Léleg myndgæði hjá Símanum?

Skjámynd

Höfundur
SkinkiJ
Nörd
Póstar: 104
Skráði sig: Fim 28. Jan 2016 18:57
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Léleg myndgæði hjá Símanum?

Pósturaf SkinkiJ » Fim 21. Jún 2018 17:38

Sælir,
Er það bara ég eða eru verri myndgæði hjá Símanum heldur enn Vodafone. Var bara að skipta í dag og sé talsverðan mun þegar ég horfi á fótbolta.
Eru bara verri gæði hjá Símanum eða er þetta bara eitthvað stillingar atriði?


Turn - Intel Core i7-7700 - Corsair Hydro H115i - 16GB DUAL DDR4 - 232GB Samsung SSD 850 EVO - 2TB TOSHIBA SATA - MSI Gaming GTX 1070 8GB - MSI Z270 TOMAHAWK
Lappi - Macbook Air 2019
SteelSeries Rival 310 | Ducky One Two | HyperX Cloud Flight | 2x BenQ 144hz 24''
1987 Volvo 240GL |1993 Mitsubishi Galant | 2005 Volvo S60 2.5T AWD


capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: Léleg myndgæði hjá Símanum?

Pósturaf capteinninn » Fim 21. Jún 2018 17:48

SkinkiJ skrifaði:Sælir,
Er það bara ég eða eru verri myndgæði hjá Símanum heldur enn Vodafone. Var bara að skipta í dag og sé talsverðan mun þegar ég horfi á fótbolta.
Eru bara verri gæði hjá Símanum eða er þetta bara eitthvað stillingar atriði?


Ertu með myndlykilinn tengdan þráðlaust eða með snúru?



Skjámynd

Höfundur
SkinkiJ
Nörd
Póstar: 104
Skráði sig: Fim 28. Jan 2016 18:57
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Léleg myndgæði hjá Símanum?

Pósturaf SkinkiJ » Fim 21. Jún 2018 18:03

capteinninn skrifaði:
SkinkiJ skrifaði:Sælir,
Er það bara ég eða eru verri myndgæði hjá Símanum heldur enn Vodafone. Var bara að skipta í dag og sé talsverðan mun þegar ég horfi á fótbolta.
Eru bara verri gæði hjá Símanum eða er þetta bara eitthvað stillingar atriði?


Ertu með myndlykilinn tengdan þráðlaust eða með snúru?

Með snúru, prufaði bæði sagecom og airties, bæði eins


Turn - Intel Core i7-7700 - Corsair Hydro H115i - 16GB DUAL DDR4 - 232GB Samsung SSD 850 EVO - 2TB TOSHIBA SATA - MSI Gaming GTX 1070 8GB - MSI Z270 TOMAHAWK
Lappi - Macbook Air 2019
SteelSeries Rival 310 | Ducky One Two | HyperX Cloud Flight | 2x BenQ 144hz 24''
1987 Volvo 240GL |1993 Mitsubishi Galant | 2005 Volvo S60 2.5T AWD

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: Léleg myndgæði hjá Símanum?

Pósturaf appel » Fim 21. Jún 2018 18:15

Við vorum að bera þetta saman hlið við hlið á eins sjónvörpum.
Það er munur en það er spurning hvað maður skilgreinir sem gæði. Bitrate virðist sambærilegt.

Vodafone virðist vera með meira sharpening á myndinni heldur en Síminn er með. En það er þetta sharpening sem kannski platar augað og lætur mann halda að myndin sé í meiri gæðum. Þannig að maður sér meira skeggrætur og gras. En sumir hlutir líta óeðlilega út, t.d. flöktir myndin í ákveðnum senum, t.d. þegar áhorfendastúkur eru sýndar, og það er þó nokkuð banding effect þegar það er svona gradient.

Í raun gætir þú náð svipuðum effect ef þú vilt í sjónvarpsstillingum, bara breyta sharpness stillingum.

Það voru ekki allir sammála í stofunni hjá okkur um hvað væri æskilegri stilling.


ps. svo þarftu að stilla á HD stöðina til að sjá rétta mynd. 201 eða stilla í viðmótinu að fá HD.


*-*


hreinnbeck
Græningi
Póstar: 46
Skráði sig: Mán 28. Apr 2014 20:00
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: Léleg myndgæði hjá Símanum?

Pósturaf hreinnbeck » Fim 21. Jún 2018 18:44

Tók upp 90sec af RÚV HD núna kl. 18:32 af IPTV hjá Símanum og Vodafone.

Vodafone RÚV HD IPTV:
AVC H264
Profile: Main
Level: 4
CABAC 4 Reference frames
GOP: M=2, N=16
Average video bitrate: 7918kbps


Síminn RÚV HD IPTV:
AVC H264
Profile: High
Level: 4
CABAC 4 Reference frames
GOP: M=4, N=24
Average video bitrate: 5255kbps

Bitrateið þarf ekki endilega að gefa til kynna neitt um myndgæði, þar spila gæði kóðarans frekar inní.

Þess má svo geta að Vodafone sendir í dag RÚV HD bara út með 5.1 hljóði (ekki stereo og 5.1 eins og áður). Síminn er hinsvegar bara með stereo á RÚV HD. RÚV sendir út vissa dagskrárliði eins og t.d. HM núna í 5.1. Allir alvöru móttakarar eiga að fara létt með að dowmixa 5.1 í 2.0.

Vodafone ætti svo vitaskuld að fara í high prófíl enda styðja Amino boxin það og trúi ekki öðru en að nýji Samsunginn fari létt með það. DVB útsendingum Vodafone á HD rásum RÚV var breytt úr main í high fyrr á árinu.

Ég gæti svo gert alvöru úttekt við tækifæri. Borið saman hrátt merki RÚV við merkin frá Voda og Símanum gegnum VMAF.



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3120
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 454
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Léleg myndgæði hjá Símanum?

Pósturaf hagur » Fim 21. Jún 2018 19:01

hreinnbeck skrifaði:Tók upp 90sec af RÚV HD núna kl. 18:32 af IPTV hjá Símanum og Vodafone.

Vodafone RÚV HD IPTV:
AVC H264
Profile: Main
Level: 4
CABAC 4 Reference frames
GOP: M=2, N=16
Average video bitrate: 7918kbps


Síminn RÚV HD IPTV:
AVC H264
Profile: High
Level: 4
CABAC 4 Reference frames
GOP: M=4, N=24
Average video bitrate: 5255kbps

Bitrateið þarf ekki endilega að gefa til kynna neitt um myndgæði, þar spila gæði kóðarans frekar inní.

Þess má svo geta að Vodafone sendir í dag RÚV HD bara út með 5.1 hljóði (ekki stereo og 5.1 eins og áður). Síminn er hinsvegar bara með stereo á RÚV HD. RÚV sendir út vissa dagskrárliði eins og t.d. HM núna í 5.1. Allir alvöru móttakarar eiga að fara létt með að dowmixa 5.1 í 2.0.

Vodafone ætti svo vitaskuld að fara í high prófíl enda styðja Amino boxin það og trúi ekki öðru en að nýji Samsunginn fari létt með það. DVB útsendingum Vodafone á HD rásum RÚV var breytt úr main í high fyrr á árinu.

Ég gæti svo gert alvöru úttekt við tækifæri. Borið saman hrátt merki RÚV við merkin frá Voda og Símanum gegnum VMAF.


Takk fyrir þetta, fróðlegt. Hver er munurinn á main v.s high profile? Varla bitrate, þar sem Voda er með hærra avg bitrate v.s Símann, en samt er Síminn með profile = high.

Hvernig er annars svigrúmið hjá þessum aðilum varðandi bitrate? Væri stórmál fyrir þá að bumpa því talsvert upp? Það virðist nefnilega vera aðal þröskuldurinn fyrir betri myndgæðum, a.m.k að því gefnu að ekki sé hægt að skipta um codec.




hreinnbeck
Græningi
Póstar: 46
Skráði sig: Mán 28. Apr 2014 20:00
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: Léleg myndgæði hjá Símanum?

Pósturaf hreinnbeck » Fim 21. Jún 2018 19:10

Getur skoðað muninn milli prófíla t.d. hér: https://en.wikipedia.org/wiki/H.264/MPEG-4_AVC#Feature_support_in_particular_profiles

Svigrúmið uppá bitrate er svoldið teygjanlegt.

Sem dæmi:
Er hægt að nota mismunandi merki eftir tengimáta eða á að miða við minnstu getu? (T.d. sama merki fyrir ljós og ADSL, eða sitthvort)
Er burðargeta í kerfinu? (T.d. milli símstöðva - ekkert vandamál í dag)
Hvað ráða STB við? (Sambærilegt svar og með tengimáta að ofan)
Hver er áreiðanleiki tengimáta? (Þótt bandbreidd sé almennt til staðar er tenging stundum með villum. Leiðir framhjá þvi eins og ArQ)
Hvað er kúnninn tilbúinn að fórna mikilli bandvídd þegar tengimátinn er háður því að flytja net og IPTV saman?