Sælir, hef verið að hugsa að fá mér soundbar en vill ekki eyða 100k í svoleiðis stykki, hef séð á elko, ht og fleirri stöðum soundbar á 20-50k sem er sirka mitt budget
er einhver með reynslu af soundbar á þessu verðbili?
Er sjálfur með 55" enox sjónvarp og hátalararnir eru algjört rusl í þessum sjónvörpum og vill fá eitthvað aðeins betra.
Ég er enginn "hljóðperri" og þetta snýst heldur ekki um bassan þar sem ég bý í blokk og vill ekki angra nágrannan. Þannig þetta þarf ekkert að vera svakalegt soundbar með risa bassaboxi.
er eitthvað varið í þessi soundbar sem eru ekki með bassaboxi? eða er möst að hafa þetta box
hvaða soundbar mæli þið með?
Reynslur á soundbar?
-
Höfundur - Ofur-Nörd
- Póstar: 287
- Skráði sig: Mán 26. Nóv 2012 18:20
- Reputation: 8
- Staða: Ótengdur
Reynslur á soundbar?
Síðast breytt af danniornsmarason á Mið 13. Jan 2021 22:47, breytt samtals 1 sinni.
Fractal Design Meshify |Asrock B760 Pro | i5 13600KF | 32GB DDR4| GTX 2080 Super |
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1020
- Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
- Reputation: 206
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Reynslur á soundbar?
Costco eru með fint úrval af svona dóti á góðu verði oftast
CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video
-
- spjallið.is
- Póstar: 445
- Skráði sig: Sun 05. Sep 2010 17:55
- Reputation: 74
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Reynslur á soundbar?
Ég er með samsung soundbar sem ég keypti á einhvern 25-30þ kall 2016. Hafði engar væntingar en það kom mér skemmtilega á óvart og er ennþá með í dag. Mæli með að þú takir með bassaboxi
Hafðu samt í huga að því stærra rýmið því öflugara soundbar viltu. Stofan mín er 20-ish fermetrar og dekkar það vel
Hafðu samt í huga að því stærra rýmið því öflugara soundbar viltu. Stofan mín er 20-ish fermetrar og dekkar það vel
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 252
- Skráði sig: Fös 02. Des 2011 11:01
- Reputation: 6
- Staða: Ótengdur
Re: Reynslur á soundbar?
keypti einmitt samsung soundbar eftir að hafa losað mig við heimabíóið. Hljóðið er nokkuð gott í þessu. Geggjað að vera með bluetooth í soundbarnum og tengt símann og hlustað á tónlist. hef einnig tengt plötuspilarann við soundbarinn og er nokkuð sáttur með hann.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3174
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 546
- Staðsetning: ::1
- Staða: Tengdur
Re: Reynslur á soundbar?
Ég skoðaði Bose Tv Speaker soundbar rétt fyrir jól eftir að ég sá að soundbarið var á tilboði á 35.000 kr í Elko.
Las umfjallanir um græjuna á Amazon: https://www.amazon.com/Bose-Speaker-Soundbar-Bluetooth-connectivity/dp/B088KRPCQJ
og stökk til og verslaði fyrir mömmu og pabba.Þau eru mjög sátt
Las umfjallanir um græjuna á Amazon: https://www.amazon.com/Bose-Speaker-Soundbar-Bluetooth-connectivity/dp/B088KRPCQJ
og stökk til og verslaði fyrir mömmu og pabba.Þau eru mjög sátt
Just do IT
√
√
Re: Reynslur á soundbar?
Ég er með Yamaha YAS-207, keypt í Costco á 32 þús minnir mig.
Er mjög sáttur með það, fær góð review.
Er mjög sáttur með það, fær góð review.
-
Höfundur - Ofur-Nörd
- Póstar: 287
- Skráði sig: Mán 26. Nóv 2012 18:20
- Reputation: 8
- Staða: Ótengdur
Re: Reynslur á soundbar?
Takk fyrir svörin! verst að maður sér ekki hvað costco er með nema mæta í verslun, en ég þarf klárlega að skoða það
og helst að hafa bluetooth í soundbarinu það er góður punktur
hafa einhverjir fleirri skoðun á bassaboxi? með eða án? stofan er aðeins 12 fermetrar ef það breytir einhverju
og helst að hafa bluetooth í soundbarinu það er góður punktur
hafa einhverjir fleirri skoðun á bassaboxi? með eða án? stofan er aðeins 12 fermetrar ef það breytir einhverju
Fractal Design Meshify |Asrock B760 Pro | i5 13600KF | 32GB DDR4| GTX 2080 Super |
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 341
- Skráði sig: Mán 29. Jún 2009 15:56
- Reputation: 116
- Staða: Ótengdur
Re: Reynslur á soundbar?
bassaboxið er persónubundið í rauninni, þú ert alltaf að fá meiri bassa með sér boxi fyrir það ... ég prefer-a að hafa bassabox þar sem ég elska mikinn bassa
-
- Vaktari
- Póstar: 2583
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Reputation: 479
- Staða: Ótengdur
Re: Reynslur á soundbar?
Mæli með Yamaha, 207 eða 209.
https://www.rafland.is/product/heimabio-soundbar-mthradlausum-bassa
Tilboð hjá rafland, munar bara krónu á 207 og 209 núna.
https://www.rafland.is/product/heimabio-soundbar-mthradlausum-bassa
Tilboð hjá rafland, munar bara krónu á 207 og 209 núna.
-
- Nýliði
- Póstar: 21
- Skráði sig: Fim 24. Sep 2020 14:45
- Reputation: 7
- Staða: Ótengdur
Re: Reynslur á soundbar?
Er búinn að vera með SJ2 með bassaboxi frá LG í ár núna og hef bara góða hluti að segja um hann. Margfalt betra hljóð en í sjónvarpshátalaranum og ágætur bassi.
https://www.rafland.is/product/lg-soundbar-21-lg-sj2
https://www.rafland.is/product/lg-soundbar-21-lg-sj2
i7 7700K [4.8GHz] - NH-D15 - GTX 980 Ti - Gigabyte Z270 K3 - Vengeance LPX 16GB 3000MHz