Heil og sæl,
Núna er ég með íbúð sem er þannig uppsett að ég er með ljósleiðarabox inni í stofu, þar sem sjónvarp og router eru líka staðsett, en ég er að koma mér upp skrifstofuaðstöðu inni í svefnherbergi í öðrum hluta íbúðar. Það er í raun tvennt sem ég vil gera; ég vil leggja CAT inn í svefnherbergið (cat6e væntanlega fyrir 10gbe tengingu) og svo langar mig að geyma NAS boxið mitt inni í skáp sem er á gangi nálægt svefnherberginu (engin innstunga þar inni, en rafmagnstaflan er þar þannig að ég geri ráð fyrir að það sé ekki of mikið mál að setja tengil?).
Málið er að ég hef ekki neina hugmynd um hversu mikil vinna þetta er fyrir rafvirkja. Ég ætla að fá tilboð en það væri frábært að fá hugmynd frá ykkur sem hafa gert þetta um hversu marga tíma megi áætla í svona / hvað það gæti kostað.
Eitt sem ég veit ekki hvort skipti máli: Það eru nú þegar cat tengi inni í stofunni (á bak við sjónvarpið) og inni í öðru herbergi. Þessi tengi virðast vera beintengd hvoru öðru og bara með 100mbs tengihraða sín á milli. Veit ekki hvort það einfaldi lífið fyrir rafvirkjann.
Leggja CAT í íbúð
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 372
- Skráði sig: Mán 29. Jún 2009 15:56
- Reputation: 123
- Staða: Ótengdur
Re: Leggja CAT í íbúð
Númer 1 er hvort það sé lagnaleið þarna á milli.
Þú leggur ekki CAT með rafmagni en þú getur látið leggja ljós (en þá þarftu viðeigandi breytur til að breyta því úr ljósi í CAT)
Það er þónokkuð af fyrirtækjum sem gera svona vinnu, það er best að skoða https://sart.is/index.php/thjonustuadhilar/leitarvel til að fá yfirlit yfir löggilta verktaka í svona verkefni.
Svo myndi ég hreinlega bara óska eftir tilboði, jafnvel frá fleiri en einum aðila ef þú hefur tök á.
Ég hef séð um svona vinnu sjálfur heima og ef ég er með proper lagnaleið þá er ég svona hálftíma að klára eina lögn ef allt gengur vel þegar ég er einn.
Svo má ekki gleyma efni, það er vanmetinn kostnaðarliður hjá mörgum.
Er örugglega að gleyma einhverju en þú munt fá fleiri svör
Þú leggur ekki CAT með rafmagni en þú getur látið leggja ljós (en þá þarftu viðeigandi breytur til að breyta því úr ljósi í CAT)
Það er þónokkuð af fyrirtækjum sem gera svona vinnu, það er best að skoða https://sart.is/index.php/thjonustuadhilar/leitarvel til að fá yfirlit yfir löggilta verktaka í svona verkefni.
Svo myndi ég hreinlega bara óska eftir tilboði, jafnvel frá fleiri en einum aðila ef þú hefur tök á.
Ég hef séð um svona vinnu sjálfur heima og ef ég er með proper lagnaleið þá er ég svona hálftíma að klára eina lögn ef allt gengur vel þegar ég er einn.
Svo má ekki gleyma efni, það er vanmetinn kostnaðarliður hjá mörgum.
Er örugglega að gleyma einhverju en þú munt fá fleiri svör

-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1705
- Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
- Reputation: 40
- Staða: Ótengdur
Re: Leggja CAT í íbúð
krummo skrifaði:Það eru nú þegar cat tengi inni í stofunni (á bak við sjónvarpið) og inni í öðru herbergi. Þessi tengi virðast vera beintengd hvoru öðru og bara með 100mbs tengihraða sín á milli. Veit ekki hvort það einfaldi lífið fyrir rafvirkjann.
Þetta eru hugsanlega síma tengi, eða eitthvað sem fyrri eigendur hafa græjað ef þeir voru í svipuðum pælingum og þú. Þá er líklega cat5e þarna á milli en ekki allir vírarnir tengdir/virkir og þá færðu bara 100mbps hraða.
Það er einmitt upplagt að endurnýta síma/loftnets lagnir fyrir ethernet því þær eru aðskildar frá rafmagningu.
Ég er náttúrulega amateur at best í þessu en myndi halda 1-2 tíma fyrir reyndan einstakling ef það er ekkert ves að draga í rörin (þau geta verið þröng, erfiðar beygjur, stífluð, etc.). 'Flóknast' í mínum huga er líklega að setja tengil úr töflunni í skápnum fyrir NAS boxið en það er af því að ég er ekk rafvirki.
Edit: Og eins og alltaf þegar ég geri áætlanir þá vantar alltaf 'smáatriði' eins og að viðkomandi þarf líklega að koma og skoða aðstæður, svo fara og sækja efni/tengla/etc. og koma aftur.
Síðast breytt af Stutturdreki á Mið 02. Júl 2025 11:52, breytt samtals 1 sinni.
Re: Leggja CAT í íbúð
Sko, stutt í töflu er ekki endilega stutt í rafmagn/tengil. Fer eftir aðstæðum, en að bæta við grein eða tengja inn á grein úr töflu er jafnvel dýrara en að rífa sig inn í aðrar dósir 
En get sagta að líklega er efnið 50% af verkinu og þetta gæti vel dottið í 3 tíma í vinnu. Svo þá myndi ég skjóta strax á 112þ með efni
án þess að hafa skoðað aðstæður 

En get sagta að líklega er efnið 50% af verkinu og þetta gæti vel dottið í 3 tíma í vinnu. Svo þá myndi ég skjóta strax á 112þ með efni

