LG sjónvarp og Sjónvarp Símans


Höfundur
SneezeGuard
Græningi
Póstar: 48
Skráði sig: Mið 14. Mar 2012 20:31
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

LG sjónvarp og Sjónvarp Símans

Pósturaf SneezeGuard » Þri 05. Nóv 2024 18:43

Sæl/ir

Ég var að fá mér nýtt LG sjónvarp og samkvæmt frétt á siminn.is frá 12. maí 2023 á Sjónvarp Símans appið að vera aðgengilegt í því. Mér tekst hins vegar engan veginn að finna það.

Tækið er þetta hér: https://ht.is/lg-75-qd-nanocell-uhd-sma ... arp-1.html

Þar er meira að segja tekið fram að það ætti að ná Sjónvarpi Símans. Ég fann NovaTV app, en mér sýnist ég þurfa að vera þá með áskrift í gegnum Nova en ekki símann.

Upplýsingar um sjónvarp:

[LG] webOS TV QNED756RA
webOS TV Version: webOS23 / 8.4.0-2001

Eina sem ég sé er að í auglýsingu stendur webOS24, en tækið virðist vera með webOS23

Ég er búinn að uppfæra sjónvarpið og setja region á Iceland.

Getur einhver leiðbeint mér með hvað ég er að gera rangt?




TheAdder
Geek
Póstar: 831
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 228
Staða: Ótengdur

Re: LG sjónvarp og Sjónvarp Símans

Pósturaf TheAdder » Þri 05. Nóv 2024 20:38

Ertu búinn að endurræsa tækið eftir að þú stilltir það á Ísland?


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo


Höfundur
SneezeGuard
Græningi
Póstar: 48
Skráði sig: Mið 14. Mar 2012 20:31
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: LG sjónvarp og Sjónvarp Símans

Pósturaf SneezeGuard » Þri 05. Nóv 2024 20:41

TheAdder skrifaði:Ertu búinn að endurræsa tækið eftir að þú stilltir það á Ísland?


Ég stillti það á Ísland í upphafi, og síðan þá hef ég endurræst það nokkrum sinnum vegna uppfærslu og til að samþykkja uppfærða skilmála.




Opes
Geek
Póstar: 812
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 12:02
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: LG sjónvarp og Sjónvarp Símans

Pósturaf Opes » Mið 06. Nóv 2024 03:12

Þú gætir þurft að sækja á LG síðunni, setja á USB lykil og uppfæra þannig.
Skoðaðu þetta og byrjaðu á TV Software Update Guide, þarft að ganga úr skugga um að þetta sé pottþétt firmware fyrir rétt model.



Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2594
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 126
Staða: Ótengdur

Re: LG sjónvarp og Sjónvarp Símans

Pósturaf svanur08 » Mið 06. Nóv 2024 21:13

Ég fékk webOS24, þó mitt TV væri webOS23, mæli með að uppfæra í það, ef þú ert ekki búinn að því.


Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR

Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2594
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 126
Staða: Ótengdur

Re: LG sjónvarp og Sjónvarp Símans

Pósturaf svanur08 » Mið 06. Nóv 2024 21:18

Færð FILMMAKER MODE í Dolby Vision.


Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR


T-bone
Nörd
Póstar: 103
Skráði sig: Mið 25. Mar 2020 13:44
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: LG sjónvarp og Sjónvarp Símans

Pósturaf T-bone » Sun 15. Des 2024 21:10

Aðeins að hijacka þræðinum.

Var að fá mér LG sjónvarp með WebOS og ég finn vissulega sjónvarp símans en ég finn ekki RÚV eða Stöð 2 öspin.

Ég var alveg viss um að þau ættu að vera aðgengileg. Er það bull í mér?

Ef engin "eðlileg" leið til að setja þau upp, hefur einhver fundið apk file-ana fyrir þessi öpp og náð að setja þau upp af usb?

Kv. Anton


Mynd


Enokfanndal
Nýliði
Póstar: 4
Skráði sig: Mán 19. Ágú 2024 19:51
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: LG sjónvarp og Sjónvarp Símans

Pósturaf Enokfanndal » Sun 15. Des 2024 22:49

Ég breytti staðsetningu í spán þá fann ég siminn appið.

Kannast ekki við að það sé hægt að vera með RÚV eða stöð 2 appið enn það er hægt að vera með Nova tv

Einnig ef maður er með siminn móttakara þá hef ég stundum þurft að breyta um land til að synca magic remote vip hann.




Sinnumtveir
Gúrú
Póstar: 525
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 164
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: LG sjónvarp og Sjónvarp Símans

Pósturaf Sinnumtveir » Mið 18. Des 2024 22:57

Hei, hættið að kaupa þetta "lock-in" drasl, webOS, Tizen, Titan osfrv.

TCL, Sony og sennilega fleiri bjóða Android-TV og Google-TV, þeas ekkert vesen og allir sáttir.




Manager1
Tölvutryllir
Póstar: 639
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Reputation: 92
Staða: Ótengdur

Re: LG sjónvarp og Sjónvarp Símans

Pósturaf Manager1 » Fim 19. Des 2024 01:56

Sinnumtveir skrifaði:Hei, hættið að kaupa þetta "lock-in" drasl, webOS, Tizen, Titan osfrv.

TCL, Sony og sennilega fleiri bjóða Android-TV og Google-TV, þeas ekkert vesen og allir sáttir.

Ég er algjörlega sammála, ég keypti LG sjónvarp fyrir 3 árum og sé eftir því að hafa ekki skoðað betur hvaða íslensku öpp voru í boði. Næst verður þetta það fyrsta sem ég skoða.




T-bone
Nörd
Póstar: 103
Skráði sig: Mið 25. Mar 2020 13:44
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: LG sjónvarp og Sjónvarp Símans

Pósturaf T-bone » Fim 19. Des 2024 08:29

Manager1 skrifaði:
Sinnumtveir skrifaði:Hei, hættið að kaupa þetta "lock-in" drasl, webOS, Tizen, Titan osfrv.

TCL, Sony og sennilega fleiri bjóða Android-TV og Google-TV, þeas ekkert vesen og allir sáttir.

Ég er algjörlega sammála, ég keypti LG sjónvarp fyrir 3 árum og sé eftir því að hafa ekki skoðað betur hvaða íslensku öpp voru í boði. Næst verður þetta það fyrsta sem ég skoða.


Ég hélt í einfeldni minni að ég hefði kynnt mér þetta þegar afgreiðslumaðurinn sem virkaði eins og alvöru nörd á mig (sem er 100% jákvætt bara svo það komi fram) fullyrti að öll íslensku öppin virkuðu á WebOS....

Ég klárlega skoða þetta betur næst því að það fer ekkert eðlilega í taugarnar á mér að maður sé að kaupa SMART sjónvarp en þurfi svo að kaupa eitthvað andskotans sjónvarpsbox með auka fjarstýringu og fleiri snúrum til þess að fá almennilegan smart fídus.

Ég fræsti fyrir tengli á vegginn hjá mér fyrir sjónvarpið þegar ég tók allt í gegn til þess að geta haft ekki eina einustu snúru frá sjónvarpinu


Mynd

Skjámynd

kornelius
Gúrú
Póstar: 562
Skráði sig: Þri 09. Jan 2018 09:15
Reputation: 115
Staða: Ótengdur

Re: LG sjónvarp og Sjónvarp Símans

Pósturaf kornelius » Fim 19. Des 2024 11:21

Manager1 skrifaði:
Sinnumtveir skrifaði:Hei, hættið að kaupa þetta "lock-in" drasl, webOS, Tizen, Titan osfrv.

TCL, Sony og sennilega fleiri bjóða Android-TV og Google-TV, þeas ekkert vesen og allir sáttir.

Ég er algjörlega sammála, ég keypti LG sjónvarp fyrir 3 árum og sé eftir því að hafa ekki skoðað betur hvaða íslensku öpp voru í boði. Næst verður þetta það fyrsta sem ég skoða.


Ég er algjörlega ósammála, ég keypti mér LG sjónvarp fyrir þremur árum og valdi OLED vegna myndgæðanna, það eru jú LG sem framleiða alla þessa OLED panela. Varðandi RÚV í WebOS að þá nota ég einfaldlega Sjónvarp Símans appið sem gerir manni kleyft að horfa á allt það sem Android og Apple öppin veita manni, þannig að ég skil ekki þessa kvörtun um að það vanti RÚV app í WebOS + að þú þarft ekki að borga Símanum krónu fyrir þessa þjónustu, loggar þig bara inn með GSM skilríkjum, búinn að hafa þetta svona í ein 2 ár. Þessu til viðbótar að þá getur maður horft á eldri þætti í gegn um Sjónvarp Símanns appið.

K.




Viggi
FanBoy
Póstar: 764
Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
Reputation: 120
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: LG sjónvarp og Sjónvarp Símans

Pósturaf Viggi » Fim 19. Des 2024 14:19

Tengdi google tv stick við mitt sjónvarp sem virkar oftast fínt en getur verið voða sluggish oft og þarf að bíða eftir að það ræsi sig alveg. og að þessi tæki eru oftast bara með 2gb ram er stórfurðulegt


B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.

Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2237
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Reputation: 173
Staða: Ótengdur

Re: LG sjónvarp og Sjónvarp Símans

Pósturaf kizi86 » Fim 19. Des 2024 14:34

Er með 65" LG B8, nota bara Kodi fyrir allar mínar áhorfsþarfir (þurfti að sideload-a appinu) Sarpurinn fyrir rúv (þegar konan vill horfa á eurovision eða skaupið, nánast einu tilfellin sem sett er á rúv á þessu heimili :P ) svo er ég með addon fyrir netflix og prime, og svo crew/seren fyrir allt sem er ekki á prime eða flixinu, hef alltaf fílað einfaldleikan í notendaviðmótinu í Kodi, svo er ég með trakt.tv addon til að halda utanum hvað ég sé búinn að sjá eða ekki. eitt notendaviðmót, fyrir allt sem ég horfi á, gerist ekki þæginlegra
Síðast breytt af kizi86 á Fim 19. Des 2024 14:34, breytt samtals 1 sinni.


ASRock B650E PG-ITX WiFi AMD Ryzen 9 7950X PowerColor "Red Devil" RX 7900 XTX 24GB G.Skill Trident Z5 RGB 32GB (2 x 16GB) DDR5-6000 stýrikerfi: wd black sn850x 2TB WD RED 4TB WD RED 4TB 65" LG B8 OLED TV