Sælir,
Er að fara leggja HDMI kapla inn í vegg. Frá sjónvarpinu og að skáp þar sem ég mun hafa PS4 og myndlykil.
Ég er ekki með 4k sjónvarp... En mig langar að gera ráð fyrir því að ég muni fá mér þannig á næstu mánuðum / ári.
Ég ætlaði því að kaupa góðar HDMI snúrur til þess að leggja þar sem það verður ekkert hlaupið að því að skipta.
Nú eru til HDMI snúrur frá 500 kr. og allt uppí 10.000 kr.
Ég þarf nú ekki nema 1.5m af snúru.
En spurningin er... Hvað á ég að kaupa? Er eitthvað merki betra en annað í þessu?
HDMI kaplar
Re: HDMI kaplar
Ég hef keypt nokkrar Hdmi snúrur í Kisildal aldrei klikkað
https://kisildalur.is/?p=1&id=30&sub=Skj%E1sn%FAra
Eins hef ég keypt Amazon basic Hdmi snúrur aldrei klikkað
https://www.amazon.co.uk/AmazonBasics-H ... dpSrc=srch
Hdmi snúra er digital merki annað hvort virkar hún eða ekki , ég myndi ekki kaupa snúru upp á tugiþúsunda hún gerir ekkert meira heldur enn þessar sem ég benti á. (Er með reynslu að láta plata mann með dýrum snúrum) :-)
https://kisildalur.is/?p=1&id=30&sub=Skj%E1sn%FAra
Eins hef ég keypt Amazon basic Hdmi snúrur aldrei klikkað
https://www.amazon.co.uk/AmazonBasics-H ... dpSrc=srch
Hdmi snúra er digital merki annað hvort virkar hún eða ekki , ég myndi ekki kaupa snúru upp á tugiþúsunda hún gerir ekkert meira heldur enn þessar sem ég benti á. (Er með reynslu að láta plata mann með dýrum snúrum) :-)
Re: HDMI kaplar
Hugsa að verðið (upp að skynsamlegu marki) segi til um build quality og líftíma (plug og unplug fjölda). Hvað sem snúrurnar kosta færðu alltaf sama signal, jafn mikil gæði eins og Farcry sagði.
Að því sögðu myndi ég ekki kaupa ódýrustu, bara upp á build quality
Að því sögðu myndi ég ekki kaupa ódýrustu, bara upp á build quality
Ryzen 9 5900x // X470 Aorus Gaming // RTX4080 Super // 48 GB 3200MHz // 32" G5 165hz
-
- FanBoy
- Póstar: 777
- Skráði sig: Mið 05. Maí 2010 15:23
- Reputation: 45
- Staðsetning: Grafarholt
- Staða: Ótengdur
Re: HDMI kaplar
Ef veggurinn er opinn þá er ekkert vit í öðru en að leggja lítinn stokk í hann svo hægt sé að sýsla með kapla þarna á milli
Fractal Design R4 White | MSI Z270 Gaming Pro Carbon | i7 7700K @4.5GHz | Noctua NH-D15 | 32GB Corsair DDR4 @3200MHz | MSI GTX 1080 Ti Gaming X 11GB | 250GB Samsung 850 EVO SSD | Corsair RM750x | 27" ASUS PG279Q | Presonus 22VSL | M-Audio BX5a
Fractal Design R5 Black | FreeNAS | Gigabyte M3 Sniper | i7 3770K @3.9GHz | Noctua NH-U12s | 24GB DDR3 | 10TB | Eaton 5SC 1000i UPS
Fractal Design R5 Black | FreeNAS | Gigabyte M3 Sniper | i7 3770K @3.9GHz | Noctua NH-U12s | 24GB DDR3 | 10TB | Eaton 5SC 1000i UPS
Re: HDMI kaplar
Farcry skrifaði:Hdmi snúra er digital merki annað hvort virkar hún eða ekki , ég myndi ekki kaupa snúru upp á tugiþúsunda hún gerir ekkert meira heldur enn þessar sem ég benti á. (Er með reynslu að láta plata mann með dýrum snúrum) :-)
Frussi skrifaði:Hvað sem snúrurnar kosta færðu alltaf sama signal, jafn mikil gæði eins og Farcry sagði.
Það er frekar villandi að segja digital merki virka eða virka ekki. Eða að fáir alltaf sama signal.
Digital merki skila 0, 1 eða engu. Ekkert þýðir eðlilega að hluturinn virki ekki. En hinar niðurstöðurnar eru ekki bara 0 eða 1, því ef merkið svissast færðu vitlaust 0 eða vitlausan 1.
Með stutta snúru sem reynir lítið á sést þetta eðlilega sjaldan eða ekki. En ef þú byrjar að reyna í alvöru á kapal og yfir einhverja fjarlægð þá byrja gæðavandamál að sýna sig ef þau eru til staðar. Af svipaðri ástæðu eru netkaplar t.d. skermaðir og ekki mælt með að leggja þá nálægt rafsegulbylgjum og öðru.
-
Höfundur - has spoken...
- Póstar: 173
- Skráði sig: Fim 24. Ágú 2006 14:03
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: HDMI kaplar
Squinchy skrifaði:Ef veggurinn er opinn þá er ekkert vit í öðru en að leggja lítinn stokk í hann svo hægt sé að sýsla með kapla þarna á milli
Veggurinn er nefnilega ekki opinn. En ég næ að teygja snúrurnar á milli tveggja gata sem eg geri. Ég ætla svo að þræða kaplana í gegnum dós og loka gatinu. Þannig að ég kem ekki neinum stokki þarna eins og staðan er.
Re: HDMI kaplar
mind skrifaði:Farcry skrifaði:Hdmi snúra er digital merki annað hvort virkar hún eða ekki , ég myndi ekki kaupa snúru upp á tugiþúsunda hún gerir ekkert meira heldur enn þessar sem ég benti á. (Er með reynslu að láta plata mann með dýrum snúrum) :-)Frussi skrifaði:Hvað sem snúrurnar kosta færðu alltaf sama signal, jafn mikil gæði eins og Farcry sagði.
Það er frekar villandi að segja digital merki virka eða virka ekki. Eða að fáir alltaf sama signal.
Digital merki skila 0, 1 eða engu. Ekkert þýðir eðlilega að hluturinn virki ekki. En hinar niðurstöðurnar eru ekki bara 0 eða 1, því ef merkið svissast færðu vitlaust 0 eða vitlausan 1.
Með stutta snúru sem reynir lítið á sést þetta eðlilega sjaldan eða ekki. En ef þú byrjar að reyna í alvöru á kapal og yfir einhverja fjarlægð þá byrja gæðavandamál að sýna sig ef þau eru til staðar. Af svipaðri ástæðu eru netkaplar t.d. skermaðir og ekki mælt með að leggja þá nálægt rafsegulbylgjum og öðru.
OP talar um 1,5m snúru í upphafspósti, þess vegna var ég ekkert að minnast á vandamálin sem fylgja nánast eingöngu lengri snúrum
Ryzen 9 5900x // X470 Aorus Gaming // RTX4080 Super // 48 GB 3200MHz // 32" G5 165hz
-
- FanBoy
- Póstar: 701
- Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
- Reputation: 122
- Staða: Tengdur
Re: HDMI kaplar
Ég keyri hérna 4K merki yfir 20 mtr. án vandræða í gegnum HDMI svissa og dreifi merki á 3 staði og ekkert vesen. Keypti ódýrustu snúrurnar sem ég fann, þessi 20 mtr. snúra var ekki einu sinni keypt sérstaklega sem 4K snúra. Keyri einnig prójektorinn minn yfir 20 mtr. en eingöngu 1080P upplausn. Ekki eyða of mikið af peningum í HDMI snúrur.
Re: HDMI kaplar
Frussi skrifaði:OP talar um 1,5m snúru í upphafspósti, þess vegna var ég ekkert að minnast á vandamálin sem fylgja nánast eingöngu lengri snúrum
Stutt eða löng snúra þá er fullyrðingin að maður fengi alltaf sama signal eða gæði einfaldlega röng, og því full ástæða til að leiðrétta það svo OP fái réttustu upplýsingnar. Hann gæti verið með hljóðkerfi sem reynir töluvert meira á kaplana en myndefnið.
Re: HDMI kaplar
mind skrifaði:Frussi skrifaði:OP talar um 1,5m snúru í upphafspósti, þess vegna var ég ekkert að minnast á vandamálin sem fylgja nánast eingöngu lengri snúrum
Stutt eða löng snúra þá er fullyrðingin að maður fengi alltaf sama signal eða gæði einfaldlega röng, og því full ástæða til að leiðrétta það svo OP fái réttustu upplýsingnar. Hann gæti verið með hljóðkerfi sem reynir töluvert meira á kaplana en myndefnið.
Líkurnar á því að merkið truflist í svona setupi eru hverfandi. Ég gæti þá líka bent honum á að það geti kviknað í út frá raftækjum og að það væri þá best að sleppa þessu öllu saman...
Ryzen 9 5900x // X470 Aorus Gaming // RTX4080 Super // 48 GB 3200MHz // 32" G5 165hz
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 369
- Skráði sig: Mið 02. Feb 2011 21:59
- Reputation: 12
- Staðsetning: í bjórbaði
- Staða: Ótengdur
Re: HDMI kaplar
Frussi skrifaði:mind skrifaði:Frussi skrifaði:OP talar um 1,5m snúru í upphafspósti, þess vegna var ég ekkert að minnast á vandamálin sem fylgja nánast eingöngu lengri snúrum
Stutt eða löng snúra þá er fullyrðingin að maður fengi alltaf sama signal eða gæði einfaldlega röng, og því full ástæða til að leiðrétta það svo OP fái réttustu upplýsingnar. Hann gæti verið með hljóðkerfi sem reynir töluvert meira á kaplana en myndefnið.
Líkurnar á því að merkið truflist í svona setupi eru hverfandi. Ég gæti þá líka bent honum á að það geti kviknað í út frá raftækjum og að það væri þá best að sleppa þessu öllu saman...
Með bara 1.5m eru litlar líkur já...
Ég lenti í því að fá signal truflanir með 15m snúru keypta í búð hér heima.
Pantaði frá amazon, blue rigger minnir mig, mjög sáttur með þær
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6798
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: HDMI kaplar
Ekki vera að flækja þetta. Kauptu bara ódýrustu snúruna og prófaðu hana áður en þú treður henni inn. Ódýrar snúrur eru ekki að fara að kveikja á einhverju self destruct mode með tímanum.
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
Re: HDMI kaplar
mind skrifaði:Frussi skrifaði:OP talar um 1,5m snúru í upphafspósti, þess vegna var ég ekkert að minnast á vandamálin sem fylgja nánast eingöngu lengri snúrum
Stutt eða löng snúra þá er fullyrðingin að maður fengi alltaf sama signal eða gæði einfaldlega röng, og því full ástæða til að leiðrétta það svo OP fái réttustu upplýsingnar. Hann gæti verið með hljóðkerfi sem reynir töluvert meira á kaplana en myndefnið.
Bæði kisildals og Amazon snúrurnar eru high-speed þannig að það er ekki vandamál ef hann er með öflugt hljóðkerfi , meira segja er Amazon snúran Hdmi 2.0 . Menn fá ekkert betri myndgæði með rándýri snúru.
Síðast breytt af Farcry á Fim 26. Apr 2018 11:51, breytt samtals 1 sinni.
-
- Vaktin er ávanabindandi
- Póstar: 1616
- Skráði sig: Lau 19. Apr 2003 22:56
- Reputation: 45
- Staðsetning: REYKJAVIK
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: HDMI kaplar
Ég keypti svona fyrir tölvunna til magnara heimabíóið vísu 15 metra https://www.amazon.co.uk/gp/product/B00 ... =UTF8&th=1 Virka fínt ekkert lagg en þá
Svo 5 metra fyrir tv og magnara góð kaup í amazon miða fær eftir 2 daga hættur að kaupa snúrur hérna heima !!
Svo 5 metra fyrir tv og magnara góð kaup í amazon miða fær eftir 2 daga hættur að kaupa snúrur hérna heima !!