Nú hefur mig lengi langað í skjávarpa en aldrei verið með góðan stað fyrir hann fyrr en núna.
Stór hvítur veggur sem er bókstaflega að suða í mér að verða notaður
Svo ég er að gæla við þá hugmynd að láta verða af því.
Fyrir mér er 1080p alveg nóg, þarf ekki 4k.
Ég rakst á þennan og lýst nokkuð vel á hann, en hef aldrei átt skjávarpa og væri til í að fá ráðleggingar og ráðgjöf.
https://www.mii.is/vara/mi-smart-projector-2-skjavarpi/
Hvað finnst ykkur?
Skjávarpa pælingar
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2553
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Reputation: 474
- Staða: Ótengdur
Re: Skjávarpa pælingar
Ég var í sömu pælingum fyrir stuttu. Mæli með að þú farir í Ármúlann til Mii og skoðir úrvalið. Þessi sem þú linkaðir á var mjög flottur og þægilegur. Ég endaði á öðrum (Xiaomi laser), þar sem hann er þynnri og með ásættanlegu hljóði (þetta er notað í stofuna hjá mér, fyrst og fremst til að henda upp myndashowi, fótboltaleik eða öðrum viðburðum).
Eins og ég segi, mæli með að kíkja á þetta í versluninni.
Eins og ég segi, mæli með að kíkja á þetta í versluninni.
5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q
-
- Besserwisser
- Póstar: 3120
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 454
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Skjávarpa pælingar
Það sem er heillandi við þennan MII varpa er líftími ljósgjafans, 25þús klst er ansi gott.
Ég pantaði sjálfur algjöran bang for the buck skjávarpa fyrir nokkrum árum af Amazon, Optoma HD142x, hann kostaði c.a 75þús hingað kominn með öllum gjöldum. Hann er reyndar ekki fáanlegur lengur en það eru komin nýrri módel t.d HD146x ef ég man rétt. 1080p native og svaka bjartur og flottur. Myndi hiklaust mæla með að skoða Optoma 1080p varpana hjá Amazon. Ef ég hefði ekki fengið flugu í hausinn og uppfært í 4K þá væri ég enn með Optoma varpann hugsa ég.
Ég pantaði sjálfur algjöran bang for the buck skjávarpa fyrir nokkrum árum af Amazon, Optoma HD142x, hann kostaði c.a 75þús hingað kominn með öllum gjöldum. Hann er reyndar ekki fáanlegur lengur en það eru komin nýrri módel t.d HD146x ef ég man rétt. 1080p native og svaka bjartur og flottur. Myndi hiklaust mæla með að skoða Optoma 1080p varpana hjá Amazon. Ef ég hefði ekki fengið flugu í hausinn og uppfært í 4K þá væri ég enn með Optoma varpann hugsa ég.
-
Höfundur - Vaktari
- Póstar: 2553
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Reputation: 474
- Staða: Ótengdur
Re: Skjávarpa pælingar
Já það er soldið heillandi þessir 25þús klst á þessum Mi varpa.
En hvað með BenQ eða Epson? Eru þeir jafnvel betri valkostur?
Hérna eru nokkrir á svona svipuðu verði.
https://verslun.origo.is/Sjonvorp-og-skjalausnir/Skjavarpar/BENQ-MH560-skjavarpi-1920x1080-3800-birta/2_26685.action
https://rafland.is/epson-eh-tw740-fhd-3lcd-heimabio-skjavarpi-1.html
https://rafland.is/epson-eb-w49-skjavarpi-1.html
https://rafland.is/epson-eb-fh52-skjavarpi-4000lm1080p-240hz-1.html
Þessir hafa mun meira lumen en styttri endingu á peru. Er það möst að hafa hærra lumen en Mi varpinn bíður uppá?
Og hvernig er það með perurnar, borgar það sig að standa í því að skipta um þær þegar að því kæmi?
En hvað með BenQ eða Epson? Eru þeir jafnvel betri valkostur?
Hérna eru nokkrir á svona svipuðu verði.
https://verslun.origo.is/Sjonvorp-og-skjalausnir/Skjavarpar/BENQ-MH560-skjavarpi-1920x1080-3800-birta/2_26685.action
https://rafland.is/epson-eh-tw740-fhd-3lcd-heimabio-skjavarpi-1.html
https://rafland.is/epson-eb-w49-skjavarpi-1.html
https://rafland.is/epson-eb-fh52-skjavarpi-4000lm1080p-240hz-1.html
Þessir hafa mun meira lumen en styttri endingu á peru. Er það möst að hafa hærra lumen en Mi varpinn bíður uppá?
Og hvernig er það með perurnar, borgar það sig að standa í því að skipta um þær þegar að því kæmi?
-
- Besserwisser
- Póstar: 3120
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 454
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Skjávarpa pælingar
Moldvarpan skrifaði:Já það er soldið heillandi þessir 25þús klst á þessum Mi varpa.
En hvað með BenQ eða Epson? Eru þeir jafnvel betri valkostur?
Hérna eru nokkrir á svona svipuðu verði.
https://verslun.origo.is/Sjonvorp-og-skjalausnir/Skjavarpar/BENQ-MH560-skjavarpi-1920x1080-3800-birta/2_26685.action
https://rafland.is/epson-eh-tw740-fhd-3lcd-heimabio-skjavarpi-1.html
https://rafland.is/epson-eb-w49-skjavarpi-1.html
https://rafland.is/epson-eb-fh52-skjavarpi-4000lm1080p-240hz-1.html
Þessir hafa mun meira lumen en styttri endingu á peru. Er það möst að hafa hærra lumen en Mi varpinn bíður uppá?
Og hvernig er það með perurnar, borgar það sig að standa í því að skipta um þær þegar að því kæmi?
BenQ og Epson eru solid merki. Varðandi lumen output, þá getur verið erfitt að bera saman þar sem að framleiðendur nota mismunandi aðferðir oft við að mæla þetta. Ef þú getur stýrt birtunni í herberginu almennilega (lokað á alla dagsbirtu) þá skiptir lumen minna máli ... en ef þú ert með þetta í venjulegri stofu t.d þar sem er alltaf einhver dagsbirta a koma inn þá er hærra lumen output betra, annars verður myndin frekar washed out. Reyndar er náttúrulega alltaf best að vera með sem mest myrkur í herberginu. Svo skiptir lumen outputið líka máli varðandi stærð myndar, því stærri mynd sem þú ætlar að hafa, því meira lumen output þarftu. M.v. það sem ég hef lesið þá er lumen undir 2000 frekar lágt og þá þarftu helst alveg light controlled herbergi. 2000+ er betra, 3000+ er ideal fyrir svona "daylight viewing".
Varðandi perurnar, þá hef ég átt 4 skjávarpa í gegnum tíðina og hef aldrei skipt um peru í neinum þeirra. Ég reyndar nota þá ekki mjög mikið, hef alltaf verið með TV líka fyrir almennt gláp. Ég hef kannski notað max 30% af líftíma perunnar og hef þá alltaf verið búinn að selja varpann og uppfæra áður en kemur að því að skipta um peru. Optoma varpinn sem ég átti á undan þessum sem ég er með núna var kominn í einhverja 6-700 tíma ef ég man rétt, eftir c.a 3 ára notkun. Átti helling eftir þegar ég seldi hann. Hann kostaði c.a 75þús kall, pera í svona varpa er líklega á c.a 25-30þús hingað komin. Ætli maður þurfi ekki bara að vega og meta m.v. hversu dýran varpa maður er með og hversu outdated hann gæti verið orðinn þegar kemur að því að skipta um peru hvort maður leggi í það eða uppfæri bara í annan varpa
Re: Skjávarpa pælingar
Perur detta oft á útsölu, t.d. Í tölvulistanum. Ég keypti aukaperu þar í minn Epson skjávarpa þó að slatti væri eftir af perunni, kostaði undir 20. þús.