Vantar hjálp með að color configuration-a xgimi halo plus skjávarpa


Höfundur
biggitreemaltextrakt
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Lau 20. Júl 2024 16:20
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Vantar hjálp með að color configuration-a xgimi halo plus skjávarpa

Pósturaf biggitreemaltextrakt » Lau 20. Júl 2024 16:45

Góðan daginn.

Ég er í þeirri stöðu að ég nota mjög gjarnan anaglypgh 3d gleraugu, helst í rauðum og cyan. Vandinn er hinsvegar að nýji skjávarpinn minn er ekki með réttu litina fyrir slík gleraugu til að virka rétt. Maður sér alltaf tvöfalda mynd í gegnum rauðu hliðina á gleraugunum. Ég var búinn að reyna að figta mig áfram með því að stilla litina í tækinu sjálfu en það gerir svo gott sem ekkert og einnig reyndi ég að nota nvidia control panel stillingar en ég bara næ ekki að láta þetta koma rétt út.
Ég fór síðan með tækið til þeirra hjá Mii búðinni, sem seldu mér tækið, en þau gátu ekkert gert fyrir mig.
Það eina sem mér dettur til hugar að gæti bjargað mér væri að nota einhverskonar calibration myndavél sem talar við tölvuna og getur gefið manni ICC profile með nákvæmari litum. Skjávarpinn er nefnilega alltaf tengdur við tölvuna.
Er einhver hér sem kann á svona og getur hjálpað mér/ gert þetta fyrir mig?
Ég er staðsettur í Hafnarfirði.

Með fyrirfram þakkir.
-Biggi