Samsung/Tizen sjónvörp og íslensk öpp


Höfundur
T-bone
Fiktari
Póstar: 95
Skráði sig: Mið 25. Mar 2020 13:44
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Samsung/Tizen sjónvörp og íslensk öpp

Pósturaf T-bone » Mán 01. Júl 2024 12:54

Góðan daginn.

Nú er mögulega tími til að fá sér nýtt sjóvarp, sem ég hef ekki gert í nokkur ár.

Man að það var eitthvað vesen með Samsung/Tizen stýrikerfið og íslensku öppin.

Er það vandamál úr sögunni?

Eins, hver er reynsla manna með að streama úr tölvu í samsung sjónvörp? Virkar það flott og lesa þau flest formött?

Kv. Anton


Mynd


hash
Græningi
Póstar: 35
Skráði sig: Sun 04. Okt 2020 21:03
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Samsung/Tizen sjónvörp og íslensk öpp

Pósturaf hash » Mán 01. Júl 2024 17:47

Hef aldrei lent í neinu veseni með að stream-a úr tölvu/síma/spjaldtölvu í mitt samsung sjónvarp (Q77B)

en hef aldrei sótt nein íslensk öpp



Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1797
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Samsung/Tizen sjónvörp og íslensk öpp

Pósturaf Danni V8 » Mán 01. Júl 2024 20:23

Foreldrar mínir eru með Samsung sjónvarp með Tizen stýrikerfi og eru með Sjónvarps Símans appið þar og það virkar fínt. Þægilegt að þurfa ekki að taka boxið úr sambandi og setja í samband annað hvert skipti sem þau ætla að horfa á eitthvað þar.


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x


wicket
FanBoy
Póstar: 777
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Reputation: 75
Staða: Ótengdur

Re: Samsung/Tizen sjónvörp og íslensk öpp

Pósturaf wicket » Mán 01. Júl 2024 20:58

Danni V8 skrifaði:Foreldrar mínir eru með Samsung sjónvarp með Tizen stýrikerfi og eru með Sjónvarps Símans appið þar og það virkar fínt. Þægilegt að þurfa ekki að taka boxið úr sambandi og setja í samband annað hvert skipti sem þau ætla að horfa á eitthvað þar.


Sama hér, tengdó eru með Samsung heima og uppi í bústað og nota Síma appið á báðum tækjum. Virkar flott og þau sátt, tengdapabbi horfir mikið á íþróttir og fréttirnar og það er aldrei vesen skv. honum. Var feginn að losna við Apple TV fjarstýringuna sem hann átti í vandræðum með :)




Höfundur
T-bone
Fiktari
Póstar: 95
Skráði sig: Mið 25. Mar 2020 13:44
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: Samsung/Tizen sjónvörp og íslensk öpp

Pósturaf T-bone » Mán 01. Júl 2024 23:00

Ok það eru góðar fréttir.

Takk fyrir þetta kærlega :)


Mynd