annars manna glaðastur þegar kæmi íslensk samkeppni við Netflix eða íslensk þjónusta sem myndi líkjast Netflix. Það sem ég er bara hræddastur við er að slík þjónusta muni vera bundin við einhver ytri tæki eða eingöngu í boði í gegnum vefsíður, það er afskaplega þægilegt að hafa bara Netflix app í sjónvarpinu sjálfu. Fyrir svo utan verðið...


Ástæðan kannski fyrir því að það eru ekki fleiri en 10-20 þús heimili með Netflix er sú að hin 100 þús+ heimilin hafa ekki tækniþekkinguna til þess að tengjast eða þekkingu/metnað til að viðhalda tengingunni svo hún virki alltaf án vandræða, eða lagfæra ef eitthvað breytist og tryggja að þetta virki seamlessly með öðru. Að breyta DNS þínum gæti þýtt að annað hætti að virka.

Þú fleygir fram "DNS" einsog það sé bara eitthvað sem allir eiga að skilja, en það er langstærsti meirihlutinn sem veit ekkert hvað "DNS" er. Mikið af fólki þarf aðstoð við að endurræsa tölvuna sína, og Guð hjálpi því komi upp vandamál sem ekki er hægt að leysa þannig.

Það erfiðast fyrir tækninörda einsog okkur að skilja er að það hafa ekki allir sama skilning og við á því hvernig hlutirnir virka.


*-*

Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Fullt af rangfærslum í viðtali um Netflix á RUV

Pósturaf Daz » Mán 22. Sep 2014 14:45

appel skrifaði:Ástæðan kannski fyrir því að það eru ekki fleiri en 10-20 þús heimili með Netflix er sú að hin 100 þús+ heimilin hafa ekki tækniþekkinguna til þess að tengjast eða þekkingu/metnað til að viðhalda tengingunni svo hún virki alltaf án vandræða, eða lagfæra ef eitthvað breytist og tryggja að þetta virki seamlessly með öðru. Að breyta DNS þínum gæti þýtt að annað hætti að virka.

Þú fleygir fram "DNS" einsog það sé bara eitthvað sem allir eiga að skilja, en það er langstærsti meirihlutinn sem veit ekkert hvað "DNS" er. Mikið af fólki þarf aðstoð við að endurræsa tölvuna sína, og Guð hjálpi því komi upp vandamál sem ekki er hægt að leysa þannig.

Það erfiðast fyrir tækninörda einsog okkur að skilja er að það hafa ekki allir sama skilning og við á því hvernig hlutirnir virka.


Ef að á 10-30% af íslenskum heimilum búa "tæknisérvitringar" þá er þetta nú ekki á færi "einstaka" heimila.

Af forvitni samt, hvert ertu að fara með því að draga svona úr því hversu auðvelt er að fá aðgang að Netflix? Ég skil alveg hvað þú ert að segja (vildi bara leiðrétta að það væri þörf á VPN), ég skil bara ekki hvað "angleið" er.

Í þriðja lagi, Síma-afruglarinn minn bræddi líklega úr sér um helgina svo núna þarf ég að gera mér ferð í verslun Símans til að fá aftur aðgang að "hefðbundnu sjónvarpi", Netflix hefur aftur á móti virkað hjá mér í sjónvarpi og fleiri tækjum án viðhalds undanfarna mánuði. Hvað hafa mörg heimili aðgang að einhverjum tæknisérvitring sem getur bjargað afruglara sem er óvirkur? Er það kannski útúrsnúningur að reyna að bera saman afþreyingarþjónustuna sem Síminn býður uppá við Netflix? (Skrifað án nokkurar hæðni).



Skjámynd

tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Fullt af rangfærslum í viðtali um Netflix á RUV

Pósturaf tlord » Mán 22. Sep 2014 16:13

Við hvað ætli nú appel sé að vinna?

Og hvar?



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 253
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Fullt af rangfærslum í viðtali um Netflix á RUV

Pósturaf depill » Mán 22. Sep 2014 16:17

tlord skrifaði:Við hvað ætli nú appel sé að vinna?

Og hvar?

Ok Appel er að vinna hjá Símanum við Sjónvarp Símans ( dreifingarhlið ) og ég er að vinna sem Forritari hjá Skjánum. Báðir vinnandi hjá fyrirtækjum sem hafa klárt hagsmuni að gæta í þessu málum.

En hins vegar breytir því ekki að það er hægt að taka rökræðu um þessa hluti í staðinn fyrir að fara beint í manninn. Byrjum á boltanum.



Skjámynd

tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Fullt af rangfærslum í viðtali um Netflix á RUV

Pósturaf tlord » Mán 22. Sep 2014 16:26

Það er ekkert verið 'að fara í manninn' þó það komi fram að þeir lifi af því sem þeir fjalla um..

þið eruð eflaust báðir fínir gaurar!!

ps:
appel ætti að taka þetta fram sjálfur í þessum Netflix röntum sínum, til að komast hjá því að vera talinn tröll ;)



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Fullt af rangfærslum í viðtali um Netflix á RUV

Pósturaf Daz » Mán 22. Sep 2014 16:36

Ég vona að það hafi ekki virst sem svo að ég væri "að fara í manninn". Ok ég er svolítið pirraður út í sjónvarpsþjónustu Símans akkúrat núna og ég veit við hvað Appel vinnur svona uþb. en það á ekki að stoppa mig í að gera einhverskonar samanburð á flækjustiginu við notkun á þessum 2 þjónustum. Sérstaklega því Appel byrjaði að velta því upp að það væri erfitt að tengjast við Netflix, sem er alveg rétt, það er flóknara en margt annað. Ég skildi bara ekki hvernig það kom umræðunni beint við.



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 253
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Fullt af rangfærslum í viðtali um Netflix á RUV

Pósturaf depill » Mán 22. Sep 2014 16:39

tlord skrifaði:Það er ekkert verið 'að fara í manninn' þó það komi fram að þeir lifi af því sem þeir fjalla um..

þið eruð eflaust báðir fínir gaurar!!

ps:
appel ætti að taka þetta fram sjálfur í þessum Netflix röntum sínum, til að komast hjá því að vera talinn tröll ;)


Ég er kannski svona mikill vaktari að ég hélt hreinlega að allir vissu að appel væri Sjónvarp Símans :P Þess vegna fannst mér þetta eiginlega ekki koma málinu við. En :fly

Og mér fannst meira verið að reyna gildisfella rökin sem eru fín hjá appel ( og reyndar mótrök hjá fullt af öðru fólki hérna ) varðandi almenna Netflix umræðu. Mér finnst allt í lagi að hagsmunafólk tjái sig um hagsmunamál ( þó það eigi auðvita að koma fram ef það sé, það er til dæmis í Profilenum mínum hvar ég vinn og hefur alltaf verið á milli þess ég hef unnið fyrir mismunandi fyrirtæki meðan ég hef verið hér :)



Skjámynd

tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Fullt af rangfærslum í viðtali um Netflix á RUV

Pósturaf tlord » Mán 22. Sep 2014 16:54

ok depill,
nú veit ég hvar þú vinnur og afhverju þér finnst í lagi að það kosti 700kr að streyma einni bíómynd.

það er btw ekkert að því, að menn séu litaðir af því hvar þeir vinna...(maybe soldið broslegt samt :D )



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 253
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Fullt af rangfærslum í viðtali um Netflix á RUV

Pósturaf depill » Mán 22. Sep 2014 17:06

tlord skrifaði:ok depill,
nú veit ég hvar þú vinnur og afhverju þér finnst í lagi að það kosti 700kr að streyma einni bíómynd.

það er btw ekkert að því, að menn séu litaðir af því hvar þeir vinna...(maybe soldið broslegt samt :D )


Ehh ég sagði reyndar ekki ða mér finnst í lagi að það kosti 700 kr að leigja hvaða bíómynd sem er.

En ég stend fastur á því að mér finnst eðlilegt framboð Bíó -> TVOD -> SVOD ( og vill sá EST líka ). Mér finnst eðlilegt að ef ég sé svo graður að þurfa ða horfa á Godzilla þegar hún kemur út greiði ég meira heldur en ef ég ætla að horfa á Top Gun.

Og mér finnst eðlilegt að þurfa greiða 633 kr fyrir að horfa á græna ljós myndir o.s.frv

En auðvita litast menn af því hvar þeir vinna. Sérstaklega ef þeir hafa áhuga á því sem þeir vinna við.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: Fullt af rangfærslum í viðtali um Netflix á RUV

Pósturaf appel » Mán 22. Sep 2014 17:25

Það er eitt að tala um mun þjónustunum, það er allt önnur umræða, en svo er annað að tala um jafnréttisgrundvöll og "svindl". Það er hægt að gera algjörlega óháð því hvar maður starfar (mest af því sem ég tala um snýr af efnisrétti, sem ég hef ekkert með að gera og snertir mig ekki neitt), því svona er þetta svart á hvítu:

Netflix er ekki með dreifingarrétt á Íslandi, samt dreifa þeir til 10-20 þús notenda.
Netflix borgar ekkert fyrir dreifingarrétt á Íslandi, en íslenskir aðilar borga fyrir réttinn.
Enginn virðisaukaskattur er greiddur fyrir þessa þjónustu.
Engar skyldur hvíla á herðum Netflix einsog hvíla á herðum íslenskra efnisréttarhafa, s.s. textaþýðingu, talsetningu, hlutfall um uppruna efnis (evrópskt, norrænt o.s.frv).

Það er enginn að væla undan samkeppni við Netflix, svo lengi sem hún er gerð á réttum forsendum. Það þýðir ekki að einn aðilinn geti keppt á allt öðrum forsendum en annar. Íslenskur markaður er einsog smádvergur með hendur bundnar fyrir aftan bak í bardaga við Amerískan risa sem fær samkeppnisforskot frá Hollywood, svo koma íslensk stjórnvöld einstaka sinnum inn í hringinn til að fella íslenska smádverginn í þessari baráttu.

Samkeppnissjónarmið vegur líka þungt hvað Netflix varðar. Hvernig geta þeir gert margfalt hagstæðari samninga um réttindi að efni við Hollywood heldur en íslenskur aðili? Í dag var Mjólkursamsalan sektuð um mörg hundruð milljónir fyrir að selja Kú mjólk í heildsölu dýrara heldur en MS seldi sínum fyrirtækjum. En þar sem Netflix er ekki íslenskt geta íslensk samkeppnisyfirvöld ekkert gert.


Ég gæti sett upp sambærilegt dæmi um innflutning á kínverskum verkamönnum sem eru miklu ódýrari en þeir íslensku, því jú þeir eru með lúsarlaun, engar kröfur um aðbúnað, vinna svart og hafa engin réttindi. Hví má ekki bara flytja þá inn? Það er ástæða fyrir því að það er bannað og verkalýðsfélög standa grimmt gegn slíku.

En íslensk stjórnvöld þurfa að ákveða hvernig þau ætla að tækla svona. Þau veita Hollywood ákveðna vernd hérna í lögum, en slík vernd hlýtur að innifala í sér ákveðna ábyrgð. Þau mega ekki vanrækja markaðssvæðið og mismuna aðilum, það hlýtur að vera á kostnað þeirrar verndar. T.d. gæti Alþingi sett lög á morgun sem gerði íslenskum aðilum kleift að bjóða upp á Netflix þjónustu löglega, á sama verði, í trássi við Hollywood, sem einskonar leiðréttingaraðgerð og til verndar íslenskum aðstæðum, tungu og menningu og hvaðeina. Ég er ekki að segja að það eigi að gera það, en menn hljóta að átta sig á því að bera saman Netflix og annað á Íslandi er svolítið einsog að bera saman innfluttann kínverskan verkamann og íslenskan verkamann.

Að ákveðnu leyti hafa ákveðnir neytendur hag af ódýrari vörunni, en samfélagið sem heild hefur óhag af henni.


*-*

Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Fullt af rangfærslum í viðtali um Netflix á RUV

Pósturaf Daz » Mán 22. Sep 2014 17:37

En eins og hefur áður komið fram í þræðinum, þá ætti neytandinn ekki að þurfa að velta fyrir sér hvað veitanda þykir eðlilegt eða afhverju hann þarf að gera hlutina eins og hann gerir (eins og t.d. verðlagning).
Mér sem neytanda finnst það merkilegt að á norðurlöndunum hafi ég aðgang að þjónustu sem kostar uþb. 1500 isk en ef ég vil fá sömu þjónustu hérna á Íslandi myndi ég ekki borga undir 10 þúsund isk (30 sjónvarpsþættir + 4-5 bíómyndir).

20.000 (heimili) * 1500 kr (mánaðargjald) = 30 milljónir á mánuði í tekjur fyrir þann sem getur búið til íslenska streymisþjónustu sem jafnast á við Netflix. Fyrir svo utan mjög mögulega fjölgun áskrifenda þegar það þarf ekki tæknisérvitring til að setja þjónustuna upp.
Líklega er einhver meiri fjármálaspekúlant búinn að reikna þetta út og komast að því að þetta stendur ekki undir sér. Reyndar rukkar Síminn svolítið meira fyrir grunntengingu að sinni sjónvarpsþjónustu (1690), hvað ætli það myndi kosta mikið meira að selja aðgang að efni þegar grunnkerfið er "tilbúið"?

edit:
Ég var búinn að skrifa allskonar rant útaf póstinum hans Appel, en ég ætla bara að halda mig við neytanda sjónarhornið. Ég er neytandi, ég er með slatta af peningum til að borga fyrir vöru sem hentar mínum þörfum. Ég býð íslenskum þjónustuaðilum í opið útboð í að selja mér þjónustu. Ég treysti á að sú þjónusta verði sambærileg/samkeppnishæf við álíka þjónustur sem eru í boði í okkar nágrannalöndum og ég treysti á þjónustuveitandinn til að búa þannig um hnútana að hann sé samkeppnishæfur. Það gæti t.d. innifalið að þjónustuveitandinn þarf að berjast fyrir bættu lagaumhverfi og/eða innkaupasamningum. Þangað til fer ég með mín viðskipti þar sem ég fæ hagstæðustu kjörin.



Skjámynd

kazzi
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 372
Skráði sig: Mið 04. Maí 2011 16:20
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Fullt af rangfærslum í viðtali um Netflix á RUV

Pósturaf kazzi » Mán 22. Sep 2014 17:52

Daz skrifaði:En eins og hefur áður komið fram í þræðinum, þá ætti neytandinn ekki að þurfa að velta fyrir sér hvað veitanda þykir eðlilegt eða afhverju hann þarf að gera hlutina eins og hann gerir (eins og t.d. verðlagning).
Mér sem neytanda finnst það merkilegt að á norðurlöndunum hafi ég aðgang að þjónustu sem kostar uþb. 1500 isk en ef ég vil fá sömu þjónustu hérna á Íslandi myndi ég ekki borga undir 10 þúsund isk (30 sjónvarpsþættir + 4-5 bíómyndir).

20.000 (heimili) * 1500 kr (mánaðargjald) = 30 milljónir á mánuði í tekjur fyrir þann sem getur búið til íslenska streymisþjónustu sem jafnast á við Netflix. Fyrir svo utan mjög mögulega fjölgun áskrifenda þegar það þarf ekki tæknisérvitring til að setja þjónustuna upp.
Líklega er einhver meiri fjármálaspekúlant búinn að reikna þetta út og komast að því að þetta stendur ekki undir sér. Reyndar rukkar Síminn svolítið meira fyrir grunntengingu að sinni sjónvarpsþjónustu (1690), hvað ætli það myndi kosta mikið meira að selja aðgang að efni þegar grunnkerfið er "tilbúið"?

edit:
Ég var búinn að skrifa allskonar rant útaf póstinum hans Appel, en ég ætla bara að halda mig við neytanda sjónarhornið. Ég er neytandi, ég er með slatta af peningum til að borga fyrir vöru sem hentar mínum þörfum. Ég býð íslenskum þjónustuaðilum í opið útboð í að selja mér þjónustu. Ég treysti á að sú þjónusta verði sambærileg/samkeppnishæf við álíka þjónustur sem eru í boði í okkar nágrannalöndum og ég treysti á þjónustuveitandinn til að búa þannig um hnútana að hann sé samkeppnishæfur. Það gæti t.d. innifalið að þjónustuveitandinn þarf að berjast fyrir bættu lagaumhverfi og/eða innkaupasamningum. Þangað til fer ég með mín viðskipti þar sem ég fæ hagstæðustu kjörin.


AMEN.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: Fullt af rangfærslum í viðtali um Netflix á RUV

Pósturaf appel » Mán 22. Sep 2014 18:49

Ég veit ekki hvert þessi umræða er að fara lengur. Svolítið "mér finnst að svona eigi þetta að vera"... en það er ekki hægt að diskútera hlutina á þeim nótum. Ég hef reynt að lýsa þeim hvernig þeir ERU í dag og afhverju hlutirnir eru einsog þeir eru. Íslenskir aðilar eru bara endursöluaðilar á Hollywood efni og selja á þeim kjörum sem fást þar. Ef þú veist hvernig er hægt að ná betri kjörum þá bara gjör svo vel, skora á þig að forvitnast um það hvað það kosti t.d. að fá öll season af Battlestar Galactica til að setja í svona "netflix" þjónustu. Verðið sem þú færð uppgefið verður líklega hærra en business-caseið í reikningskúnstinni þinni gerði ráð fyrir.

Svo minnist ég umræðu um efni sem RÚV hafði sýnt fyrir langa löngu og vildi setja á netið eða álíka, en þá mátti það ekki því það þurfti að borga sérstaklega fyrir þá dreifingu, semja upp á nýtt við félag lagahöfunda, félag tónlistamanna, samtök listamanna, félag leikara, leikstjóra og stef og hvaðeina. Við erum svolítið búin að skapa spennitreyju og sjálfskaparvíti hérna á Íslandi með dreifingu á slíku efni þar sem enginn sér hag í því að dreifa efni því það kostar svo mikið þar sem allir hagsmunaaðilar heimta svo mikið.

En umhverfið þroskast og þróast. Þó netflix verði útbreidd þjónusta og komi jafnvel til Íslands þá opnar það bara á enn meiri möguleika, t.d. betri samningsstöðu íslenskra aðila gagnvart Hollywood um að fá lægri verð og meira úrval. Það verður aldrei þannig að Netflix verður bara allsráðandi þjónusta í öllum heiminum og ekkert annað fær að lifa, Hollywood mun þá einfaldlega kippa í spottana, því Hollywood græðir ekkert mjög mikið á Netflix í samanburði við region/country based dreifingarréttarmódel sem það er með í gangi í heiminum.


*-*

Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Fullt af rangfærslum í viðtali um Netflix á RUV

Pósturaf Daz » Mán 22. Sep 2014 19:49

Ef þú ert að vísa í mig sem "umræðuna" appel, þá mættirðu alveg vera skýrari (þ.e.a.s. vísað í mig/óljós orð mín). Ég veit hvernig hlutirnir eru, ég get keypt áskrift að Netflix án þess að brjóta nokkur lög (nema mögulega lög um greiðslu virðisauka, en án þess að fletta því upp er ég nokkuð viss um að einstaklingum beri ekki skylda til að skila virðisauka til ríkisins vegna aðkeyptra þjónustu).

Auðvitað getum við rætt málið á þessum nótum, en það er augljóst að við erum ekki að ræða þetta á sama stigi. Ég er að tala um málið sem neytandi, ekki sem sérskipaður varnarmaður Netflix. Ég sem neytandi hef voðalega lítinn áhuga á ástæðunni fyrir því að íslensk þjónusta getur ekki keppt við Netflix, ekki frekar en ég hef áhuga á að vita afhverju H&M opnar ekki eða McDonalds lokaði. Ég hefði bara frekar þegið umræðu í hina áttina, hvað er hægt að gera til að nálgast neytandann? Hverskonar "On-demand" þjónustu ER hægt að bjóða uppá og hvað myndi hún kosta? Hvaða lögum þarf að breyta og hvaða önnur áhrif hefði það?

Þessi rök gætu aftur á móti virkað ágætlega í samræðum við löggjafarvaldið/Hollywood ef það er vilji til að stoppa Netflix af.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: Fullt af rangfærslum í viðtali um Netflix á RUV

Pósturaf appel » Mán 22. Sep 2014 20:07

Daz skrifaði:Ef þú ert að vísa í mig sem "umræðuna" appel, þá mættirðu alveg vera skýrari (þ.e.a.s. vísað í mig/óljós orð mín). Ég veit hvernig hlutirnir eru, ég get keypt áskrift að Netflix án þess að brjóta nokkur lög (nema mögulega lög um greiðslu virðisauka, en án þess að fletta því upp er ég nokkuð viss um að einstaklingum beri ekki skylda til að skila virðisauka til ríkisins vegna aðkeyptra þjónustu).

Auðvitað getum við rætt málið á þessum nótum, en það er augljóst að við erum ekki að ræða þetta á sama stigi. Ég er að tala um málið sem neytandi, ekki sem sérskipaður varnarmaður Netflix. Ég sem neytandi hef voðalega lítinn áhuga á ástæðunni fyrir því að íslensk þjónusta getur ekki keppt við Netflix, ekki frekar en ég hef áhuga á að vita afhverju H&M opnar ekki eða McDonalds lokaði. Ég hefði bara frekar þegið umræðu í hina áttina, hvað er hægt að gera til að nálgast neytandann? Hverskonar "On-demand" þjónustu ER hægt að bjóða uppá og hvað myndi hún kosta? Hvaða lögum þarf að breyta og hvaða önnur áhrif hefði það?

Þessi rök gætu aftur á móti virkað ágætlega í samræðum við löggjafarvaldið/Hollywood ef það er vilji til að stoppa Netflix af.


Já, þetta er í raun það sem þessi umræða snýst um, og það sem þessi rýnihópur var væntanlega stofnaður til þess að fjalla um, og það sem þessi frétt RÚV um Netflix snerist doldið um.


Hugarflugið manns náttúrulega komið á fullt í að leita að sambærilegum dæmum, hér er ein ímynduð skáldsaga :) :

Segjum sem svo að árið sé 1990, herstöðin í Keflavík enn í fullum gír, og einn daginn opnar Wal-Mart gríðarstóra verslun þar og er skattfrjáls og tollfrjáls, lýtur í raun engum lögum og reglum íslenskra yfirvalda enda verslunin á yfirráðasvæði Bandaríkjanna og íslensk yfirvöld geta ekkert sagt. Hinsvegar þá mega íslendingar alveg koma þangað og versla af vild. Íslendingar segja bara "I'm american!" við hliðið og ekkert vesen, inn og út, og aftur heim til sín með allan varning án þess að greiða neitt til íslenska ríkisins. Ekki bara eru engir skattar og tollar greiddir, heldur þurfa ameríkumenn ekki að hafa fyrir því að merkja vörurnar skv. íslenskum reglugerðum eða framfylgja íslenskum reglum um matvælaöryggi, innihaldsefni o.s.frv.

Nú, svo fara íslensku verslanirnar eitthvað að rumska og kvarta yfir ójafnri samkeppnisstöðu, því jú íslenskar verslanir þurfa að borga toll, leggja á vsk, framfylgja öðrum reglugerðum, ásamt því að vera í verri samningsstöðu gagnvart birgja erlendis sem kaupir allt í þúsundfalt meira magni en þeir. En auðvitað vill íslenski neytandinn ekki missa af þessu kostakjörum, það skilja allir. En að halda því fram að það eru bara víst íslensku verslanirnar sem eru að leggja ofurálagningu á allt er bjögun á raunveruleikanum.

Að jafna samkeppnisstöðuna hlýtur að felst í því að annaðhvort banna íslendingum að versla í Wal-Mart eða að íslensku verslanirnar fái að keppa á sama grundvelli og Wal-Mart, þ.e. borga enga skatta, tolla og þurfa ekki að fara eftir reglugerðum.


*-*

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16519
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2117
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Fullt af rangfærslum í viðtali um Netflix á RUV

Pósturaf GuðjónR » Mán 22. Sep 2014 20:47

Góð samlíking appel, Magnús Ragnarsson hefði átt að senda þig í RUV viðtalið. ;)



Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3077
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 45
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Fullt af rangfærslum í viðtali um Netflix á RUV

Pósturaf beatmaster » Mán 22. Sep 2014 20:59

appel eru þeir sem dreifa efni frá Hollywood á íslandi að borga fyrir réttinn per þáttaröð/mynd eða per sýningu á þætti/mynd, ef að það er gert per sýningu á þætti/mynd er það þá föst krónutala eða prósenta af gjaldinu sem tekið er?


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.


hkr
spjallið.is
Póstar: 407
Skráði sig: Fös 23. Jan 2009 14:22
Reputation: 15
Staða: Ótengdur

Re: Fullt af rangfærslum í viðtali um Netflix á RUV

Pósturaf hkr » Lau 27. Sep 2014 08:30

Eitthvað af þessum rangfærslum er eflaust hægt að útskýra með "hvaða netflix" hann var að nota.

Netflix er með mismunandi samninga í öllum þeim löndum þar sem að það er, hef t.d. heyrt að DK sé með frekar vafasamt úrval af bæði þáttum og myndum á meðan Holland og Kanada sé með því betra.

Hægt að fletta því upp hvaða myndir og þættir eru boðnar og hvar t.d. http://www.moreflicks.com/



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2554
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 476
Staða: Ótengdur

Re: Fullt af rangfærslum í viðtali um Netflix á RUV

Pósturaf Moldvarpan » Lau 27. Sep 2014 09:17

Það er akkurat öfugt.

Það er meira úrval í Evrópu, heldur en Canada eða USA.

http://www.unblockingtheusa.com/netflix-movies-list/

Þarna er hann að taka nokkur dæmi, með gömlu myndina Seven, hún er opin í danmörku en ekki USA. Argo, gefin út 2012, er heldur ekki inni á USA netflix.

En svo eru aðrar myndir sem eru eingöngu á USA eða Canada netflixinu.



Skjámynd

kubbur
/dev/null
Póstar: 1395
Skráði sig: Sun 14. Sep 2003 01:36
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Fullt af rangfærslum í viðtali um Netflix á RUV

Pósturaf kubbur » Lau 27. Sep 2014 19:57

Ætti þeim þá ekki að vera sama um Netflix, fyrst að N eru ekki með neina samninga við stór studio þarna úti


Kubbur.Digital

Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3077
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 45
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Fullt af rangfærslum í viðtali um Netflix á RUV

Pósturaf beatmaster » Lau 27. Sep 2014 21:08

beatmaster skrifaði:appel eru þeir sem dreifa efni frá Hollywood á íslandi að borga fyrir réttinn per þáttaröð/mynd eða per sýningu á þætti/mynd, ef að það er gert per sýningu á þætti/mynd er það þá föst krónutala eða prósenta af gjaldinu sem tekið er?


:?:


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6798
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Fullt af rangfærslum í viðtali um Netflix á RUV

Pósturaf Viktor » Lau 27. Sep 2014 23:13

appel skrifaði:Netflix er ekki komið til að vera, það er komið til að hverfa. Þeir hafa komist upp með þetta í ákveðinn tíma en núna er massinn orðinn slíkur að það er byrjað að skipta máli fyrir alla hagsmunaaðila.


Á hvaða öld lifir þú vinur? :)

Þegar það á að kippa fótunum undan þeim hér þá fara þeir auðvitað að hugsa til þess að bjóða upp á Netflix í fleiri löndum, þar á meðal á Íslandi. Ég sé fyrir mér að það verði gerður samningur við innlenda rétthafa og að íslensku efni verði dreift þar.

Sérðu fyrir þér þegar Netflix ákveður að semja og segja við rétthafa "heyrðu, við erum hérna með 20-30 þúsund heimili sem ætla að kaupa þjónustuna núna strax, viljið þið vera með?" Svar: "Neeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeee... VOD Símans er framtíðin skuh".

Þessi barátta er jafn tilgangslaus og fíkniefnastríðið - og gerir bara illt verra. Það þarf að bjóða upp á íslenskt efni á því verði sem fólk er tilbúið að borga fyrir. Ég er ekki að fara að horfa á þáttaröð á VOD og borga um 500 kr. fyrir hvern þátt sem ég get horft á í 48 klst. og enda þá á því að borga fáránlegar upphæðir fyrir seríuna í heild.

Íslenskir rétthafar - í guðanna bænum - þroskist þið og hættið að stinga hausnum í sandinn.

Auðvitað er þetta ófyrirséð og einungis vangaveltur - en svona hef ég litið á þetta.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB