Varist EVE Elgato hitanemar á ofna

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Varist EVE Elgato hitanemar á ofna

Pósturaf GuðjónR » Mið 06. Nóv 2019 21:03

Mig langaði að vara ykkur við EVE Thermo hitanemunum en ég ákvað að prófa og keypti tvo nema fyrr á árinu, báðir hafa bilað.
Augljóslega er einhver hönnunargalli því þeir losa sig frá ofnunum eftir nokkra mánuði.
Ég veit ekki hvað málið er en það gæti verið að heita vatnið okkar sé of heitt fyrir plastið í þeim, sem gerir þá ónothæfa.
Veit ekki hvort það sé rétt að skipta yfir í venjulegan Danfoss hitanema eða Danfoss Eco





Skjámynd

olihar
Geek
Póstar: 827
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Reputation: 187
Staða: Tengdur

Re: Varist EVE Elgato hitanemar á ofna

Pósturaf olihar » Fim 07. Nóv 2019 10:00

GuðjónR skrifaði:Mig langaði að vara ykkur við EVE Thermo hitanemunum en ég ákvað að prófa og keypti tvo nema fyrr á árinu, báðir hafa bilað.
Augljóslega er einhver hönnunargalli því þeir losa sig frá ofnunum eftir nokkra mánuði.
Ég veit ekki hvað málið er en það gæti verið að heita vatnið okkar sé of heitt fyrir plastið í þeim, sem gerir þá ónothæfa.
Veit ekki hvort það sé rétt að skipta yfir í venjulegan Danfoss hitanema eða Danfoss Eco




EJECT....


Ég hef átt 3 tæki frá EVE og 2 þeirra biluðu og fengust ekki bætt, ég hætti að nota 3 tækið þar sem það var rafmagnsstýring og treysti henni ekki. Efast um að ég kaupi neitt frá þeim aftur.
Síðast breytt af olihar á Fim 07. Nóv 2019 10:03, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

olihar
Geek
Póstar: 827
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Reputation: 187
Staða: Tengdur

Re: Varist EVE Elgato hitanemar á ofna

Pósturaf olihar » Fim 07. Nóv 2019 10:02

Það sem bilaði var eldri gerð af þessum 2.

https://www.evehome.com/en/eve-degree

og

https://www.evehome.com/en/eve-room


Svo þessi þriðji sem ég treysti ekki er

https://www.evehome.com/en/eve-energy



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Varist EVE Elgato hitanemar á ofna

Pósturaf dori » Fim 07. Nóv 2019 11:12

GuðjónR skrifaði:Veit ekki hvort það sé rétt að skipta yfir í venjulegan Danfoss hitanema eða Danfoss Eco


Það er rosalega lítið "snjall" að vera með eitthvað þar sem einn í einu getur tengst einum ofni í einu til að stjórna honum. Ég myndi annað hvort fara í eitthvað sem er með betri tengimöguleika eða fá mér bara venjulegar heimskar stýringar.



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Varist EVE Elgato hitanemar á ofna

Pósturaf GuðjónR » Fim 07. Nóv 2019 12:57

olihar skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Mig langaði að vara ykkur við EVE Thermo hitanemunum en ég ákvað að prófa og keypti tvo nema fyrr á árinu, báðir hafa bilað.
Augljóslega er einhver hönnunargalli því þeir losa sig frá ofnunum eftir nokkra mánuði.
Ég veit ekki hvað málið er en það gæti verið að heita vatnið okkar sé of heitt fyrir plastið í þeim, sem gerir þá ónothæfa.
Veit ekki hvort það sé rétt að skipta yfir í venjulegan Danfoss hitanema eða Danfoss Eco




EJECT....


Ég hef átt 3 tæki frá EVE og 2 þeirra biluðu og fengust ekki bætt, ég hætti að nota 3 tækið þar sem það var rafmagnsstýring og treysti henni ekki. Efast um að ég kaupi neitt frá þeim aftur.

Fékkstu þau ekki bætt? Hvar keyptirðu? Ég keypti mitt í Eirberg og verð að segja að ég er ekkert sérlega ánægður með viðbrögðin, eða öllu heldur viðbragsðleysið hjá þeim. Sendi þeim þetta youtube myndband ásamt útskýringu fyrir tveim dögum og þeir eru ekkert að flýta sér að svara. En rétturinn er mín megin og ég gef ekki þumlung eftir.

Ég fór "all in" og keypti tvær ofnastýringar, reykskynjara, windows skynjara, energy og báðar tegundirnar af hitamælunum.
Hugmyndafræðin á bakvið þessi tæki er sniðug en ílla útfærð, t.d. þá á að vera hægt að stilla ofnastillinn þannig að ef þú opnar gluggan fyrir ofan þá slökkvi gluggaskynjarinn á ofninum, þetta virkar happa og glappa, stundum slekkur stundum ekki, stundum slekkur og kveikir ekki aftur. Hitamælirinn er með útskiptanlegri rafhlöðu sem endast á í ár, en mánuði eftir kaup var raflaðan í 65% og er núna í 20% Loftgæðismælirinn er með hleðslurafhlöðu sem á að endast í 3 mánuði, ég þarf að hlaða á rúmlega mánaðarfresti. Og þegar ég geri það þá þarf ég að hard-reseta því mælingarnar eru annars í bullinu. Svo er spurning hvort maður á að treysta reykskynjaranum? Það hefur sem betur fer ekki reynt á hann.




Tyler
Nörd
Póstar: 136
Skráði sig: Sun 09. Maí 2004 20:54
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Varist EVE Elgato hitanemar á ofna

Pósturaf Tyler » Fim 07. Nóv 2019 13:51

Ég keypti Netatmo ofnstilla í íbúðina hjá mér og er mjög ánægður með þá. Byrjaði bara með 2 en var fljótur að setja á alla ofna. Er með þá tímastillta, en stilli þá líka með einhverju af Netatmo appinu, Homekit eða Siri.


Antec P183 * Core i7 2.66GHz * Gigabyte GA-EX58-UD4P * 3x 2GB OCZ * Geforce GTS 250 * Intel 80GB SSD * 500GB Seagate * OCZ GameXStream 600W * 24" Dell Widescreen * Windows 7 x64 Ultimate

Skjámynd

olihar
Geek
Póstar: 827
Skráði sig: Mán 13. Ágú 2007 13:23
Reputation: 187
Staða: Tengdur

Re: Varist EVE Elgato hitanemar á ofna

Pósturaf olihar » Fim 07. Nóv 2019 15:04

GuðjónR skrifaði:
olihar skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Mig langaði að vara ykkur við EVE Thermo hitanemunum en ég ákvað að prófa og keypti tvo nema fyrr á árinu, báðir hafa bilað.
Augljóslega er einhver hönnunargalli því þeir losa sig frá ofnunum eftir nokkra mánuði.
Ég veit ekki hvað málið er en það gæti verið að heita vatnið okkar sé of heitt fyrir plastið í þeim, sem gerir þá ónothæfa.
Veit ekki hvort það sé rétt að skipta yfir í venjulegan Danfoss hitanema eða Danfoss Eco




EJECT....


Ég hef átt 3 tæki frá EVE og 2 þeirra biluðu og fengust ekki bætt, ég hætti að nota 3 tækið þar sem það var rafmagnsstýring og treysti henni ekki. Efast um að ég kaupi neitt frá þeim aftur.

Fékkstu þau ekki bætt? Hvar keyptirðu? Ég keypti mitt í Eirberg og verð að segja að ég er ekkert sérlega ánægður með viðbrögðin, eða öllu heldur viðbragsðleysið hjá þeim. Sendi þeim þetta youtube myndband ásamt útskýringu fyrir tveim dögum og þeir eru ekkert að flýta sér að svara. En rétturinn er mín megin og ég gef ekki þumlung eftir.

Ég fór "all in" og keypti tvær ofnastýringar, reykskynjara, windows skynjara, energy og báðar tegundirnar af hitamælunum.
Hugmyndafræðin á bakvið þessi tæki er sniðug en ílla útfærð, t.d. þá á að vera hægt að stilla ofnastillinn þannig að ef þú opnar gluggan fyrir ofan þá slökkvi gluggaskynjarinn á ofninum, þetta virkar happa og glappa, stundum slekkur stundum ekki, stundum slekkur og kveikir ekki aftur. Hitamælirinn er með útskiptanlegri rafhlöðu sem endast á í ár, en mánuði eftir kaup var raflaðan í 65% og er núna í 20% Loftgæðismælirinn er með hleðslurafhlöðu sem á að endast í 3 mánuði, ég þarf að hlaða á rúmlega mánaðarfresti. Og þegar ég geri það þá þarf ég að hard-reseta því mælingarnar eru annars í bullinu. Svo er spurning hvort maður á að treysta reykskynjaranum? Það hefur sem betur fer ekki reynt á hann.


Keypt hjá NOVA, þeir sögðust bara við erum hættir með þetta og getum ekkert gert fyrir þig. Þeir reyndar misstu slatta af símum og hnetu/router-a yfir til Hringdu fyrir vikið.



Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1268
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 143
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Varist EVE Elgato hitanemar á ofna

Pósturaf Minuz1 » Fim 07. Nóv 2019 17:22

Takk fyrir að vera tilraunadýr :D
Held mig bara við danfoss dótið sem hefur virkað í 40 ár.


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það

Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16568
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2135
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Varist EVE Elgato hitanemar á ofna

Pósturaf GuðjónR » Fim 07. Nóv 2019 20:36

Minuz1 skrifaði:Takk fyrir að vera tilraunadýr :D
Held mig bara við danfoss dótið sem hefur virkað í 40 ár.

hahaha ekkert að þakka! it’s a dirty job, but someone has to do it!!

olihar skrifaði:Keypt hjá NOVA, þeir sögðust bara við erum hættir með þetta og getum ekkert gert fyrir þig. Þeir reyndar misstu slatta af símum og hnetu/router-a yfir til Hringdu fyrir vikið.

Þeir átt að endurgreiða þér vörurnar ef þeir voru hættir að selja þær, sem btw. þeir voru ekki hættir að selja. Þú getur farið á nova.is og gert EVE í search og sérð að þeir eru með allar þessar vörur ennþá.



Skjámynd

suprah3ro
Nörd
Póstar: 109
Skráði sig: Þri 28. Apr 2009 18:18
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Varist EVE Elgato hitanemar á ofna

Pósturaf suprah3ro » Fim 07. Nóv 2019 22:36

Hefur einhver hérna reynslu af Fibaro ofn hitanemunum ?




einarth
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 346
Skráði sig: Þri 26. Okt 2010 15:01
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Varist EVE Elgato hitanemar á ofna

Pósturaf einarth » Fim 07. Nóv 2019 23:44

Já - er með fibaro á einum ofni hjá mér.

Hann var nánast ónothæfur þegar ég keypti hann - en eftir firmware update er hann býsna góður - búinn að nota hann í 4-5 mánuði.

Gallinn er að þú þarft fibaro controller til að firmware update'a þá.




joispoi
Nýliði
Póstar: 18
Skráði sig: Mán 03. Nóv 2014 10:33
Reputation: 25
Staða: Ótengdur

Re: Varist EVE Elgato hitanemar á ofna

Pósturaf joispoi » Fös 08. Nóv 2019 11:51

suprah3ro skrifaði:Hefur einhver hérna reynslu af Fibaro ofn hitanemunum ?


Já, ég er með eitthvað rúmlega tug af Fibaro hitastillum, flesta með litlu "pöddunni", sbr.
https://www.vesternet.com/collections/z ... arter-pack
Virka þannig að maður setur "pödduna" út í rýmið og hitastillirinn reynir að viðhalda réttum hita miðað við þann stað sem hún er á. Er búinn að vera með nokkra alveg frá því að þeir komu fyrst út, hef verið að setja þá inn í staðinn fyrir Danfoss og Popp stilla. Þeir hafa haldið jöfnum hita. Þeir eru með innbyggðu batterýi sem er hlaðið með micro usb, ég hef verið með lausa hleðslubanka sem ég tengi í þá og hleð með þegar þess þarf. Hef ekki nóterað hve oft ég þurfi að hlaða þá, ætli það sé ekki á 6-12 mánaða fresti.

Var með kringum tug af Popp og Danfoss LC-13 áður en er núna búinn að skipta þeim eiginlega öllum út. Það er sama eða nánast sama hardware í þeim báðum en mér fannst samt Popp skemmtilegri, það var eitthvað annað firmware á þeim. Með þá báða var ókostur að það á það til að kvikna ekki á litla skjánum á þeim sem sýnir það hitastig sem stillt er á eða að þegar hann lýstist upp að stafirnir urðu svo ljósir að maður sá ekki hvað stóð á þeim. Það á að kvikna á skjánum þegar maður ýtir á einhvern af þrem tökkum á stillinum en það getur þurft nokkrar tilraunir til þess eða jafnvel alls ekki kviknað á skjánum en ef maður kemur kannski nokkrum klukkutímum seinna og prófa aftur, þá kviknar á skjánum. Þessir tveir lokar eru einnig viðkvæmir fyrir fjarlægð, ef maður er með þá í smá fjarlægð frá næstu node eiga þeir til að detta í dead node ástand.

Það er nokkuð gestkvæmt hjá mér og helsti ókosturinn með Fibaro hitastillinn er að ef gestur vill hækka eða lækka hitann er hægt að snúa hnúðinum á hitastillinum en maður veit ekki hvað maður er að hækka eða lækka hitann mikið, þar sem hann sýnir ekki gráður heldur lýsist hringur á stillinum með mismunandi litum eftir því hvaða hita maður er að stilla á. Ég hugsa að ég leysi það með því að setja í gestarými Danfoss Temperature Sensor (https://www.vesternet.com/collections/z ... ure-sensor), það er hægt að stilla á gráður/hitastig á honum og ég get forritað það á móti Fibaro controllernum sem ég er með að breyta stillingunni á Fibaro ofnhitastillinum eftir valinni gráðu á Danfoss-num.

Bæði Danfoss og Fibaro hitastillarnir eru ekki með millistykki fyrir Danfoss FJVR frárennslisstillana (stykkið sem festist við ofninn og vatnið rennur í gegnum) en þeir frárennslisstillar eru mjög algengir hér, sem retur stillar.



Skjámynd

suprah3ro
Nörd
Póstar: 109
Skráði sig: Þri 28. Apr 2009 18:18
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Varist EVE Elgato hitanemar á ofna

Pósturaf suprah3ro » Fös 08. Nóv 2019 13:28

joispoi skrifaði:
suprah3ro skrifaði:Hefur einhver hérna reynslu af Fibaro ofn hitanemunum ?


Já, ég er með eitthvað rúmlega tug af Fibaro hitastillum.....


Takk fyrir svarið, ég er svoldið hrifinn af lookinu á þeim, líkt og allri línunni frá Fibaro



Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2579
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 126
Staða: Ótengdur

Re: Varist EVE Elgato hitanemar á ofna

Pósturaf svanur08 » Fös 08. Nóv 2019 19:14

EVE online.


Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR