gallar og kostir við skjávarp vs tv


Höfundur
gutti
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1620
Skráði sig: Lau 19. Apr 2003 22:56
Reputation: 45
Staðsetning: REYKJAVIK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

gallar og kostir við skjávarp vs tv

Pósturaf gutti » Fim 09. Apr 2020 10:45

Gallar og kostir á kaup Gallar og kostir á kaup https://www.tl.is/product/epson-eh-tw54 ... ome-cinema
Langar að breyta til en veit vóða lítið um skjávarp eða áfram. Er þess virði að kaupa skjávarp #-o



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3125
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: gallar og kostir við skjávarp vs tv

Pósturaf hagur » Fim 09. Apr 2020 13:12

gutti skrifaði:Gallar og kostir á kaup Gallar og kostir á kaup https://www.tl.is/product/epson-eh-tw54 ... ome-cinema
Langar að breyta til en veit vóða lítið um skjávarp eða áfram. Er þess virði að kaupa skjávarp #-o


Ég hef verið með skjávarpa on and off í mörg ár. Ég myndi segja að það færi eftir því hvernig aðstöðu þú ert með. Ég myndi ekki nenna að vera með skjávarpa sem "aðal"-sjónvarp í hefðbundinni bjartri stofu sem dæmi. Í núverandi húsnæði er ég með sjónvarpsrými í kjallara sem er með litlum gluggum og því auðvelt að stýra birtu. Ég málaði það í dökkum, möttum litum og er kominn með hálf dedicated "bíósal" þar, með skjávarpa. Þar horfi ég yfirleitt á kvikmyndir, boltann o.þ.h. Fyrir venjulegt sjónvarpsgláp nota ég yfirleitt bara sjónvarpið uppí stofu. Krakkarnir hafa gaman af því líka að bjóða vinunum í "bíó".




Höfundur
gutti
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1620
Skráði sig: Lau 19. Apr 2003 22:56
Reputation: 45
Staðsetning: REYKJAVIK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: gallar og kostir við skjávarp vs tv

Pósturaf gutti » Fim 09. Apr 2020 14:52

ég er með myrkagardínur dregið niður þá nær sólinn ekki inn besta er sólinn nær varla að skína inn nema þegar hún kemur upp svo niður að kveldi er í blokk.
Ég er mikið að horfa á netflix svo dl af og til bíómyndir !! horfa fréttir báðum stöðvum búið !




Tesli
spjallið.is
Póstar: 474
Skráði sig: Fim 13. Feb 2003 14:37
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: gallar og kostir við skjávarp vs tv

Pósturaf Tesli » Fim 09. Apr 2020 21:22

Ég hef sömu sögu að segja og hagur, hef verið með margar týpur af skjávörpum og svo sjónvörp inn á milli. Fyrsti skjávarpinn sem ég keypti var árið 2003. Núna er ég með 65"OLED í stofunni og svo dedicated bíó sal með skjávarpa í kjallaranum.
Ég myndi vilja bæta við að hávaði er mikið mál við flesta skjávarpa. Það er ekkert mál þegar þú horfir á eitthvað með hljóðið í botni en þetta fer að verða leiðinlegt þegar þú vilt bara horfa á eitthvað í rólegheitunum. Ég hef alltaf verið með skjávarpa beint yfir sófanum. Hugsa að ég myndi fara næst í short throw varpa sem er þá allavega lengra í burtu frá manni (hugsanlega þessa nýju 4k laser varpa).
Ég myndi líka vilja "anamorphic lens" í næsta varpa, pirrar mig oft að sjá grásvartan bar neðst og efst, væri til í að linsan gæti bara skorið þá af.
Það getur verið erfitt að staðsetja varpa vel í rými. Núna er ég með varpa sem ég þurfti að nota keystone correction því hann er ekki staðsettur fullkomlega fyrir framan tjaldið, þá sé ég grásvarta þríhyrninga, sem leka yfir svarta rammann minn að neðan og á hlið.
Svo hefur mér fundist vera mikill munur á sólarljósi og venjulegri lýsingu. Sólarljósið virtist mér alltaf eyðileggja myndina meira þó það væri bara rétt svo týra að komast inn, þetta er samt bara mín tilfinning og ég veit ekki hvort að það sé endilega vísindalegt. Þannig að ég myndi mæla með að fá sér ekki varpa nema hægt sé algjörlega að dimma rýmið.

Þó að sjónvarpið mitt sé töluvert betra en skjávarpinn minn í gæðum þá kýs ég samt alltaf 120" skjá fram yfir 65" :D

Ég er kannski kominn lengra en þína pælingar, en þetta er allavega eitthvað til að hugsa um :)



Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2227
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Reputation: 171
Staða: Ótengdur

Re: gallar og kostir við skjávarp vs tv

Pósturaf kizi86 » Fös 10. Apr 2020 02:43

hef verið með skjávarpa í stofunni núna í að verða 12 ár. ef ert með svona "venjulegan" varpa þá er algjört möst að geta dregið fyrir glugga, helst vera með myrkvunargluggatjöld, en hef séð svona "ultra short throw" laser Xiaomi varpa, sem er alveg upp við vegginn sem myndin á að vera á, sá var reyndar bara 1080p (4k útgáfan var ekki komin þá), og hann var það bjartur, að svo lengi sem sólargeislinn skein ekki beint á vegginn, kom myndin vel út (auðvitað best að vera myrkur), ég mun pottþétt fá mér 4k útgáfuna sjálfur á næstunni


ASRock B650E PG-ITX WiFi AMD Ryzen 9 7950X PowerColor "Red Devil" RX 7900 XTX 24GB G.Skill Trident Z5 RGB 32GB (2 x 16GB) DDR5-6000 stýrikerfi: wd black sn850x 2TB WD RED 4TB WD RED 4TB 65" LG B8 OLED TV

Skjámynd

jericho
Geek
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 153
Staða: Ótengdur

Re: gallar og kostir við skjávarp vs tv

Pósturaf jericho » Mið 02. Mar 2022 11:16

Vek upp gamlan þráð.

Ég er að búinn að fá mér rafdrifið tjald í stofuna og ætla setja svona ultra short throw Xiaomi Laser 150 skjávarpa í loftið (timburloft með aðgengi að ofan á háalofti). Spurningin er kannski fyrst og fremst hvort 4K sé þess virði eða ekki. Tjaldið er um 160 cm á breidd, sem þýðir að myndin verður "ekki nema" eins og 72" sjónvarp, en það er feikinóg fyrir mig. Þetta er ekki hugsað fyrir bíómyndir, heldur fyrir t.d. horfa á enska boltann eða ljósmyndir á myndakvöldi með fjölskyldunni.

Fór í Mi Iceland og sá 1080p skjávarpann og hann leit vel út. Starfsmaðurinn sagði: "Í hreinskilni sé ég ekki mikinn mun á FullHD og 4K útgáfunni".

Hafið þið reynslu af þessu?

[Edit] Er með sjónvarp í sérstöku TV room, þar sem bíókvöldin fara fram :)

kv
Síðast breytt af jericho á Mið 02. Mar 2022 11:24, breytt samtals 2 sinnum.



5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q

Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2227
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Reputation: 171
Staða: Ótengdur

Re: gallar og kostir við skjávarp vs tv

Pósturaf kizi86 » Mið 02. Mar 2022 11:37

Ég fékk mér 1080p xiaomi varpann, og ég EEEEEEEELSKA hann, mjög bjartur, með myrkvunargluggatjöldum er þeea alveg solid, á eftir að fá mér ALR tjald einhvern tíma fyrir varpann, þa skiptir umhverfis ljós ekki skipta neinu máli


ASRock B650E PG-ITX WiFi AMD Ryzen 9 7950X PowerColor "Red Devil" RX 7900 XTX 24GB G.Skill Trident Z5 RGB 32GB (2 x 16GB) DDR5-6000 stýrikerfi: wd black sn850x 2TB WD RED 4TB WD RED 4TB 65" LG B8 OLED TV

Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3125
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: gallar og kostir við skjávarp vs tv

Pósturaf hagur » Mið 02. Mar 2022 19:37

jericho skrifaði:Vek upp gamlan þráð.

Ég er að búinn að fá mér rafdrifið tjald í stofuna og ætla setja svona ultra short throw Xiaomi Laser 150 skjávarpa í loftið (timburloft með aðgengi að ofan á háalofti). Spurningin er kannski fyrst og fremst hvort 4K sé þess virði eða ekki. Tjaldið er um 160 cm á breidd, sem þýðir að myndin verður "ekki nema" eins og 72" sjónvarp, en það er feikinóg fyrir mig. Þetta er ekki hugsað fyrir bíómyndir, heldur fyrir t.d. horfa á enska boltann eða ljósmyndir á myndakvöldi með fjölskyldunni.

Fór í Mi Iceland og sá 1080p skjávarpann og hann leit vel út. Starfsmaðurinn sagði: "Í hreinskilni sé ég ekki mikinn mun á FullHD og 4K útgáfunni".

Hafið þið reynslu af þessu?

[Edit] Er með sjónvarp í sérstöku TV room, þar sem bíókvöldin fara fram :)

kv


Ef þú ert bara með 72" tjald þá myndi ég nú bara frekar kaupa 75" sjónvarp.

Ekkert víst að þú sjáir mikinn mun heldur á 1080p v.s 4K á 72 tommum, nema þú sitjir ansi nálægt. Ég er sjálfur með c.a 107" tjald og sit í tæplega 4 metra fjarlægð. Gott 1080p source lookaði andskoti vel, uppfærði fyrir stuttu í 4K varpa og það er greinilegur munur á skerpu, en source-inn skiptir auðvitað öllu máli.