Sonos Arc + Yamaha HS7

Skjámynd

Höfundur
Razerk
Nýliði
Póstar: 12
Skráði sig: Mán 11. Mar 2013 22:45
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Sonos Arc + Yamaha HS7

Pósturaf Razerk » Sun 01. Okt 2023 22:47

Kvöldið,

Smá fyrirspurn hérna fyrir ykkur. Ég var að kaupa mér Sonos Arc hljóðstöngina og er alveg að fýla hana í botn. Fyrir það var ég að nota par af Yamaha HS7 fyrir hljóð í sjónvarpi, er möguleiki að láta þessa “þrjá” hátalara tala saman?

Þá á ég við hvort hægt væri að bæta við Yamaha parinu í Sonos umhverfið. Sonos magnari eða connect? Eða eitthvað annað?

Fyrirframm þakkir



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5590
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1052
Staða: Ótengdur

Re: Sonos Arc + Yamaha HS7

Pósturaf appel » Sun 01. Okt 2023 23:10

Efast um það. Það er jafnvel bara vesen að fá hljóð úr sjónvarpi í svona aktíva hátalara án þess að vera með sérstakar græjur á milli.

Þú getur bætt við auka-hátölurum við Sonos Arc, einsog bassaboxi (Sonos Sub) og hliðarhátölurumog líklega er það einfaldasti valkosturinn.
https://www.sonos.com/en/shop/premium-i ... a-100-pair


*-*

Skjámynd

rickyhien
Gúrú
Póstar: 562
Skráði sig: Lau 25. Maí 2013 20:39
Reputation: 29
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Sonos Arc + Yamaha HS7

Pósturaf rickyhien » Mán 02. Okt 2023 00:38

SONOS Port
https://rafland.is/sonos-tenging-vid-hl ... rfi-1.html

eða

SONOS Amp
https://rafland.is/sonos-magnari-fyrir- ... kerfi.html

veit ekki hvort það væri hægt að gera surround
Síðast breytt af rickyhien á Mán 02. Okt 2023 00:39, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5590
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1052
Staða: Ótengdur

Re: Sonos Arc + Yamaha HS7

Pósturaf appel » Mán 02. Okt 2023 00:45

Þetta er orðið svo fjandi dýrt þetta Sonos dót. Þér er betur borgið að kaupa þér bara heimabíó-settupp með stórum hátölurum, skila Arc ef þú getur og selja HS7.
Ég pældi í því að gera það, en vildi ekki vera með svona mikið fargan og lét mér Sonos Arc bara duga. Er reyndar með HS8 við tölvuna mína.
Síðast breytt af appel á Mán 02. Okt 2023 00:45, breytt samtals 1 sinni.


*-*


Razerkk
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Fim 28. Sep 2023 12:45
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Sonos Arc + Yamaha HS7

Pósturaf Razerkk » Mán 02. Okt 2023 09:05

rickyhien skrifaði:SONOS Port
https://rafland.is/sonos-tenging-vid-hl ... rfi-1.html

eða

SONOS Amp
https://rafland.is/sonos-magnari-fyrir- ... kerfi.html

veit ekki hvort það væri hægt að gera surround



Væri gaman að vita hvort surround væri hægt.



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2850
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Sonos Arc + Yamaha HS7

Pósturaf CendenZ » Mán 02. Okt 2023 12:05

Myndi bæta við Sonos Sub því soundbarinn sendir þá lágu tíðnina yfir í subbinn og svo vera með One sem hliðarhátalara.
Soundbarinn optimizar hátalarana.

Mikið rætt um þetta á Reddit btw, þeas tengja aðrar tegundir við Sonos og stilla surroundið. Ég ætlaði að fara í Sonos pakka og nota mína gömlu með en keypti í staðinn notaðan goldenear "soundbar" hérna á vaktinni til að nota með heimabíóinu mínu ásamt Dali hátalara og Klipsch sub sem ég átti fyrir. Það var einmitt svona vesen sem ég nennti ekki. EF ég hefði ekki verið ánægður með heimabíóið, hátalarana og sub hefði ég skipt öllu út fyrir Sonos complet kerfi