Smart homes - Snjall heimili
Re: Smart homes - Snjall heimili
Ring pro þarf 16-24V (AC). Ég fann svona Ring gaur á Ebay.co.uk er að bjóða í hann. Ég væri mest til í að koma þessu í töfluna. Þarf samt eitthvað að mixa til að láta það ganga upp.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3120
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 454
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Smart homes - Snjall heimili
Hauxon skrifaði:Ring pro þarf 16-24V (AC). Ég fann svona Ring gaur á Ebay.co.uk er að bjóða í hann. Ég væri mest til í að koma þessu í töfluna. Þarf samt eitthvað að mixa til að láta það ganga upp.
Þessi spennir sem ég sendi mynd af styður 8-24V en er bara 8VA (Volt-amper) sem ég veit ekki alveg hvað er Original Ring Pro spennirinn sem ég er með er 15VA minnir mig. En já, það er líklega best fyrir þig að kaupa þennan Ring spenni, þá ertu alveg safe.
Re: Smart homes - Snjall heimili
Skv. linknum hér að neðan er lágmark 20 volt-ampere við 16V (1.25A) og 30 vol-ampere ef notast er við "internal doorbell". Væntanlega til þess að það sé til djús fyrir bjölluna til að hringja. 8VA við 16V er 0.5A og við 0.33 við 24V sem er líklega of lítið. Get líklega fengið spenni í Íhlutum fyrir uþb 1500 kr. ef ég fá ekki Ring transformerinn á Ebay.
https://support.ring.com/hc/en-us/articles/115000115323-Troubleshooting-Insufficient-Power-Issues-with-Ring-Video-Doorbell-Pro
https://support.ring.com/hc/en-us/articles/115000115323-Troubleshooting-Insufficient-Power-Issues-with-Ring-Video-Doorbell-Pro
Re: Smart homes - Snjall heimili
Núna er ég búinn að vera með Smartthings í tvö ár og líkar svona sæmilega.
Ég er hinsvegar að skipta um húsnæði og þá er gullið tækifæri til að breyta og bæta
Hefur einhver reynslu af Home Center 2 frá Fibaro? eða á ég kannski bara að halda mig við SmartThings?
Ég er hinsvegar að skipta um húsnæði og þá er gullið tækifæri til að breyta og bæta
Hefur einhver reynslu af Home Center 2 frá Fibaro? eða á ég kannski bara að halda mig við SmartThings?
-
Höfundur - FanBoy
- Póstar: 707
- Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
- Reputation: 151
- Staða: Ótengdur
Re: Smart homes - Snjall heimili
Ég myndi bara halda mig við Smartthings, sérstaklega ef þú ert með mikið af dóti tengdu því , við svona létta leit á netinu þá virðist Fibaro home center 2 aðeins styðja Zwave og ekki Zigbee staðalinn sem dæmi
-
- Besserwisser
- Póstar: 3120
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 454
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Smart homes - Snjall heimili
peturm skrifaði:Núna er ég búinn að vera með Smartthings í tvö ár og líkar svona sæmilega.
Ég er hinsvegar að skipta um húsnæði og þá er gullið tækifæri til að breyta og bæta
Hefur einhver reynslu af Home Center 2 frá Fibaro? eða á ég kannski bara að halda mig við SmartThings?
Forvitni, hvað finnst þér að Smartthings? Annars fór Joispoi hér fyrr í þræðinum í Fibaro HC2 ef ég man rétt - eftir að hafa skoðað málin vel sagði hann. Ég held samt að ekkert af þessum kerfum sé eins sveigjanlegt og tinkerer-friendly eins og Smartthings en what ever floats your boat eins og maðurinn sagði ;-)
Re: Smart homes - Snjall heimili
Þið sem eruð með smart lýsingu eins og philips Hue, LIFX eða Tradfri... finnst ykkur ekkert pirra ykkur að ef gestir og aðrir slökkva á rofanum fyrir ljósin, þá eru þau orðin óvirk með öllu. Eða er gott workaournd fyrir svona.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 385
- Skráði sig: Sun 08. Jan 2006 15:40
- Reputation: 77
- Staða: Ótengdur
Re: Smart homes - Snjall heimili
Tiger skrifaði:Þið sem eruð með smart lýsingu eins og philips Hue, LIFX eða Tradfri... finnst ykkur ekkert pirra ykkur að ef gestir og aðrir slökkva á rofanum fyrir ljósin, þá eru þau orðin óvirk með öllu. Eða er gott workaournd fyrir svona.
Ég frarlægði rofana hjá mér og setti blindlok í götin. Er síðan bara með Hue dimmerinn á veggnum við hliðina.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3120
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 454
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Smart homes - Snjall heimili
mainman skrifaði:Tiger skrifaði:Þið sem eruð með smart lýsingu eins og philips Hue, LIFX eða Tradfri... finnst ykkur ekkert pirra ykkur að ef gestir og aðrir slökkva á rofanum fyrir ljósin, þá eru þau orðin óvirk með öllu. Eða er gott workaournd fyrir svona.
Ég frarlægði rofana hjá mér og setti blindlok í götin. Er síðan bara með Hue dimmerinn á veggnum við hliðina.
Sama hér.
Re: Smart homes - Snjall heimili
hagur skrifaði:peturm skrifaði:Núna er ég búinn að vera með Smartthings í tvö ár og líkar svona sæmilega.
Ég er hinsvegar að skipta um húsnæði og þá er gullið tækifæri til að breyta og bæta
Hefur einhver reynslu af Home Center 2 frá Fibaro? eða á ég kannski bara að halda mig við SmartThings?
Forvitni, hvað finnst þér að Smartthings? Annars fór Joispoi hér fyrr í þræðinum í Fibaro HC2 ef ég man rétt - eftir að hafa skoðað málin vel sagði hann. Ég held samt að ekkert af þessum kerfum sé eins sveigjanlegt og tinkerer-friendly eins og Smartthings en what ever floats your boat eins og maðurinn sagði ;-)
SmartThings hefur marga kosti en einhvern veginn finnst mér vanta smá "heild" í kerfið. Þetta er óttalegt púsl. Það er svo auðvitað helsti kostur kerfisins líka. Ég væri t.d. til í að þurfa ekki að gera allt í þessu skrattans appi. Þ.e. að viðmótið á síðunni væri þannig að hægt væri að setja kerfið upp þar ekki bara Custom DH og álíka. Svo hef ég verið að nota tablet sem keyrir Action tiles. (og opnar ring forritið þegar einhver hringir bjöllunni) Action tiles er bara rosa lítið fyrir augað. Væri alveg til í skemmtilegra viðmót þar líka og helst ekki 3rd party dót, bara alvöru dashboard frá kerfinu.
Svo er það þjófavörn - ég er ekki búinn að koma mér upp skynsamlegri lausn í þeim málum. Ég er svosem með hurða/gluggaskynjara og hreyfiskynjara en það að ekki sé hægt (með einföldum hætti) að setja upp Zone sem virkjast seinna eða eru með delay á trigger er pínu fúlt. - ég veit vissulega allt hægt en ég væri alveg til í að sleppa við core stússið varðandi hluti sem allir eru að tuða yfir.
Hinsvegar sýnist mér á öllu á SmartThings sé skásti kosturinn enn sem komið er.
Re: Smart homes - Snjall heimili
Tiger skrifaði:Þið sem eruð með smart lýsingu eins og philips Hue, LIFX eða Tradfri... finnst ykkur ekkert pirra ykkur að ef gestir og aðrir slökkva á rofanum fyrir ljósin, þá eru þau orðin óvirk með öllu. Eða er gott workaournd fyrir svona.
Ég hef séð frá t.d. Gira, Rofa fyrir ZigBee Light Link (ZLL), það ætti að vera hægt að para hann við Hue hubinn þá ertu kominn með veggstýringu sem enginn getur klúðrað.
-
Höfundur - FanBoy
- Póstar: 707
- Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
- Reputation: 151
- Staða: Ótengdur
Re: Smart homes - Snjall heimili
ég er ekki búin að fjarlægja rofana ennþá hjá mér setti bara lítið hvítt teip sem heldur þeim til bráðabirgða, hef bara þær áhyggjur að stundum hefur eitthvað klikkað og ég hef þurft að slökkva og kveikja til þess að fá ljós aftur inn, mjög sjaldgæft samt, gæti alveg græjað með því að slá út í töflunni en samt vesen
Re: Smart homes - Snjall heimili
Eru engir applefanboys hérna sem eru búnir að setja upp homekit setup ? með Homepod og fleira ?
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 382
- Skráði sig: Fim 26. Des 2002 23:38
- Reputation: 51
- Staða: Ótengdur
Re: Smart homes - Snjall heimili
Hvar er fólk að versla Samsung Smartthings hub og meðfylgjandi skynjara?
Er búinn að Hue/Tradfri-væða vel og langar að fikta meira.
Er búinn að Hue/Tradfri-væða vel og langar að fikta meira.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3120
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 454
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Smart homes - Snjall heimili
Sultukrukka skrifaði:Hvar er fólk að versla Samsung Smartthings hub og meðfylgjandi skynjara?
Er búinn að Hue/Tradfri-væða vel og langar að fikta meira.
Keypti hubbinn hjá Currys PC world í UK og notaði Forward2Me til að fá þetta sent hingað heim. Hef svo verið að kaupa Z-Wave dót hjá vesternet.co.uk, þeir senda beint hingað heim.
Passaðu þig bara á að kaupa ekki SmartThings hub frá USA, því þar er Z-Wave á annarri tíðni. Þá geturðu bara notað USA Z-wave dót (sem er þá líka bara 110/120V ef um er að ræða þannig hluti, t.d rofa/innstungur etc.)
Re: Smart homes - Snjall heimili
Hæ, ég er nýr hérna en er að leita ábendinga um vöktunarkerfi fyrir sumarbústað.
Við förum stöku sinnum í bústaðinn yfir veturinn en viljum fylgjast þess á milli með hitastigi og vatnsleka ef pípur springa, helst fá skilaboð ef eitthvað slíkt fer í gang. Til viðbótar væri gott en ekki nauðsynlegt að hafa rauntíma vefmyndavél. Er nú þegar með WiFi/GSM router sítengdan. Þjófa- og öryggismál eru neðar á forgangslistanum, engu að stela og úr alfaraleið.
Finn ekki mikið af einföldum lausnum til sölu. Hef verið að skoða SmartThings, en hverju mælið þið annars með? Ég er ágætlega sjálfbjarga í rafmagns- og tölvumálum.
Við förum stöku sinnum í bústaðinn yfir veturinn en viljum fylgjast þess á milli með hitastigi og vatnsleka ef pípur springa, helst fá skilaboð ef eitthvað slíkt fer í gang. Til viðbótar væri gott en ekki nauðsynlegt að hafa rauntíma vefmyndavél. Er nú þegar með WiFi/GSM router sítengdan. Þjófa- og öryggismál eru neðar á forgangslistanum, engu að stela og úr alfaraleið.
Finn ekki mikið af einföldum lausnum til sölu. Hef verið að skoða SmartThings, en hverju mælið þið annars með? Ég er ágætlega sjálfbjarga í rafmagns- og tölvumálum.
Re: Smart homes - Snjall heimili
ELKO er núna að selja Wattle (https://wattle.com/), sem virðist hliðstætt við SmartThings. Hef skoðað þetta á netinu og þreifaði á nokkrum íhlutum hjá ELKO, sem líta vel út. Hafa einhver ykkar reynslu af þessu?
-
- FanBoy
- Póstar: 702
- Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
- Reputation: 122
- Staða: Ótengdur
Re: Smart homes - Snjall heimili
Er Wattle Door Lock "rebrandaður" Danalock? Myndi einhver treysta sér til að þekkja þá í sundur í sakbendingu?
Wattle mynd:
Danalock mynd:
Wattle mynd:
Danalock mynd:
kristinn1 skrifaði:ELKO er núna að selja Wattle (https://wattle.com/), sem virðist hliðstætt við SmartThings. Hef skoðað þetta á netinu og þreifaði á nokkrum íhlutum hjá ELKO, sem líta vel út. Hafa einhver ykkar reynslu af þessu?
-
Höfundur - FanBoy
- Póstar: 707
- Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
- Reputation: 151
- Staða: Ótengdur
Re: Smart homes - Snjall heimili
Þetta lítur út fyrir að vera nákvæmlega sama læsingin, bara annað nafn
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 382
- Skráði sig: Fim 26. Des 2002 23:38
- Reputation: 51
- Staða: Ótengdur
Re: Smart homes - Snjall heimili
Smá rannsóknarvinna.
Wattle = Kaupir white label vörur frá framleiðendum og smellir logoinu sínu á það. Sýnist það vera með í einhversskonar samstafi við Elkjøp/Elko sem eru að keyra stíft á þessu brandi.
Hér má sjá white label framleiðanda sem framleiðir hardwareið sem Wattle er að að selja - https://www.develcoproducts.com/
Reikna með að software hliðin á þessu verði vel bögguð og sjaldan uppfærð.
Wattle = Kaupir white label vörur frá framleiðendum og smellir logoinu sínu á það. Sýnist það vera með í einhversskonar samstafi við Elkjøp/Elko sem eru að keyra stíft á þessu brandi.
Hér má sjá white label framleiðanda sem framleiðir hardwareið sem Wattle er að að selja - https://www.develcoproducts.com/
Reikna með að software hliðin á þessu verði vel bögguð og sjaldan uppfærð.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3120
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 454
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Smart homes - Snjall heimili
Sýnist þetta Wattle dót líka vera rándýrt, a.m.k í Elko. Myndi frekar fara bara í SmartThings ....
Ég hef töluverðan áhuga á svona home automation dóti og hef aldrei áður heyrt Wattle nefnt. Pínu skrítið.
Ég hef töluverðan áhuga á svona home automation dóti og hef aldrei áður heyrt Wattle nefnt. Pínu skrítið.
-
Höfundur - FanBoy
- Póstar: 707
- Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
- Reputation: 151
- Staða: Ótengdur
Re: Smart homes - Snjall heimili
Sama hér, aldrei heyrt á þá minnst og var einmitt að hugsa hvað þeir væru dýrir bæði í Elko og á heimasíðunni þeirra
Re: Smart homes - Snjall heimili
Hefur einhver ykkar reynslu af sæmilegu öryggiskerfi sem talar t.d. IFTTT eða er með einhverja aðra góða leið til að tala við Smartthings?
Ég er búinn að vera með Smartthings núna í tæp 2 ár og ég er ekki enn búinn að fá mig til að virkja sírenuna sem ég eignaðist á sama tíma.
Það er óþarflega mörg fölsk boð frá skynjurum og svo finnst mér svolítið leiðinlegt hvað skynjarar eiga það til að detta inn og út.
Mig langar því að treysta á eitthvað annað sem öryggiskerfi. - Einhverjar hugmyndir?
Ég er búinn að vera með Smartthings núna í tæp 2 ár og ég er ekki enn búinn að fá mig til að virkja sírenuna sem ég eignaðist á sama tíma.
Það er óþarflega mörg fölsk boð frá skynjurum og svo finnst mér svolítið leiðinlegt hvað skynjarar eiga það til að detta inn og út.
Mig langar því að treysta á eitthvað annað sem öryggiskerfi. - Einhverjar hugmyndir?
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6798
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Smart homes - Snjall heimili
Þessi þráður er orðin ágætis langloka, smá vinsamlegt tip - ef þið eruð með spurningar sem eru ekki beintengd upphafsinnlegginu þá má endilega stofna nýjan þráð undir það. Væri gaman að fá fleiri snjallheimilisþræði
Held líka að það yrði auðveldara að fá svör á nýjum þræði.
En bara rock on!
Held líka að það yrði auðveldara að fá svör á nýjum þræði.
En bara rock on!
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
-
- Nýliði
- Póstar: 13
- Skráði sig: Mán 07. Des 2009 13:37
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Smart homes - Snjall heimili
Daginn
Afsakið að ég sé að halda áfram með þennan þráð.
Er með þó nokkuð af Xiaomi skynjurum, bæði hita/raka og einnig hurða/glugga skynjurum ásamt einum reykskynjara. Fæ þessi tæki ekki til að haldast tengd við Samsung SmartThings hub-inn minn í einhvern tíma. Fæ alltaf bara Disconnected eftir smá tíma eða bara engar upplýsingar.
Er einhver góð leið til að hafa þessa skynjara tengda þannig að það sé hægt að treysta á þessi tæki, eða einvher leið til að "vekja" þau án þess að henda þeim út og setja þau aftur inn.
Ef það er ekki góð reynsla af þessum skynjurum hvað er fólk að nota í staðinn?
Afsakið að ég sé að halda áfram með þennan þráð.
Er með þó nokkuð af Xiaomi skynjurum, bæði hita/raka og einnig hurða/glugga skynjurum ásamt einum reykskynjara. Fæ þessi tæki ekki til að haldast tengd við Samsung SmartThings hub-inn minn í einhvern tíma. Fæ alltaf bara Disconnected eftir smá tíma eða bara engar upplýsingar.
Er einhver góð leið til að hafa þessa skynjara tengda þannig að það sé hægt að treysta á þessi tæki, eða einvher leið til að "vekja" þau án þess að henda þeim út og setja þau aftur inn.
Ef það er ekki góð reynsla af þessum skynjurum hvað er fólk að nota í staðinn?