Smart homes - Snjall heimili


steinarorri
Gúrú
Póstar: 565
Skráði sig: Mán 25. Jan 2010 23:54
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: Smart homes - Snjall heimili

Pósturaf steinarorri » Lau 14. Júl 2018 22:50

Mig vantar smá aðstoð.

Ég er kominn með Samsung Smartthings (ST), og kominn með hina ýmsu skynjara (2x hreyfi,reykskynjara, hurðaskynjara) og svo sírenu. Í ST appinu hef ég sett "kerfið á" þegar ég hef farið í lengri ferðir en mig vantar einhverja lausn til að geta haft við útidyrahurðina, sem kemur í staðinn fyrir takkaborð. Veit einhver hér um sniðuga lausn, helst tilbúið unit, eða hvort hægt sé að setja upp e-ð app á ódýrt android tablet.

Eins og kerfið er í ST appinu þá gefur það manni engan tíma til að "taka kerfið af", þeas um leið og maður opnar hurð þá fer kerfið af stað í staðinn fyrir að pípa í smástund.
Any ideas?




Höfundur
kjartanbj
FanBoy
Póstar: 709
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 155
Staða: Ótengdur

Re: Smart homes - Snjall heimili

Pósturaf kjartanbj » Sun 15. Júl 2018 00:49

Ég slekk bara á kerfinu með shortcut á símanum á einum Home screeninu




mainman
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 387
Skráði sig: Sun 08. Jan 2006 15:40
Reputation: 82
Staða: Ótengdur

Re: Smart homes - Snjall heimili

Pósturaf mainman » Sun 15. Júl 2018 07:46





joispoi
Nýliði
Póstar: 18
Skráði sig: Mán 03. Nóv 2014 10:33
Reputation: 25
Staða: Ótengdur

Re: Smart homes - Snjall heimili

Pósturaf joispoi » Þri 17. Júl 2018 01:37

ZiRiuS skrifaði:Einhver hérna með smart thermostat tengt við svona venjulega ofna sem þarf að skrúfa frá heitu vatni (radiator)? Hvernig er það að virka hjá ykkur? Eru með það tengt við Google eða Amazon?

Já, ef þú ert að meina thermostat sem talar zwave. Það sem þú þarft helst að hafa í huga er hvort að tengið á thermostatinu passi á hitalokann á ofninum. Ég var t.d. með gömlu FJVR retur lokana frá Danfoss á ofnunum hjá mér og fann ekkert sniðugt sem passaði á þá. Lét síðan skipta um ofnana hjá mér og fékk þá betri loka, var kominn tími á þá hvort sem er, vildi líka fá tur loka í staðinn fyrir retur.
Ég byrjaði með slatta af Danfoss fyrst, sama og þetta https://www.vesternet.com/z-wave-danfos ... thermostat, sýndist það vera að skásta á markaðnum. Virknin var ágæt að mestu leyti, var samt svolítið gjarnt á að missa sambandið, þ.e. vera "Dead node" og gat verið erfitt að koma þeim inn nema hreinlega taka það af zwave netinu og setja það inn aftur. Fibaro kom síðan með loka á síðasta ári, má td. sjá þá á https://www.vesternet.com/z-wave-fibaro ... arter-pack. Það er hægt að kaupa þá bæði með og án litla (lausa) skynjaranum, ég keypti með auka skynjurunum á alla ofna í húsinu, það þarf samt bara einn skynjara í hvert herbergi. Virkar þannig að maður setur skynjarahnappinn (svipað stórt og tíkall) einhversstaðar á góðan stað herbergið og thermostatið á ofninum reynir að viðhalda réttum hita miðað við hvað skynjarinn segir, þ.e. mælir ekki hitann við sjálft thermostatið sem er fest við ofninn. Mér finnst þetta virka mjög fínt, mjög jafn hiti í herbergjunum og maður þarf ekkert að spá í hvort gluggatjöld eða gluggi sé að brengla hitastigið sem thermostatið á ofninum er að mæla. Auðvitað hægt að fá svipaða niðurstöðu með því að vera með eitthvað zwave tæki í herberginu sem mælir hitastig og scripta stýringu á thermostaið á ofninum, en mér finnst Fibaro lausnin mjög snyrtileg. Einn kostur við Danfossinn var að hann var með lítið display sem sýndi hitastigið sem hann var stilltur á og hægt að breyta með upp og niður takka á thermostatinu sjálfu. Displayið var reyndar lélegt, stafirnir urðu oft svo ljósir að það sást ekkert hvað var stillt á, voru síðan kannski í lagi aðeins seinna. Fibaro stillana er hægt að snúa og sýna þá mismunandi lit eftir því hvað maður er að stilla á en maður gerir sér ekki vel grein fyrir hvað þeir þýða í raun í hita. En það hefur ekki komið að sök, man ekki til að hafa þurft að stilla þá með því að snúa þeim þar sem þetta virkar bara og hitinn helst eins og ég vil og stillti á þó að ég opni glugga eða svala/garð hurðir. Ég er með þetta allt tengt í Fibaro HC2 stýritölvu.




joispoi
Nýliði
Póstar: 18
Skráði sig: Mán 03. Nóv 2014 10:33
Reputation: 25
Staða: Ótengdur

Re: Smart homes - Snjall heimili

Pósturaf joispoi » Þri 17. Júl 2018 02:39

steinarorri skrifaði:Mig vantar smá aðstoð.

Ég er kominn með Samsung Smartthings (ST), og kominn með hina ýmsu skynjara (2x hreyfi,reykskynjara, hurðaskynjara) og svo sírenu. Í ST appinu hef ég sett "kerfið á" þegar ég hef farið í lengri ferðir en mig vantar einhverja lausn til að geta haft við útidyrahurðina, sem kemur í staðinn fyrir takkaborð. Veit einhver hér um sniðuga lausn, helst tilbúið unit, eða hvort hægt sé að setja upp e-ð app á ódýrt android tablet.

Eins og kerfið er í ST appinu þá gefur það manni engan tíma til að "taka kerfið af", þeas um leið og maður opnar hurð þá fer kerfið af stað í staðinn fyrir að pípa í smástund.
Any ideas?

Einhverjir í útlandinu hafa verið að mixa Satel kerfið inn í Fibaro HC2 stýritölvurnar, þar sem Satel talar ip er það hægt með því að búa til virtual device. Skilst að það sé bras en samt ekki óyfirstíganlegt. Hugsanlega er sama hægt í Smartthings, ég á einhversstaðar Smartthings stýriunit en prófaði aldrei hvort hægt væri að tengja inn device og stýra beint á iptölu. Smarthings leyfir ekki camerur beint á ip tölu síðast þegar ég vissi þannig að það getur verið að það sé ekki hægt með device heldur.
En ég ætla amk. að lýsa lausn sem reiðir sig ekki á síma, heldur á að nota script sem setur kerfið á/af alarm mode. Ég er að nota Popp lyklaborðið núna, https://www.popp.eu/products/controllers/keypad/, það talar zwave. Var í vandræðum með að láta barnið á heimilinu setja og taka kerfið af, að taka kerfið af með síma virtist ekki liggja vel fyrir því. Er síðan með script (í HC2 stýritölvunni) sem seinkar því um 30 sekúndur að setja sírenurnar á þegar kerfið skynjar innbrot. Það ætti að vera hægt að gera svipað í Smarthings þar sem það á að vera ágætlega zwave samhæft og því líklegt að það finni popp lyklaborðið. Reyndar finnst mér það persónulega nokkuð síðra en HC2, amk. skipti ég yfir í HC2, en maður er notturlega nörd. En það er ekki nóg að hafa lyklaborð, til að vera flottur þarf píp (hljóðmerki) líka til að láta vita að kerfið sé að fara á eða búið sé að rjúfa kerfið. Ég bjó til smá zwave unit sem gerir það, nota zune, sem er zwave útgáfa af arduino, hægt að kaupa það víða í vefverslunum í Evrópu. Það er ekki tilbúin lausn en frekar auðvelt að búa til þar sem zune nota sömu script og Arduino. Tengja bara inn hátalara á eins og á hefðbundnu Arduino og stilla þrjá pinna sem rofa og láta rofana senda mismunandi hljóðmerki inn á hátalarann, hægt píp, hratt píp og samfelldan tón. Pinnarnir koma fram sem rofar þegar maður setur zune-ið inn á zwave netið og þá er í rauninni auðvelt að scripta mismunandi hljóðmerki þar sem það er bara spurning um að kveikja og slökkva á rofum á mismunandi tímabilum, þ.e. ef smellt er á takka eða takkarunu á popp lyklaborðinu til að kveika á alarm mode scriptinu, að kveikja þá á hægu pípi fyrstu 20 sekúndurnar, hratt píp næstu 10 sekúndurnar, samfellt píp næstu 10 sekúndurnar og eftir hvað setja kerfið í alarm ham. Læt pípa samfellt (með því að kveikja á samfellda píp rofanum) í 30 sekúndur þegar kerfið skynjar innbrot og set síðan sírenurnar á, það er þá hægt að slá inn kóða á popp lyklaborðinu til að keyra script sem slekkur á alarm mode-inu á þessum 30 sekúndum. Er nokkuð viss um að þetta ætti að vera hægt á Smarthings líka ef ég man rétt hvernig það virkaði. Eitt sniðugt við popp lyklaborðið er að maður getur verið með 20 mismunandi kóða sem hægt er að búa til aðgerðir á, þá er t.d. hægt að hver fjölskyldumeðlimur sé með sinn kóða og þess vegna að fá notification ef einhver ákveðinn fjölskyldumeðlimur kemur heim, t.d. barn.



Skjámynd

ZiRiuS
Of mikill frítími
Póstar: 1798
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Reputation: 387
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: Smart homes - Snjall heimili

Pósturaf ZiRiuS » Þri 17. Júl 2018 12:38

joispoi skrifaði:
ZiRiuS skrifaði:Einhver hérna með smart thermostat tengt við svona venjulega ofna sem þarf að skrúfa frá heitu vatni (radiator)? Hvernig er það að virka hjá ykkur? Eru með það tengt við Google eða Amazon?

quoteið


Virka semsagt Z Wave með hlutum eins og Google home? Ég hef allavega lítið að gera við einhverjar major stjórnborð og tengingarvesen.



Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe

Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3125
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Smart homes - Snjall heimili

Pósturaf hagur » Þri 17. Júl 2018 20:02

ZiRiuS skrifaði:
joispoi skrifaði:
ZiRiuS skrifaði:Einhver hérna með smart thermostat tengt við svona venjulega ofna sem þarf að skrúfa frá heitu vatni (radiator)? Hvernig er það að virka hjá ykkur? Eru með það tengt við Google eða Amazon?

quoteið


Virka semsagt Z Wave með hlutum eins og Google home? Ég hef allavega lítið að gera við einhverjar major stjórnborð og tengingarvesen.


Þú þarft alltaf Z-wave controller, t.d SmartThings, Vera, Fibaro HC etc....



Skjámynd

ZiRiuS
Of mikill frítími
Póstar: 1798
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Reputation: 387
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: Smart homes - Snjall heimili

Pósturaf ZiRiuS » Þri 17. Júl 2018 21:45

hagur skrifaði:
ZiRiuS skrifaði:
joispoi skrifaði:
ZiRiuS skrifaði:Einhver hérna með smart thermostat tengt við svona venjulega ofna sem þarf að skrúfa frá heitu vatni (radiator)? Hvernig er það að virka hjá ykkur? Eru með það tengt við Google eða Amazon?

quoteið


Virka semsagt Z Wave með hlutum eins og Google home? Ég hef allavega lítið að gera við einhverjar major stjórnborð og tengingarvesen.


Þú þarft alltaf Z-wave controller, t.d SmartThings, Vera, Fibaro HC etc....


Ah, ég skil. Þarf greinilega að læra betur inná þetta :)



Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe

Skjámynd

ZiRiuS
Of mikill frítími
Póstar: 1798
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Reputation: 387
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: Smart homes - Snjall heimili

Pósturaf ZiRiuS » Fim 19. Júl 2018 03:23

Hef aðeins verið að kynna mér þetta og það eru til fyrirtæki eins og Netatmo þar sem þú þarft bara wifi relay til að tengja stykkin við wifi. Svo notar maður bara símann eða Google/Alexa til að stilla. Þarft allavega ekki einhvern major controller.



Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe


Höfundur
kjartanbj
FanBoy
Póstar: 709
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 155
Staða: Ótengdur

Re: Smart homes - Snjall heimili

Pósturaf kjartanbj » Lau 21. Júl 2018 00:13

ZiRiuS skrifaði:Hef aðeins verið að kynna mér þetta og það eru til fyrirtæki eins og Netatmo þar sem þú þarft bara wifi relay til að tengja stykkin við wifi. Svo notar maður bara símann eða Google/Alexa til að stilla. Þarft allavega ekki einhvern major controller.


Svoleiðis lausn er samt aldrei jafn fullkomin og td smartthings eða Home assistant , Smartthings er tildæmis ekki neitt major controller heldur bara lítið box og hefur reynst mér mjög vel, ég er líka með Wifi relay sem tengist smartthings og stýrir ýmsum hlutum hjá mér en það væri ekki nærri jafn miklir möguleikar með þeim án smartthings. td er ég með það þannig að þegar ég opna ískápin hjá mér sem er samsung og tengist Smartthings þá kemur á sama tíma ljós á eldhúsinnréttinguna sem lýsir mér og konunni á nóttunni þegar við græjum pela handa dótturinni, síðan eftir x margar mínútur slökknar á ljósinu sjálfkrafa



Skjámynd

ZiRiuS
Of mikill frítími
Póstar: 1798
Skráði sig: Þri 08. Nóv 2005 15:19
Reputation: 387
Staðsetning: Við tölvuna
Staða: Ótengdur

Re: Smart homes - Snjall heimili

Pósturaf ZiRiuS » Lau 21. Júl 2018 00:24

kjartanbj skrifaði:
ZiRiuS skrifaði:Hef aðeins verið að kynna mér þetta og það eru til fyrirtæki eins og Netatmo þar sem þú þarft bara wifi relay til að tengja stykkin við wifi. Svo notar maður bara símann eða Google/Alexa til að stilla. Þarft allavega ekki einhvern major controller.


Svoleiðis lausn er samt aldrei jafn fullkomin og td smartthings eða Home assistant , Smartthings er tildæmis ekki neitt major controller heldur bara lítið box og hefur reynst mér mjög vel, ég er líka með Wifi relay sem tengist smartthings og stýrir ýmsum hlutum hjá mér en það væri ekki nærri jafn miklir möguleikar með þeim án smartthings. td er ég með það þannig að þegar ég opna ískápin hjá mér sem er samsung og tengist Smartthings þá kemur á sama tíma ljós á eldhúsinnréttinguna sem lýsir mér og konunni á nóttunni þegar við græjum pela handa dótturinni, síðan eftir x margar mínútur slökknar á ljósinu sjálfkrafa


Jújú, það er góð lausn. En mig vantar bara raddstýringu á ofnana mína svo ég þarf ekki að pæla í stjórnstöðvum ennþá :)



Turn: Cooler Master Mastercase H500M Móðurborð: Asus ROG Maximus XI Hero
CPU: Intel Core i9-9900K 3.6GHz (Coffee Lake) GPU: EVGA GeForce RTX 2080 Super FTW3 Ultra Gaming
RAM: Corsair Vengeance LPX 32GB (4x8GB) DDR4 PC4-28800C18 3600MHz Quad Channel Kit
PSU: Corsair AX850 Titanium 80 Plus Titanium Modular SSD: Samsung 970 PRO 512GB M.2 2280 PCI-e 3.0 x4 NVMe


dandri
Ofur-Nörd
Póstar: 297
Skráði sig: Fim 22. Sep 2011 23:00
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Smart homes - Snjall heimili

Pósturaf dandri » Fös 27. Júl 2018 02:58

https://blog.talosintelligence.com/2018 ... s.html?m=1

Uppfærið firmware ef þið eruð með Smartthings


AMD FX-4100 | ASRock 990FX Extreme3 | G.Skill Ripjaws 1600 8gb | 2x MSI Cyclone R6850 OC Version | Corsair HX750


Höfundur
kjartanbj
FanBoy
Póstar: 709
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 155
Staða: Ótengdur

Re: Smart homes - Snjall heimili

Pósturaf kjartanbj » Fös 27. Júl 2018 16:01

dandri skrifaði:https://blog.talosintelligence.com/2018/07/samsung-smartthings-vulns.html?m=1

Uppfærið firmware ef þið eruð með Smartthings


automatic updates, er með nýlegt firmware update



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3125
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Smart homes - Snjall heimili

Pósturaf hagur » Lau 18. Ágú 2018 08:56

Jæja, útsala hjá Vesternet.com núna á mánudaginn 20. ágúst. Allt að 20% afsláttur af öllu segja þeir.

Ætla menn að nýta tækifærið og bæta einhverjum græjum í safnið? ;-)



Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3849
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Re: Smart homes - Snjall heimili

Pósturaf Tiger » Lau 18. Ágú 2018 22:27

Hvernig er það, eru fáir hérna að nota Apple HomeKit í þetta?

Er það bara svona anti-apple-pc-spjalls-hate-dæmi eða er ástæða fyrir því?

Fibaro virðist virka vel með því og mitt heimili er Apple Eco system þannig að ég var að kaupa nýja íbúð og flyt í næsta mánuði og væri til í að smart-væða hana en hafa Apple HomeKit miðdepil, eða í það minnsta compatible.

Einhverjar hugmyndir, reynslusögur.

Geggjuð innlegg frá joispoi og kom mér á sporið með Fibaro.




Höfundur
kjartanbj
FanBoy
Póstar: 709
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 155
Staða: Ótengdur

Re: Smart homes - Snjall heimili

Pósturaf kjartanbj » Sun 19. Ágú 2018 00:31

Gallinn við homekit er að það er minni stuðningur, tæki þurfa að vera homekit compatible til að geta nýst , á meðan t.d Smartthings eða home assistant og viðlíka kerfi styðja nánast allt ef það er með ZigBee eða zwave




Gumbi
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Fös 10. Okt 2014 22:31
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Smart homes - Snjall heimili

Pósturaf Gumbi » Þri 28. Ágú 2018 13:41

Hefur einhver reynslu af ABB free@home? Ég er að byggja og er að leitast eftir að geta stýrt gólfhita, ljósum, o.fl. með sama kerfinu.




Höfundur
kjartanbj
FanBoy
Póstar: 709
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 155
Staða: Ótengdur

Re: Smart homes - Snjall heimili

Pósturaf kjartanbj » Þri 28. Ágú 2018 16:06

Gumbi skrifaði:Hefur einhver reynslu af ABB free@home? Ég er að byggja og er að leitast eftir að geta stýrt gólfhita, ljósum, o.fl. með sama kerfinu.


Svona kerfi er yfirleitt rosalega dýrt og lokað, þeas ekki stuðningur við mörg önnur kerfi , sýnist td ef þú vilt vera með snjalllás þá þarftu að vera með þannig kerfi frá þeim sem kostar sjálfsagt sitt, í stað þess að geta valið úr frá öðrum framleiðendum hvort sem það er Zwave eða Zigbee eða annar samskiptastaðall , ég þekki samt ekki þetta ABB kerfi nægilega vel en sýnist þetta vera proprietary kerfi sem styður eitthvað af third party kerfum en ekki nálægt jafn opið og td Smartthings eða Home assistant sem dæmi



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3125
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Smart homes - Snjall heimili

Pósturaf hagur » Þri 28. Ágú 2018 19:08

Gumbi skrifaði:Hefur einhver reynslu af ABB free@home? Ég er að byggja og er að leitast eftir að geta stýrt gólfhita, ljósum, o.fl. með sama kerfinu.


Ef þú ert "tinkerer" og sæmilega tech-savy þá myndi ég frekar fara í eitthvað eins og Smartthings. Margfalt ódýrara og mun opnara kerfi hugsa ég.



Skjámynd

Hauxon
spjallið.is
Póstar: 415
Skráði sig: Fös 10. Júl 2009 12:32
Reputation: 123
Staða: Ótengdur

Re: Smart homes - Snjall heimili

Pósturaf Hauxon » Sun 09. Sep 2018 18:56

Smá spurning. Ég var að kaupa Ring pro dyrabjöllu og það er engin dyrabjalla fyrir hjá mér og því engar smáspennulagnir fyrir dyrabjöllu. Skv. miða aftan á bjöllunni þarf 16-24V spennu til að knýja bjölluna. Þið sem eruð með þetta uppsett, hvað eruð þið með, spennubreyti í innstungu, spennubreyti fyrir smáspennu í töflu. Hvernig er best að gera þetta?




Höfundur
kjartanbj
FanBoy
Póstar: 709
Skráði sig: Fim 24. Sep 2009 12:42
Reputation: 155
Staða: Ótengdur

Re: Smart homes - Snjall heimili

Pósturaf kjartanbj » Sun 09. Sep 2018 19:44

Ég myndi láta setja bara í töfluna, mig langaði að fá mér Ring pro þegar ég flutti inn en geri það mögulega í framtíðinni, þarf að skipta út spenninum í töflunni því hann er ekki nægilega öflugur fyrir Ring Pro bjöllu



Skjámynd

Hauxon
spjallið.is
Póstar: 415
Skráði sig: Fös 10. Júl 2009 12:32
Reputation: 123
Staða: Ótengdur

Re: Smart homes - Snjall heimili

Pósturaf Hauxon » Sun 09. Sep 2018 19:49

Gallinn er að Ring bjallan mín er keypt í Kanada og þar fylgir ekki Ring "aubt1-24" transformerinn með eins og í evrópu. Spurning hvort ég fái eitthvað sambærilegt í rafbúðunum hér heima, Reykjafell, Spennubreytar eða Rönning...




frappsi
Nörd
Póstar: 143
Skráði sig: Lau 08. Jún 2013 16:11
Reputation: 40
Staða: Ótengdur

Re: Smart homes - Snjall heimili

Pósturaf frappsi » Sun 09. Sep 2018 20:27

Hauxon skrifaði:Gallinn er að Ring bjallan mín er keypt í Kanada og þar fylgir ekki Ring "aubt1-24" transformerinn með eins og í evrópu. Spurning hvort ég fái eitthvað sambærilegt í rafbúðunum hér heima, Reykjafell, Spennubreytar eða Rönning...

Þetta er það sem þú þarft, kostar um 4-5 þús:
http://reykjafell.is/vorur/toeflubunadur/toeflulidar/4319785/



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3125
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Smart homes - Snjall heimili

Pósturaf hagur » Sun 09. Sep 2018 21:06

Hauxon skrifaði:Gallinn er að Ring bjallan mín er keypt í Kanada og þar fylgir ekki Ring "aubt1-24" transformerinn með eins og í evrópu. Spurning hvort ég fái eitthvað sambærilegt í rafbúðunum hér heima, Reykjafell, Spennubreytar eða Rönning...


Ég á einhverja svona spenna líka sem ég gæti selt þér á klink. Skal checka hvort þeir séu með rétt rating. Var með þá við original Ring bjöllu fyrst.

EDIT:

Fann reyndar bara annan þeirra, svona lítur hann út:

unnamed.jpg
unnamed.jpg (50.21 KiB) Skoðað 3384 sinnum


Er reyndar bara 8VA sem ég veit ekki hvort sé nóg fyrir Ring Pro. Velkomið að taka þetta bara hjá mér og prófa.
Síðast breytt af hagur á Sun 09. Sep 2018 21:16, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3125
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Smart homes - Snjall heimili

Pósturaf hagur » Sun 09. Sep 2018 21:09

Hauxon skrifaði:Smá spurning. Ég var að kaupa Ring pro dyrabjöllu og það er engin dyrabjalla fyrir hjá mér og því engar smáspennulagnir fyrir dyrabjöllu. Skv. miða aftan á bjöllunni þarf 16-24V spennu til að knýja bjölluna. Þið sem eruð með þetta uppsett, hvað eruð þið með, spennubreyti í innstungu, spennubreyti fyrir smáspennu í töflu. Hvernig er best að gera þetta?


Ég var með gamalt dyrasímakerfi á húsinu og þ.a.l. allar lagnir til staðar. Ég tók bara gamla spenninn burt og setti Ring spenninn upp í staðinn. Keypti bara svona lítinn DIN rail stubb sem ég skrúfaði upp og festi svo Ring spenninn á hann. Setti svo bara snúru í hann og venjulega kló. Þannig var gamli spennirinn tengdur hjá mér. Ef þú hefur færi á að leggja úr þessu og í töfluna hjá þér þá myndi ég bara setja spenninn í töfluna, það er lang snyrtilegast.