HDBaseT HDMI Extender vs. hefðbundin HDMI snúra


Höfundur
freysio
Græningi
Póstar: 25
Skráði sig: Þri 29. Apr 2014 22:00
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

HDBaseT HDMI Extender vs. hefðbundin HDMI snúra

Pósturaf freysio » Sun 10. Júl 2022 12:07

Daginn,

Ég ákvað að heyra í ykkur varðandi smá vandamál sem ég er með.

Staðan er svona:
Ég er með sjónvarpsvegg þar sem dregið er í fyrir öllu, tv, hátölurum og rafmagni. Þetta fer síðan í tækjaskáp ekki svo lang frá þar sem ég hef verið með heimabíómagnara, appleTV, sjónvarp símans ofl, PS5 ofl. Þessu er síðan stjórnað af Logitech Harmony.

Hingað til hef ég verið að nota HDBaseT HDMI Extender til að koma HDMI frá tækjaskáp yfir að sjónvarpinu. Það eru þá nokkrar CAT5e snúrur sem eru dregnar í vegginn frá tækjaskáp og í sjónvarpsvegg.

Núna er hins vegar ómögulegt fyrir mig að ná t.d. 4K HDR gæðum úr AppleTV sem er farið að pirra mig.

Mér datt í hug að fara sleppa þessum HDMI extender og láta draga bara HDMI snúru þarna á milli, en þá þarf auðvitað að klippa á annan endan og tengja aftur. Er einhver hér sem hefur reynslu af því að tengja þetta aftur og halda sambærilegu gagnastraumi í snúrunni? Er þetta gerlegt eða á maður bara að halda sig við þessa HDMI extendera over CAT.

Kær kveðja,




TheAdder
Geek
Póstar: 821
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 225
Staða: Tengdur

Re: HDBaseT HDMI Extender vs. hefðbundin HDMI snúra

Pósturaf TheAdder » Sun 10. Júl 2022 12:23

Ef ég væri þú, þá myndi ég athuga með optical hdmi kapal, fá hann splæstan í tækjaskápnum. Ef splæsingin er almennileg, þá ættirðu að halda fullu gagnastreymi.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: HDBaseT HDMI Extender vs. hefðbundin HDMI snúra

Pósturaf Viktor » Sun 10. Júl 2022 15:00

Viðhengi
hdmi screw.jpg
hdmi screw.jpg (58.45 KiB) Skoðað 2858 sinnum
Síðast breytt af Viktor á Sun 10. Júl 2022 15:03, breytt samtals 1 sinni.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


Höfundur
freysio
Græningi
Póstar: 25
Skráði sig: Þri 29. Apr 2014 22:00
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: HDBaseT HDMI Extender vs. hefðbundin HDMI snúra

Pósturaf freysio » Sun 10. Júl 2022 15:20



Já, var einmitt að skoða svona. Þekkir þú eitthvað til þessara lausnar eða heyrt reynslusögur af þessum lausnum?




Höfundur
freysio
Græningi
Póstar: 25
Skráði sig: Þri 29. Apr 2014 22:00
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: HDBaseT HDMI Extender vs. hefðbundin HDMI snúra

Pósturaf freysio » Sun 10. Júl 2022 15:20

TheAdder skrifaði:Ef ég væri þú, þá myndi ég athuga með optical hdmi kapal, fá hann splæstan í tækjaskápnum. Ef splæsingin er almennileg, þá ættirðu að halda fullu gagnastreymi.


En ég þyrfti þá að öllum að vera með splicer fyrir fiber til að ná að klára splæsingun?




TheAdder
Geek
Póstar: 821
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 225
Staða: Tengdur

Re: HDBaseT HDMI Extender vs. hefðbundin HDMI snúra

Pósturaf TheAdder » Sun 10. Júl 2022 18:13

Já, þyrftir að kaupa þá þjónustu, reynslan hjá mínum vinnustað af svona skrúfuðum hdmi tengjum, hafa verið frá allt í lagi niður í ómögulegt.
HDMI tenglar, eins og þessi hjá SmiNor hérna að ofan, eru oftast með hdmi tengi aftaná líka, eins og hdmi samsetningar. Það eru til tenglar sem eru með skrúfuðum tengingum, en þeir hafa verið frekar misjafnir að okkar reynslu eins og ég sagði hér að ofan.
Ef þú hefur 20mm röralögn frá einum stað á annan, þá er hægt að koma HDMI snúru heilli á milli, með því að flysja plastið utan af tenginu, en eftir eigin reynslu, þá mæli ég ekki með því.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo

Skjámynd

Snorrlax
Fiktari
Póstar: 61
Skráði sig: Sun 30. Des 2012 22:04
Reputation: 6
Staðsetning: ísland
Staða: Ótengdur

Re: HDBaseT HDMI Extender vs. hefðbundin HDMI snúra

Pósturaf Snorrlax » Sun 10. Júl 2022 20:24

Það er hundleiðinlegt að víra upp svona HDMI tengi, rosalega mikið af pörum. En það er vel hægt. veit um eitt tilfelli þar sem að vinnufélagi gerði það. En það tók hann tvo tíma (Hann reyndar lóðaði kapalinn í miðjunni saman, ekki svona skrúfutengi). Verður líka að passa með svona skrúfutengi að þú ert ennþá takmarkaður yfir því hvað kapallinn má vera langur. Fyrir 4k 60Hz þá myndi ég persónulega aldrei treysta lengra en 7.5m nema með HDBT eða ljósleiðarakapli. Nema þú pottþétt sjáir review fyrir þann kapal að hann virki yfir tiltekna lengd. Þú færð líka ágætlega mikla deyfingu þegar þú setur HDMI kapalinn í skrúfutengið sem minnkar heildar lengdina sem þú getur verið með.

Þú getur frekar auðveldlega fengið HDBT fyrir 4K 60Hz í dag yfir cat. Cat6 skermað er yfirleitt það sem er "recommended" fyrir það. En hef séð það auðveldlega virka á cat5e ef það er enginn svakaleg leið og ekki mikið í kringum 230V rafmagn. gætir líka farið sem framtíðarlausn að draga einn ljósleiðara. gætir þá alltaf skipt út endabúnaðinum fyrir eitthvað öflugra seinna með.

Hvað er þetta löng leið?


i5 4670K//R9 290//Gigabyte GA-Z87-D3HP//Crucial Ballistix Sport (4x8GB)-----HD650//Mad Dogs//Porta Pro//CX 5.00// HD 4.30//M-Audio BX8


Höfundur
freysio
Græningi
Póstar: 25
Skráði sig: Þri 29. Apr 2014 22:00
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: HDBaseT HDMI Extender vs. hefðbundin HDMI snúra

Pósturaf freysio » Mán 11. Júl 2022 18:18

Snorrlax skrifaði:Það er hundleiðinlegt að víra upp svona HDMI tengi, rosalega mikið af pörum. En það er vel hægt. veit um eitt tilfelli þar sem að vinnufélagi gerði það. En það tók hann tvo tíma (Hann reyndar lóðaði kapalinn í miðjunni saman, ekki svona skrúfutengi). Verður líka að passa með svona skrúfutengi að þú ert ennþá takmarkaður yfir því hvað kapallinn má vera langur. Fyrir 4k 60Hz þá myndi ég persónulega aldrei treysta lengra en 7.5m nema með HDBT eða ljósleiðarakapli. Nema þú pottþétt sjáir review fyrir þann kapal að hann virki yfir tiltekna lengd. Þú færð líka ágætlega mikla deyfingu þegar þú setur HDMI kapalinn í skrúfutengið sem minnkar heildar lengdina sem þú getur verið með.

Þú getur frekar auðveldlega fengið HDBT fyrir 4K 60Hz í dag yfir cat. Cat6 skermað er yfirleitt það sem er "recommended" fyrir það. En hef séð það auðveldlega virka á cat5e ef það er enginn svakaleg leið og ekki mikið í kringum 230V rafmagn. gætir líka farið sem framtíðarlausn að draga einn ljósleiðara. gætir þá alltaf skipt út endabúnaðinum fyrir eitthvað öflugra seinna með.

Hvað er þetta löng leið?


Þetta er max 6-7 metrar



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3125
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: HDBaseT HDMI Extender vs. hefðbundin HDMI snúra

Pósturaf hagur » Þri 12. Júl 2022 18:53

Einfaldast að uppfæra bara upp í nýrri HDBaseT búnað sem styður 4K/60hz. AV Pro Edge t.d. Kostar eflaust skildinginn ...