kjartanbj skrifaði:Ég myndi byrja ákveða hvaða kerfi þú vilt keyra sem grunn sem tengir allt saman, til eru nokkur mismunandi kerfi mis flókin og öflug , ég sjálfur nota Home assistant sem er það kerfi sem ég býst við að geti tengst sem flestan búnað saman undir einum hatti, hinsvegar er það með smá "learning curve" en er orðið samt mun einfaldara í dag en það var , getur gert nánast allt ef ekki allt orðið í Gui í dag. síðan eru kerfi eins og Smartthings , Hubitat , HomeKit og fleiri kerfi sem bjóða kannski ekki upp á alveg jafn öflugan stuðning.
í Snjall ljósaperunum er Philips Hue líklega vinsælast , ég er með svoleiðis en nota reyndar IKEA perurnar í flestum ljósum nema í þeim sem ég vill hafa litaperur í, þær eru betri í HUE . IKEA perurnar tengjast Hue hubbinum og virka fínt þannig
Síðan viltu liklega fá þér snjallás líka, það eru til nokkrar tegundir af þeim, ég sjálfur nota Danalock og Danapad keypad
Ég hugsa að ég myndi amk byrja með að hafa google kerfið þar sem mér langar að hafa google nest hub til að vera "aðal" stjórnunin og svo í gegnum símann og 2-3 takka eins og fyrir ehv commands eins og slökkva á ljósum og draga niður gardínur t.d.
Er ekki annars hægt að setja rútínur í það? Eins og að loka gardínum kl xx:xx og opna aftur kl xx:xx
Ég er búinn að vera skoða með perur vs rofar, það sem ég er ekki alveg að fíla með perurnar er að ef maður vill slökkva á þeim með rofanum þá er ekki hægt að kveikja á þeim með símanum eða smart button. Annars með smart perur þá er sniðugt að það sé hægt að láta þær kveikja ljósin hægt og rólega þegar maður þarf að vakna og líka hægt að stilla brightness, kanski maður endar að fara í bæði á endanum
Hef ekki mikið skoðað snjallás þar sem ég hef heyrt að "hakkarar" getur opnað ef hann kemst inn á WiFi eða eitthvað, hef samt ekkert tjekkað hvort það sé eitthvað að til í því eða ekki en veit ekki hvort það mun vera notað það mikið að það sé þess virði að kaupa.
Góð pæling með danfoss kerfið, hef ekki skoðað það nógu mikið, hafi þið reynslu á einhverju svipuðu?
Fractal Design Meshify |Asrock B760 Pro | i5 13600KF | 32GB DDR4| GTX 2080 Super |