Með hvaða sjónvarpstegund mælið þið með?


Höfundur
jardel
Of mikill frítími
Póstar: 1762
Skráði sig: Þri 26. Jan 2010 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Með hvaða sjónvarpstegund mælið þið með?

Pósturaf jardel » Mið 19. Okt 2022 08:13

Hvaða sjónvarpstegund er best í dag
Ég hef ekki séð lengri lífaldur í lg og samsung en 4 ár.
Er Philips málið? Þau voru einu sinni a.m.k endingagóð.
Ég hef verið að.pæla í 75" þau eru bara svo dýr öll í kringum 200.000.



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2852
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 217
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Með hvaða sjónvarpstegund mælið þið með?

Pósturaf CendenZ » Mið 19. Okt 2022 08:34

Ég er með 2x LG sjónvörp, annað 10 ára og hitt 9 ára O:)
en ég var að skoða um daginn í elko-rápi sjónvörp og mér finnst sláandi mikill munur á framleiðendum. Í dag færi ég alltaf í sony sjónvarp miðað við það sem ég sá ;)



Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 130
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Með hvaða sjónvarpstegund mælið þið með?

Pósturaf audiophile » Mið 19. Okt 2022 08:40

Sony.

Búinn að eiga mitt Sony tæki í 5 ár og myndi ekki skoða neinn annan framleiðanda ef ég þyrfti að endurnýja í dag.


Have spacesuit. Will travel.


mikkimás
Gúrú
Póstar: 594
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Reputation: 113
Staða: Ótengdur

Re: Með hvaða sjónvarpstegund mælið þið með?

Pósturaf mikkimás » Mið 19. Okt 2022 09:18

LG, Samsung og Sony eru merkin mín.

Hef ekki tekið eftir því að lífaldurinn á tækjum minna vina og vandamanna sé svona stuttur.




njordur9000
Fiktari
Póstar: 85
Skráði sig: Sun 01. Des 2019 06:52
Reputation: 26
Staða: Ótengdur

Re: Með hvaða sjónvarpstegund mælið þið með?

Pósturaf njordur9000 » Mið 19. Okt 2022 09:24

Japanarnir eru bestir, Panasonic og Sony á ég þá við. Sjálfur hallast ég alltaf mest að Panasonic því þeir leggja mest upp úr réttri mynd og koma alltaf með nákvæmustu litina úr kassanum. Því miður er lítið selt af þeim lengur hér á landi en HT og Rafland hafa þó stundum einhver. LG, Samsung og Philips eru líka góð merki en forðastu LG nema þú farir í OLED því nanocell sjónvörpin þeirra eru með IPS skjái og eru þar með ekki spennandi. Eins eru sum Philips tækin líka IPS. Upp á endinguna ættu þau öll að endast meira en 4 ár.

200.000 er ekki svo dýrt í dag fyrir gott sjónvarp. Philips 9006 línan sem þykja þokkaleg LCD tæki eru á afslætti í Heimilistækjum núna, þú gætir gripið 70" á 150 kall. Annars er alltaf best að bíða eftir útsölum og afsláttum. Það verður sjálfsagt eitthvað á 11/11 og svo föstudeginum svarta og rafmánudeginum seint í október.


Palit RTX 4090 GameRock OC, Ryzen 7 5800X3D, 32 GB Corsair Vengeance LPX 3200MHz, Gigabyte X570 Aorus Pro, Corsair RM750X, 2 TB Samsung 980 Pro + 2 TB Samsung 970 Evo Plus, GameMax Black Hole, Be Quiet! Dark Rock Pro 4 | 65" LG B9 OLED
MacBook Pro 14" M1 Pro 16/512


ColdIce
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
Reputation: 95
Staðsetning: 600
Staða: Ótengdur

Re: Með hvaða sjónvarpstegund mælið þið með?

Pósturaf ColdIce » Mið 19. Okt 2022 09:33

LG OLED
Fer aldrei í neitt annað aftur


Eplakarfan: Apple Watch S8 | iPad Pro M1 | Macbook Pro 14” M3 | Apple TV 4K | iPhone 16 Pro Max | Airpods Pro | Airpods Pro 2 | iMac 27”
Tölvan: PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro | ThinkPad T14
Útiveran: Honda CR-V 2021 | Land Cruiser 150 | Vsett 11+ | Bettinsoli | Savage B22 |


njordur9000
Fiktari
Póstar: 85
Skráði sig: Sun 01. Des 2019 06:52
Reputation: 26
Staða: Ótengdur

Re: Með hvaða sjónvarpstegund mælið þið með?

Pósturaf njordur9000 » Mið 19. Okt 2022 10:01

CendenZ skrifaði:Ég er með 2x LG sjónvörp, annað 10 ára og hitt 9 ára O:)
en ég var að skoða um daginn í elko-rápi sjónvörp og mér finnst sláandi mikill munur á framleiðendum. Í dag færi ég alltaf í sony sjónvarp miðað við það sem ég sá ;)


Það sem þú „sérð“ í flóðlýstri búð þar sem tækjunum er stillt upp saman er hvert þeirra sé bjartast og með mettuðustu litina í búðarstillingunni. Það er lítið eða ekkert að marka það nema þú fáir að stilla þau á réttustu stillinguna (venjulega filmmaker mode eða sambærilegt) og berir saman í dimmu rými nema þú sjáir t.d. greinilegar ójöfnur í litum eða birtustigi eftir svæðum eins og er algengt á ódýrari sjónvörpum. Í svona björtu rými sérðu lítið annað en hvert þeirra nái best að komast yfir það og tækin eru stillt eftir því. Þetta er sambærilegt því að bera saman hátalara eða heyrnartól þar sem annað er stillt 5dB hærra. Hærri tónlistin hljómar alltaf betur og sá munur yfirgnæfir oftast gæðamuninn sé hann til staðar.


Palit RTX 4090 GameRock OC, Ryzen 7 5800X3D, 32 GB Corsair Vengeance LPX 3200MHz, Gigabyte X570 Aorus Pro, Corsair RM750X, 2 TB Samsung 980 Pro + 2 TB Samsung 970 Evo Plus, GameMax Black Hole, Be Quiet! Dark Rock Pro 4 | 65" LG B9 OLED
MacBook Pro 14" M1 Pro 16/512


Hausinn
FanBoy
Póstar: 706
Skráði sig: Mið 15. Jan 2020 18:14
Reputation: 152
Staða: Tengdur

Re: Með hvaða sjónvarpstegund mælið þið með?

Pósturaf Hausinn » Mið 19. Okt 2022 10:07

LG og Sony OLED sjónvörp ef þú vilt almennilegt sjónvarp. Hisense eiga að vera ágætir í budget valkostum.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: Með hvaða sjónvarpstegund mælið þið með?

Pósturaf appel » Mið 19. Okt 2022 10:15

njordur9000 skrifaði:
CendenZ skrifaði:Ég er með 2x LG sjónvörp, annað 10 ára og hitt 9 ára O:)
en ég var að skoða um daginn í elko-rápi sjónvörp og mér finnst sláandi mikill munur á framleiðendum. Í dag færi ég alltaf í sony sjónvarp miðað við það sem ég sá ;)


Það sem þú „sérð“ í flóðlýstri búð þar sem tækjunum er stillt upp saman er hvert þeirra sé bjartast og með mettuðustu litina í búðarstillingunni. Það er lítið eða ekkert að marka það nema þú fáir að stilla þau á réttustu stillinguna (venjulega filmmaker mode eða sambærilegt) og berir saman í dimmu rými nema þú sjáir t.d. greinilegar ójöfnur í litum eða birtustigi eftir svæðum eins og er algengt á ódýrari sjónvörpum. Í svona björtu rými sérðu lítið annað en hvert þeirra nái best að komast yfir það og tækin eru stillt eftir því. Þetta er sambærilegt því að bera saman hátalara eða heyrnartól þar sem annað er stillt 5dB hærra. Hærri tónlistin hljómar alltaf betur og sá munur yfirgnæfir oftast gæðamuninn sé hann til staðar.


Ég er ekki hrifinn af því hvernig sjónvörp eru uppstillt í þessum raftækjabúðum á Íslandi (líklega er þetta eins erlendis). Þau eru að sýna einhverja demo-reelu, oftast sérhannað fyrir sjónvarpið. T.d. eru OLED tæki að sýna demo-reelu sem er með mikið um svarta liti, á meðan Samsung LED tækin sýna demo-reelu þar sem birtustigið er mikið og lítið um svart.
Verst er, einsog í HT, að þú ert með LG C1 tæki að sýna annað vídjó heldur en LG C2 tækin, hlið við hlið, þannig að þú getur ekki séð muninn á milli kynslóða.

Svo eru þessi vídjó á 60fps, í 4K og HDR. Þannig að þau sýna alls ekki raunveruleg myndgæði sem þú myndir búast við í vídjó spilun á Netflix eða annarri þjónustu.
Þú færð í raun ekkert að gera nema horfa á þessa demo-reelu. Þetta er einsog að kaupa bíl án þess að prófa að keyra hann.

Ég hef beðið um að fá að prófa Netflix í þessum tækjum, en verslanir eru hættar að bjóða upp á það, segja að það sé of mikið vesen. En ég vildi fá að sjá hvernig þau sýna efni sem ég horfi mikið á, sem er yfirleitt ekki í 4K og HDR.

Svo eru OLED tækin oftast sett þar sem dagsbirtan er minni og þau reflecta minna, t.d. HT á Suðurlandsbraut.


Ég keypti reyndar OLED C1 tæki í Ágúst, en skilaði þar sem það var gallað. En ég var ekki of hrifinn af myndgæðunum. Bæði fannst mér of mikið reflection, einsog að vera með spegil fyrir framan sig, og svo fannst mér tækið ekki meðhöndla judder vel þó það hafi verið stillt til að meðhöndla það. Ég sá greinilega misræmi í framerate. Þessvegna vill maður geta prófað á raunverulegu efni áður en maður kaupir.


Er reyndar með 75" Samsung tæki heima, það er meira stofudjásn. Ég horfi mest, langmest, á 43" IPS tölvuskjáinn minn. Veit ekki hvað það er, en mér finnst einsog Samsung tækið mitt sé bara alltof asnalegt með myndina og ég get illa vanist því. Litir over-satureitaðir, allskonar myndgæða-artifectar. En verst finnst mér það sem ég kalla tearing í hreyfingu í vídjóinu. Í efni sem er 24 rammar á sekúndu þá versnar þetta tearing eftir því sem sjónvarpstækið er stærra, það er doldið mín ályktun. Enda þegar einhver hlutur er að hreyfast milli ramma þá færist hann um kannski 2mm á 43" tæki en 5mm á 75" tæki. Þú þarft hærra framerate á efni fyrir stærra tæki, hafðu þetta í huga. Stærra tæki virðist góð hugmynd, en allt efni sem er í boði í dag er ekki til í 60fps, heldur 24fps. Ég myndi segja að 50" sé svona sweet spot upp á þetta að gera.
Síðast breytt af appel á Mið 19. Okt 2022 10:17, breytt samtals 2 sinnum.


*-*


Höfundur
jardel
Of mikill frítími
Póstar: 1762
Skráði sig: Þri 26. Jan 2010 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Með hvaða sjónvarpstegund mælið þið með?

Pósturaf jardel » Mið 19. Okt 2022 10:21

Ódýrasta sony i elko 65'+ er á 600.000
Ég horfi mikið á fótbolta í minu lg var alltaf flökkt á boltanum. Hvað þarf ég að hafa í huga?
Verð ég að kaupa tæki með ákveðið mikið af Endurnýjunartíðni hz upp á boltan að gera?
Ef svo er hvað þarf hún að vera?
Síðast breytt af jardel á Mið 19. Okt 2022 10:27, breytt samtals 2 sinnum.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7514
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1178
Staða: Ótengdur

Re: Með hvaða sjónvarpstegund mælið þið með?

Pósturaf rapport » Mið 19. Okt 2022 11:07

Ég er svo cheap... er með Shield Pro sem Android TV sem keyrir features og öpp og birtir á Finlux 4K 65" sem ég fékk á um 120þ.

Gerði þetta haldandi/vitandi að það er ekki sjónvarpið sjálft sem er að takmarka myndgæðin, það er miðillinn, appið eða nettengingin.

Svínvirkar, ekkert komið uppá eða eitthvað við myndina sem hefur pirrað mig, en ég er ekki mikið að pæla í myndgæðum.




Höfundur
jardel
Of mikill frítími
Póstar: 1762
Skráði sig: Þri 26. Jan 2010 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Með hvaða sjónvarpstegund mælið þið með?

Pósturaf jardel » Mið 19. Okt 2022 15:33

Hvaða 75" tæki mælið þið með undir 200.000?
Það þarf að vera hægt að horfa á fótbolta i þvi




Hausinn
FanBoy
Póstar: 706
Skráði sig: Mið 15. Jan 2020 18:14
Reputation: 152
Staða: Tengdur

Re: Með hvaða sjónvarpstegund mælið þið með?

Pósturaf Hausinn » Mið 19. Okt 2022 15:51

Ef að þú hefur smá þolinmæði verða eflaust mikil tilboð á sjónvörpum á svarta fössara eða eftir áramót.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: Með hvaða sjónvarpstegund mælið þið með?

Pósturaf appel » Mið 19. Okt 2022 16:31

Hausinn skrifaði:Ef að þú hefur smá þolinmæði verða eflaust mikil tilboð á sjónvörpum á svarta fössara eða eftir áramót.


Sammála. Ég myndi alltaf bíða eftir þesslags tilboðshátíðum, getur sparað mikið á því.


*-*


Hausinn
FanBoy
Póstar: 706
Skráði sig: Mið 15. Jan 2020 18:14
Reputation: 152
Staða: Tengdur

Re: Með hvaða sjónvarpstegund mælið þið með?

Pósturaf Hausinn » Mið 19. Okt 2022 16:55

appel skrifaði:
Hausinn skrifaði:Ef að þú hefur smá þolinmæði verða eflaust mikil tilboð á sjónvörpum á svarta fössara eða eftir áramót.


Sammála. Ég myndi alltaf bíða eftir þesslags tilboðshátíðum, getur sparað mikið á því.

Held að ég hafi sparað svona 130þús á mínu OLED með því að kaupa eftir áramót. Er oft stór útsala þá þ.s. verið er að reyna að tæma lagerinn.



Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 130
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Með hvaða sjónvarpstegund mælið þið með?

Pósturaf audiophile » Mið 19. Okt 2022 17:18

Styttist líka í Singles Day, Black Friday og Cyber Monday. Aldrei vita hvaða tilboð verða þar. Gæti borgað sig að bíða aðeins.


Have spacesuit. Will travel.


jonfr1900
Vaktari
Póstar: 2796
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Reputation: 349
Staðsetning: Danmark
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Með hvaða sjónvarpstegund mælið þið með?

Pósturaf jonfr1900 » Mið 19. Okt 2022 17:20

Ég er með 43" Samsung sjónvarp. Það eru engin tæknileg vandamál að sjá hjá mér. Það eru önnur vandamál en þau eru ekki bundin við einn framleiðanda.



Skjámynd

kornelius
Gúrú
Póstar: 551
Skráði sig: Þri 09. Jan 2018 09:15
Reputation: 113
Staða: Ótengdur

Re: Með hvaða sjónvarpstegund mælið þið með?

Pósturaf kornelius » Mið 19. Okt 2022 17:58

LG alla leið - er með eitt 50" 2012 model PLASTMA og annað 48" 2020 model OLED LG C1

K.




Dr3dinn
Tölvutryllir
Póstar: 618
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 21:44
Reputation: 99
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Með hvaða sjónvarpstegund mælið þið með?

Pósturaf Dr3dinn » Mið 19. Okt 2022 18:31

Sko þetta fer alfarið eftir notkun.

Ertu í fótbolta, 4k áhorfi, rúv áhorfi eða bara í netflix þáttaröðum.

dæmi:Það þarf engin að kaupa 600þ oled tæki og horfa bara á Seinfeld / ruv í hrikalega lélegri upplausn. (og já það eru glötuð gæði sem öll sjónvörp nýleg ættu að ráða við)

Hef farið í gegnum flesta stóru framleiðendurnar og finnst samsung koma best út fyrir high quality sjónvarp en fyrir netflix og svoleiðis skiptir þetta engu máli. Frábært ráð hér á vaktinni að hinkra eftir tilboðunum og kaupa bara innan budget.


Vélar
Leikja:Corsair Carbide 400C Clear - AMD 7800X3D - ASROCK b650 lightning - Samsung 990 1tb, Sabrent m.2 1TB, s 32GB(2x16 GB) 6000 MHz - ASRock Radeon RX 6900XT Phantom Gaming D 16GB -1x Odyssey G7 32, 240hz, 1ms, QHD 1440p

Vinnuvélin:Corsair Carbide 275R White - AMX 3900x -Samsung 1TB Pro-32GB (2x16 GB) 3400 MHz Corsair -2060 MSI Ventus 6 GB


dadik
Tölvutryllir
Póstar: 639
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 112
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Með hvaða sjónvarpstegund mælið þið með?

Pósturaf dadik » Mið 19. Okt 2022 18:36

Búinn að eiga Sony, Samsung og LG - allt mjög fín tæki.

OLED er svo stórkostlegt ef þú hefur efni á því.


ps5 ¦ zephyrus G14

Skjámynd

rickyhien
Gúrú
Póstar: 562
Skráði sig: Lau 25. Maí 2013 20:39
Reputation: 29
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Með hvaða sjónvarpstegund mælið þið með?

Pósturaf rickyhien » Mið 19. Okt 2022 19:57

tek fram að ég er sölumaður í Elko og mæli með Sony ... :D
á sjálfur LG 2017 OLED 55" sem virkar ennþá upp á 10




BO55
Græningi
Póstar: 39
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Með hvaða sjónvarpstegund mælið þið með?

Pósturaf BO55 » Mið 19. Okt 2022 22:43

Er með Philips (Non OLED) 75" minnir mig. Fínt tæki fyrir peninginn. Með Dolby Vision og mjög góð myndgæði að mínu áliti.

Mín 2 sent:
- Spáðu í myndgæði númer 1, 2 og 3.
- Stýrikerfi skiptir ekki máli. Fáðu þér Shield eða AppleTV.
- Dolby Vision - Passaðu að það sé stuðningur við DV.
- Ekki spá í hljóðgæði. Fáðu þér góðan soundbar og bassabox. Er sjálfur með Sonos ARC + sub og gæti eiginlega ekki verið sáttari.
- Tegund. Það reynist oft betra að taka virt og þekkt merki hjá söluaðila sem er með góða þjónustu.

PS. Þetta er mitt álit, ef einhver er ósammála (líka þessi sem er ólæs) þá er það bara flott. Gott að fá fleiri álit :)



Skjámynd

techseven
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 312
Skráði sig: Lau 02. Des 2006 17:26
Reputation: 9
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Re: Með hvaða sjónvarpstegund mælið þið með?

Pósturaf techseven » Fim 20. Okt 2022 01:08

Þegar ég keypti mitt 75" LG (ódýrasta gerðin í boði, var ca 300þ) þá valdi ég það yfir Samsung því mér fannst upscaling betra á LG og myndin örlítið betri. Ég mætti með minn eigin USB kubb með prufufælum til að prófa - en það eru 3 ár síðan sem er langur tími í þessum geira...


Ryzen 7 5700X - MSI RTX 2080 Gaming X Trio


nonesenze
Kerfisstjóri
Póstar: 1248
Skráði sig: Fim 10. Des 2009 17:06
Reputation: 99
Staða: Ótengdur

Re: Með hvaða sjónvarpstegund mælið þið með?

Pósturaf nonesenze » Fim 20. Okt 2022 02:01

LGD gerir alla oled panela fyrir sony og aðra sem nota oled, bara svona til að segja það, fékk mér 77" LG C2 um daginn og. það er bara brilliant sjónvarp í alla staði, mæli með ef buddan leyfir það


CPU: Intel i9-14900KS
Móðurborð: Asus z790 apex encore
Minni: G.skill 2x16gb 7600mhz cl36
Skjákort: RTX 4090 rog strix
Turn psu: lian li o11d xl rog, Dark Power Pro 1600w13xQL120
Kæling: EK CR360 direct die AIO
SSD: Samsung SSD 980 PRO 1TB
HDD: WD 12TB
Skjár: asus pg32uqr
Lyklaborð Mús heyrnatól : Corsair k100 rgb, corsair Virtuos

Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 130
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Með hvaða sjónvarpstegund mælið þið með?

Pósturaf audiophile » Fim 20. Okt 2022 09:05

nonesenze skrifaði:LGD gerir alla oled panela fyrir sony og aðra sem nota oled, bara svona til að segja það, fékk mér 77" LG C2 um daginn og. það er bara brilliant sjónvarp í alla staði, mæli með ef buddan leyfir það


Reyndar ekki alveg lengur. Nýja A95K frá Sony notar QD-OLED panel frá Samsung.

Annars verður ekki tekið af LG Display að OLED skjárinn þeirra er frábær og Sony og Panasonic hafa gert frábæra hluti með þá í sjónvörpunum sínum. Nú er LG komin með alvöru samkeppni við Samsung í OLED framleiðslu og verður gaman að sjá þróunina næstu árin.


Have spacesuit. Will travel.