hjelp! Snjall dyrabjöllur og hurðalæsingar


Höfundur
frimanns
Nýliði
Póstar: 5
Skráði sig: Lau 06. Okt 2018 09:21
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

hjelp! Snjall dyrabjöllur og hurðalæsingar

Pósturaf frimanns » Lau 06. Okt 2018 10:29

hæhæ,

Ég er að byggja og langar að hafa snjall dyrabjöllu sem virkar með snjall hurðarlæsingu.
Búin að kynna mér Ring og Nest og er ekki viss hvor myndi virka betur hér í klakanum, en mér lýst vel á báðar.
Hver er ykkar reynsla? Er eitthvað annað sem er sniðugt?

En svo er það hurðarlæsingin, mig langar í einhverja einfalda, sem er nýliði proof. Útidyrahurðin er með assa læsingu og það þarf að kippa hurðarhúninum upp til að geta læst. Er einhver séns að fá hurðarlæsingar á þannig hurðar? Búin að reyna finna mér eitthvað lesefni en finn ómögulega útúr þessu.

Er að fara til bretlands í næstu viku og ætlaði að reyna nýta ferðina og kippa þessu með í leiðinni.
Síðast breytt af frimanns á Lau 06. Okt 2018 10:56, breytt samtals 1 sinni.




Viggi
FanBoy
Póstar: 753
Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
Reputation: 117
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: hjelp! Snjall dyrabjöllur og hurðalæsingar

Pósturaf Viggi » Lau 06. Okt 2018 10:54

Ég keypti mér þessa hurðarlæsingu. Nenti ekki einhverju bluetooth og app veseni. sniðugt að kíkja á aðrar úti þar sem shipping var víst helmingurinn af verðinu

https://www.aliexpress.com/item/Electro ... 4c4dh3TObJ

Svo eru víst dyrabjöllur í sömu búð líka

https://lachco.aliexpress.com/store/gro ... 556fxhcx2u


B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.


Opes
Geek
Póstar: 809
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 12:02
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: hjelp! Snjall dyrabjöllur og hurðalæsingar

Pósturaf Opes » Lau 06. Okt 2018 12:18

Ég hef notað Ring doorbell með góðum árangri. Það er smart lock integrations í boði þar, veit ekki hvort einhver af þeim smart locks styðja 3 punkta læsingu, myndi skoða það.




kjartanbj
FanBoy
Póstar: 709
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 155
Staða: Ótengdur

Re: hjelp! Snjall dyrabjöllur og hurðalæsingar

Pósturaf kjartanbj » Lau 06. Okt 2018 12:22

ég skipti bara út Assa læsingunni hjá mér fyrir venjulega Assa í stað 3 punkta þá þarf ekki að lyfta upp snerlinum




kelirina
Græningi
Póstar: 47
Skráði sig: Fim 03. Sep 2009 12:48
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: hjelp! Snjall dyrabjöllur og hurðalæsingar

Pósturaf kelirina » Lau 06. Okt 2018 22:49

Ég er með Danalock v3 læsingu á hurð sem er með 3 punkta læsingu. Svo lengi sem þú lyftir upp snerlinum þá er þetta ekkert mál.




kariarn
Nýliði
Póstar: 6
Skráði sig: Lau 06. Okt 2018 08:00
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: hjelp! Snjall dyrabjöllur og hurðalæsingar

Pósturaf kariarn » Lau 06. Okt 2018 23:01

Ég er bæði með Ring dyrabjöllu og Danalock V3, er með 3ja punkta læsingu. Það er ekkert mál meðan þú lyftir upp hurðarhúninum.

Er reyndar ekki búinn að tengja þetta saman (en er með Smartthings), hvernig ertu að hugsa um að tengja þetta saman? Þ.e. til að gera hvað?



Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3849
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Re: hjelp! Snjall dyrabjöllur og hurðalæsingar

Pósturaf Tiger » Sun 07. Okt 2018 09:05

Sjálfvirknin er nátturlega farin út í veður og vind ef maður þarf að lyfta upp þessum 3ja punkta læsingum sjálfur.

Ég fór eftir ráðleggingum kjartanbj og skipti bara út 3ja punkta og setti venjulega, ætla í Danalock V3 en ekki kominn svo langt. En bara að losna við þetta 3ja punkta rusl var þess virði.




kelirina
Græningi
Póstar: 47
Skráði sig: Fim 03. Sep 2009 12:48
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: hjelp! Snjall dyrabjöllur og hurðalæsingar

Pósturaf kelirina » Sun 07. Okt 2018 10:19

Get nú ekki verið sammála þér að sjálfvirknin sem farin út í veður og vind ef maður notar 3ja punkta læsinguna. Ég er með læsinguna stillta á allar þær sjálfvirku stillingar sem eru í boði og virkar hún eins og í sögu. Held að ein lítil hreifing að setja læsinguna upp sé að ekkert til að æsa sig yfir.




kjartanbj
FanBoy
Póstar: 709
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 155
Staða: Ótengdur

Re: hjelp! Snjall dyrabjöllur og hurðalæsingar

Pósturaf kjartanbj » Sun 07. Okt 2018 12:28

maður nennir ekkert alltaf að lyfta upp hvað þá að allir á heimilinu muni það, og á meðan það er ekki gert þá læsist ekki hurðin, og þá getur maður eins læst sjálfur ef maður þarf hvort eð er að lyfta upp áður, ég er með sjálfvirkt að íbúðin læsist á miðnætti ef maður er ekki búin að læsa áður td, en ef það er ekki búið að lyfta upp þá læsist ekki



Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3849
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Re: hjelp! Snjall dyrabjöllur og hurðalæsingar

Pósturaf Tiger » Sun 07. Okt 2018 16:57

kelirina skrifaði:Get nú ekki verið sammála þér að sjálfvirknin sem farin út í veður og vind ef maður notar 3ja punkta læsinguna. Ég er með læsinguna stillta á allar þær sjálfvirku stillingar sem eru í boði og virkar hún eins og í sögu. Held að ein lítil hreifing að setja læsinguna upp sé að ekkert til að æsa sig yfir.


Þá geturu alveg eins bara snúið takanaum um leið og þú lyftir upp.... Ef unglingurinn gleymir að lyfta upp, eða konan að koma heim í grenjandi rigningu með fangið fullt af innkaupapokum og þú kl 23 úr sófanum ætlar að læsa......nei einhverj gleymdi að lyfta upp, þarf að fara fram og lyfta upp og svo læsa. Totally pointless og gerir þennan fídus gagnslausan í mínum huga.

5000kr að breyta þessu í single point og korters vinna max.