Pósturaf joispoi » Mið 11. Sep 2019 10:39
Já, þú getur tengt borðann í rafmagnúttak sem er tengt við rofa og fengið fram þessa hegðun. Með þeim fyrirvara að rafmagnsúttakið sé 240 volt og þú tengir í 240 volta rafmagnsinntakið (klóna) á borðanum.
Ef þú ætlar að nota appið þeirra, þá setur þú upp borðann í appinu, ferð síðan í "Settings" (í valmyndinni neðst á símaskjánum), velur þar "Power-on behavior". Í þeirri mynd sem kemur upp þar smellir þú á það ljós sem þú ætlar að breyta, í þínu tilfelli ljósaborðann, í myndinni sem þá kemur upp velur þú "Custom" og þar getur þú valið lit og birtu sem á að vera þegar þú kveikir á ljósinu.